Hvernig á maður að gera þetta?


Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvernig á maður að gera þetta?

Pósturaf wixor » Sun 02. Des 2007 13:22

Ég hef verið að reyna að nota vaktin.is og skoða þræðina hérna til að komast að því hvernig skjákort ég á að fá mér, er að fara fá mér nýja tölvu og á eftir að kaupa hana eflaust hjá Tölvutek enn það er samt ekkert ákveðið ennþá og mig vantar aðstoð frá ykkur hérna varðandi hvernig skjákort maður á að fara fá sér og hvers vegna?

Ég verð að játa fyrir ykkur að ég spila lítið af tölvuleikjum, C&C leikina, enn sjálfsögðu væri gaman að geta spilað inn á milli einhverja aðra skemmtilega leiki, enn svo fór ég að hugsa, hvernig kort á ég að fá mér og hvers vegna? Er að fara kaupa mér alveg nýja PC vel.

Síðan kemur stærsta spurningin er með flatskjá inn í stofu, stóran. Hvort það væri ekki betra að kaupa ódýrara skjákort í PC (hvernig kort væri þá
best að fá sér?) endilega komið með uppástungu og kaupa sér bara PS3 í
leiðinni og nota hana til þess að spila leiki, eða er betra að spila í tölvunni?
Ég hef mikið verið að velta þessu fyrir sér, hvort væri betra og það er eitt
í viðbót...

Ég er kominn í smá vandræði með að velja skjá, hvort ég á að fá mér AG Neovo skjá með gler yfir 22" fæ hann á 44.900,- kr. Eða fá mér í staðinn Samsung skjáinn (ekki með gleri yfir) 22" (36.900) enn svo fór ég að hugsa líka að kannski væri betra að fá sér 24" Samsung (ekki með gleri yfir) (56.900) (Er núna með 17" skjá) svo eru lokapælingarnar, hvort ég verði sáttur með 22" ég
meina hvaða skjástærð ert þú með? Og hvernig skjákort mælirðu með?

Mig vantar síðan að vita hvort það skiptir máli að ef maður kaupir sér 22" eða 24" skjá hvort maður þurfi að hafa eitthvað ákveðið gott skjákort? Ég
þakka ykkur innilega og vel mikið fyrir alla hjálp sem þið mögulega getið gefið mér...

Ég veit samt að ég myndi skora nokkur stig hjá konunni ef ég myndi kaupa Playstation 3, þá gæti hún leikið sér stundum í Crash tölvuleiknum.
Enn, mig vantar að fá álit frá ykkur og ég þakka kærlega fyrir hjálpina.




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Sun 02. Des 2007 14:16

Sæll kappi sé að þú ert að ganga í gegnum mikið :lol: við að velja tölvubúnað. Það er ekkert skrítið enda úrvalið mikið og auðvelt að týnast í þessu öllu.

Alltaf þegar ég set saman vélbúnað þá hugsa ég alltaf fyrst og fremst, hvað er ég að fá fyrir peninginn? Hvaða hlutir kaupi ég til að fá sem mest af mögulegir tækni eða afli m.v. peninginn sem eytt er. Þetta er vegna þess að tölvubúaður úreldist mjög hratt, og nýjasta tækninn eða mesta mögulega afl er yfirleitt það dýrt að það er mjög sjaldan þess virði. Að sjálfsögðu hugsa ekki allir þannig og kaupa bara það dýrasta, við það er ekkert að athuga nema það að það dýasta í hverri verslun fyrir sig er ekki endilega það besta fáanlega.

Skjár:

Ég búinn að senda þér pm með hvaða skjám ég mældi. Svo ég rökstyðji aðeins betur hvers vegna þessir 2 skjáir en ekki einhverjir aðrir. 22" TN 6 bita panelar eru það besta í dag sem þú færð fyrir peninginn að mínu mati og þar koma sérstaklega sterkir inn Samsung Syncmaster 226BW og BenQ FP222. Af sjálfsögðu eru til aðrir príðis skjáir á svipuðu verðbili en af þeim hef ég bara ekki reynslu.

Eftir því sem þú færð þér stærri skjá því hærri upplausn styður hann. 19" er venjulega 1280x1024, 22" 1680x1050, 24" 1920x1200. Ef þú ætlar að spila leiki í bestu upplausn þessara skjáa þá þarf öflugra kort eftir því sem upplausninn hækkar, eða skjárinn stækkar skulum við segja. Fyrir 1680x1050 ætti 8800GT kort að vera kjörið og ráða við alla leiki
í nánustu framtíð.

Þessi 24" samsung sem þú bendir á er með 24" TN 6 pita panel. Hann gefur því enga kosti fram yfir 22" skjá nema skjápláss, og þann ókost að öflugra og dýrara skjákort þarf fyrir leiki, ef keyra á í bestu upplausn skjásins. Mér finnsta því verðmunurinn ekki réttlæta kaup á honum.
"Alvöru" 24" skjáir kosta mun meira til þess að vera þess virði að kaupa
t.d. http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... nQ_FP241VW

Ég hef ekki reynslu af þessum Neovo skjá, hann hefur þó útlitið og specs með sér, en það segir ekki alla söguna. Gler framan á skjá er tabú hjá mér, vegna þess að það glampar oft leiðinlega á slíka skjái. En eins og ég sagði hef ég ekki reynslu af honum...

