Smá pæling hérna um kosti og ókosti.
Þessir Creative I-Trigue 2200 á 7.995 kr hafa þann kost að hægt er að taka þá með sér milli herbergja eða á milli húsa á nokkurar fyrirhafnar og því kjörið dæmi ef að þú vilt geta tekið þá með þér hvert sem er þar sem þú ert jú með fartölvu.
Þá er það ókosturinn en hann er sá að vegna smæðar sinnar er ekki mikill bassi í þeim.
Hérna er annað dæmi sem kostar að vísu 2.865 kr meira en þá ertu líka að fá góðan bassa þar sem þetta er jú 2.1 kerfi með fínu bassaboxi.
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... gitech_Z3E
Ókosturinn er hinsvegar sá að það er aðeins meiri fyrirhöfn að taka þá með sér ef að þú ert mikið að spá í það. "ég á svona sjálfur og verð að segja að í þessu dæmi er maður að fá mikið fyrir lítið.
Hér er svo eitt dæmi sem er virkilega athyglisvert "hef ekki hlustað á þá" en finnst þeir spennandi og ekki er verðið til að skemma fyrir eða einungis 1.905 kr meira en Greative hátalararnir.
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=549
Ókosturinn er hinsvegar sá að þar sem þú ert með fartölvu ertu ekki með 5.1 hljóðkort til að nýta þá að fullu og eftir að þú ert búin að setja þá upp ertu ekkert að nenna að hafa þetta með þér eitt né neitt.
Hinsvegar ef að þig langar mikið í þessa hátalara geturðu alltaf fengið þér utanáliggjandi hljóðkort sem er USB tengt en þá er þetta líka farið að kosta aðeins meira en það sem þú lagðir upp með.
Set hér með vísun í 2 USB hljóðkort sem dæmi, tæki líklega sjálfur neðri kostin en þyrfti að kynna mér það nánar.
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3927 6.950 kr
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=619 7.900 kr
Að endingu.
Þú getur líka fengið þér hljómleikahöll sem gefur ótrúlegan hljóm og ónáðar engan og getur ferðast með hvert sem er á nokkurar fyrirhafnar, ekkert nema plúsar þar sem að þú ert með fartölvu.
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... 20HD%20555
Mig grunar að þú hafir keypt Creative hátalarana í Elko þar sem þú vísaðir á þeirra heimasíðu, þar sem að þeir bjóða upp á 30 daga skilafrest og þú ekki búin að taka þá upp þá er lítið mál að skila þeim og kaupa eitthvað annað annarstaðar ef að eitthvað af ofantöldu skyldi vekja áhuga þinn.
Hafðu það allavega gott um jólin hvað sem þú gerir í þessu máli.
Gleðileg Jól.