Síða 1 af 1

Hvaða mús <5.000kr

Sent: Sun 09. Des 2007 12:30
af gunnargolf
G7 músin mín sem ég keypti notaða er í tómu tjóni. Ég ætla að fá mér nýja mús. Hún má ekki kosta meira en 5.000kr. Hún þarf að vera ágæt í leiki, helst að hafa ''Back'' taka á hliðinni.

Hvað kemur til greina?

Sent: Sun 09. Des 2007 12:34
af hsm
G5
4.900.kr

Sent: Sun 09. Des 2007 14:27
af gunnargolf
hsm skrifaði:G5
4.900.kr


Hvar?

Sent: Sun 09. Des 2007 14:30
af HemmiR
gunnargolf skrifaði:
hsm skrifaði:G5
4.900.kr


Hvar?

Jesús kristur... ef þú kannski horfir á það sem hsm sagði þá er G5 skrifað soldið spes afþví að ef þú klikkar á það þá ferð þú á link hjá tolvutaekni.is.. i guðsbænum prufaðu að klikka á þetta.

Sent: Sun 09. Des 2007 14:40
af gunnargolf
Úps, var ekkert að pæla í því þar sem þetta var bara eitt orð, ekkert var við hliðina :oops:

Sent: Sun 09. Des 2007 15:52
af Weekend
hehehe :D

Sent: Mið 12. Des 2007 01:46
af Harvest
bláa G5 fæst í Tölvuvirkni!!!

Með back og forward takka.

Sent: Mið 12. Des 2007 07:24
af gunnargolf
Þessi bláa er of dýr fyrir mig, og mér finnst forward takki ekki vera nauðsynlegur.

Sent: Mið 12. Des 2007 08:46
af ÓmarSmith
G5- ekki einu sinni hugsa lengra.

Taka lóðin úr henni , þá er þetta yndislegasta mús sem þú færð í leiki.

Sent: Mið 12. Des 2007 11:48
af Xyron
ÓmarSmith skrifaði:G5- ekki einu sinni hugsa lengra.

Taka lóðin úr henni , þá er þetta yndislegasta mús sem þú færð í leiki.


Af hverju taka lóðinn úr?
Ég næ nákvæmari hreyfingum þegar ég er með lóð í henni..

Nærð kannski að hreyfa músina aðeins "hraðar" ef hún er létt, en ég tek nákvæmnina yfir það á hvaða degi sem er

Sent: Mið 12. Des 2007 15:22
af Zorba
Ég á G5 og finnst hún frábær.
Frændi minn á bláu G5 og hún virkar mjög "cheap"
t.d. skrunhjólið hans byrjaði að ýskra eftir u.þ.b. viku. Og mín G5 er mun meira "solid"