Síða 1 af 1

Þá að máli málanna!...GPS tæki

Sent: Lau 08. Des 2007 23:50
af GuðjónR
Er að spá í GPS tæki í bílinn. Ég var í Baltimore í vor og leigði StreetPilot tæki með bílnum og þvílík snilld.
Þetta tæki sparaði þvílíkan tíma og fyrirhöfn. Eini mínusinn er hvað það er fyrirferðamikið.
Er að fara aftur til USA í febrúar og ætlað að kaupa mér tæki áður.
Er að skoða lista yfir tæki og þvílíkur frumskógur.

Á einhver ykkar svona tæki og hver er reynslan af því.
Dýrasta týpan hjá Elko er Nuvi 660 með evrópukorti.
Spurning hvort þeir selji ameríkukort líka.
Eða hvort maður reyni að versla það í gegnum ebay eða carmin.com

Sent: Mið 12. Des 2007 01:49
af Harvest
Þetta er déskotans dýrar græjur :Þ

Get sjálfur mælt með Garmin tækjunum. Mjög töff tæki.

Íslenska kortið var samt selt sér og kostaði það álíka mikið og tækið :S - um 15.000

Frekar asnalegt að selja tæki með evrópu en sleppa Íslandi, hinu gráa :)

Sent: Mið 12. Des 2007 12:07
af Blackened
Já.. Gamli keypti sér Nuvi tæki síðasta vor ef ég man rétt.. það er algjör snilld að nota þetta í bílnum.. mjög fín bílatæki..

Hef svosem ekki reynslu af hinum tækjunum