Síða 1 af 1

Skjáir: BenQ FP222WH eða KDS K-22mdvb2

Sent: Fös 07. Des 2007 21:48
af gunnargolf
Ég hef verið að skoða skjámarkaðinn í nokkurn tíma og þetta eru þeir tveir skjáir sem koma helst til greina eins og staðan er núna

KDS K-22mdvb2:
http://kisildalur.is/?p=2&id=467
BenQ FP222WH:
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... E1ir%20LCD

Hvorn ætti ég að taka og af hverju? (Það er í lagi að stinga upp á einhverjum öðrum 22'' <30.000kr)

Sent: Lau 08. Des 2007 10:22
af wixor
BenQ Go for it! eða Samsung 22" (KDS, nahh...) Ég ætla sjálfur að fá mér Samsung 22" allt Yank og OmarSmith að þakka.

Sent: Lau 08. Des 2007 10:38
af GuðjónR
Lestu þessa umfjöllun.

Sent: Lau 08. Des 2007 11:01
af gunnargolf
Já, mér líst helvíti vel á BenQ. Ætli ég skelli mér ekki bara á hann.

Sent: Lau 08. Des 2007 11:17
af wICE_man
gunnargolf skrifaði:Já, mér líst helvíti vel á BenQ. Ætli ég skelli mér ekki bara á hann.


Væri ekki sniðugast að skoða þá báða og bera saman með eigin augum?

Sent: Mán 10. Des 2007 07:55
af gunnargolf
Jú kannski.

Sent: Fim 13. Des 2007 09:37
af gunnargolf
Er munur á myndgæðum eftir því hvernig tengi maður notar, t.d HDMI vs. DVI?

Sent: Fim 13. Des 2007 10:32
af ÓmarSmith
Ég hef nú ekki séð marga skjái með HDMI tengi ;) Ekki þá nema e-r dýrari týpu.

ÞEssir hefðbundnu Consumer skjáir eru allir með VGA og DVI og sumur D-Sub líka. En ekki HDMI.

LCD Sjónvörp eru hinsvegar lang flest með HDMI

Sent: Fim 13. Des 2007 10:53
af ManiO
Það eru reyndar MJÖG margir skjáir núna með HDMI tengi, t.d. þessir BenQ skjáir eru flest allir með HDMI :wink:

Sent: Fim 13. Des 2007 12:32
af Xyron
ÓmarSmith skrifaði:ÞEssir hefðbundnu Consumer skjáir eru allir með VGA og DVI og sumur D-Sub líka. En ekki HDMI.


Hvernig D-sub tengi hefur þú séð? meinaru þá VGA d-sub? (high density db-15) eða hefurðu séð einhverja aðra d-sub tengi á skjám? t.d. serial eða parallel?
Skildi orðalagið þitt þannig að þú hafir séð skjá með einhverju öðru d-sub tengi en það sem er notað fyrir VGA snúrunar..

Þar sem oftast nær er sett = milli VGA og D-sub í skjám, þó að DVI-A&I geti flutt analog merki

Sent: Fim 13. Des 2007 13:20
af gunnargolf
Spurningin var hvort einhver munur væri á myndgæðum milli DVI og HDMI

Sent: Fim 13. Des 2007 13:42
af ManiO
gunnargolf skrifaði:Spurningin var hvort einhver munur væri á myndgæðum milli DVI og HDMI


Ekki sem þú munt greina með berum augum, ef munur er þ.e.a.s.

Sent: Fim 13. Des 2007 14:32
af TechHead
Það er enginn myndgæða munur milli HDMI og DVI þar sem báðir tengistaðlar
eru að senda nákvæmlega sama signalið í gegnum nákvæmlega
sama RAMDAC.

HDMI hefur einnig meiri bandvídd en DVI-D en það er ekki að skipta máli
fyrr en upplausn er farin að telja 3mpixla+ (2560*1600) eða meira.

Hinsvegar hefuru kost á því með HDMI tengi að hengja x360, PS3 eða HDMI
set-top-box við skjáinn án nokkura vandkvæða.