Skjákort:

8800GT 512MB er það skjákort í dag sem gefur mest afl fyrir peninginn, þau kosta frá ca 24-30 þúsund. Þessi kort eru að gefa ca 90-95% af afli 8800GTX 768MB korti sem hefur verið öflugasta kortið síðasta árið eða svo. 8800GTX kostar í dag um 40 þús. Þannig þú sér hversu kjánaleg fjárfesting það er að taka slíkt kort t.d. fram yfir 8800GT. 8800GT kort er einnig hægt að fá í yfirklukkuðum útgáfum en í daglegri vinnslu og leikjum verður lítið vart við munin á þeim. 8800GT keyrir alla nýjustu leiki mjög vel fyrir utan Crysis en sá leikur er sér á báti. Og fá kort ráða við hann.

Ef þú leggur ekki mikið upp úr leikjum þá er þetta öflugasta skjákortið á verðbilinu 15-20 þúsund. http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... ATi_HD3850

8600GT er síðan skynsamleg kaup fyrir ca 10 þúsund fyrir þann sem spilar lítið af leikjum en vill geta tekið í þá af og til og fyrir þá skiptir ekki máli að geta spilað leiki í bestu upplausn sem skjárinn bíður uppá eða með allar stillingar stilltar í bestu gæðum.

Varðandi PS3
Fyrir mér er PS3 ódýrasti Blu-Ray spilari sem þú getur fengið. Allir umframkostir PS3 eru plús.

Sjálfur er ég með HTPC vél ekki ósvipaðri þessari hér að neðan, tengda við Philips 32" LCD sjónvarp, spila enga leiki á henni gæti það þó alveg með 7600GS kortinu. Slíkar vélar þurfa að vera mjög hljóðlátar, en leiðinlegt er að hafa suðandi tölvu í gangi inn í stofu.

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=11332

Hvað þú verður sáttur við getur enginn svarað nema þú sjálfur......




Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wixor » Sun 02. Des 2007 15:17

Ég bara verð að fá að segja eitt stórt VÁ! og um leið að segja takk kærlega!

Þetta er ótrúlegt fólk hérna. Yank og appel sem og fleiri hafa hjálpað mér mikið. Er þá ekki bara málið að kaupa sér 22" eða jafnvel 24" skjá og svo bara seinna að fjárfesta í PS3 og taka 30.000,- króna skjákort með vélinni. Þá verður þetta svona alvöru og maður getur spilað leiki svona af og til ...

Mig langar rosalega mikið að fá fleiri álit frá öðrum hérna, Yank hann jú var alveg stórkostlegur að svara mér, mig langar bara að fá að heyra frá öðrum, hvort maður á að fá sér 22" eða 24" skjá og þá borga 20.000,- kr meira fyrir þann skjáinn. (? hvað getur réttlæt það að henda 20 þús meira)

Ég var nefnilega að skoða þræðina hérna og það er vel látið af 24" skjánum. Enn heldur ekkert síður af 22" skjánum, væri gaman að vita hvort fólk hérna sé meira fyrir 22" skjái eða 24" skjáo og hvers vegna.

Sjálfsögðu geri ég mér alveg grein fyrir því að margir sem eiga kannski 22" væru alveg til í að fá sér 24" skjá, kannski spurning um peninga. Enn annars væri ég mjög þakklátur ef fólk gæti hjálpað mér að velja hvort að maður eigi að fá sér 22" skjá eða 24" skjá. (Samsung skjáinn.) Hmmm...

Enn og aftur takk kærlega fyrir hjálpina þetta er alveg frááábært!




Orri
Geek
Póstar: 897
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 89
Staða: Tengdur

Pósturaf Orri » Sun 02. Des 2007 17:24

Endilega fáðu þér PS3 fyrir leikina.

En hvað með að þú fáir þér 20" eða 24" iMac ? Ef þér finnst Leopard vera ljótt eða drasl eða eitthvað geturðu alltaf sett upp XP eða Vista á tölvuna. iMac er skjár og tölva ef þú vissir það ekki en hún er með Core 2 Duo örgjörva og ATI Radeon HD 2400 eða 2600, fer eftir týpu af iMac. Þetta gerir það að verkum að þú getur léttilega spilað C&C og fleiri leiki eins og t.d. Bioshock.

Endilega skoðaðu iMac eða hvaða Mac tölvu sem er, enda góðar og ekki of dýrar tölvur þar á ferð.

http://apple.is/vorur/verdlisti.pdf




Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wixor » Sun 02. Des 2007 17:27

Þakka þér fyrir innleggið. Enn ég bara hef engan áhuga á Mac. Takk samt.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Sun 02. Des 2007 18:14

Persónulega tæki ég Xbox360 þar sem að leikjaúrvalið er betra og mér þykir betri leikir á henni og þar að auki hef ég ekki ennþá séð leik í PS3 sem toppar Xbox360 í grafík.

Mér finnst allir þessir multiplatmform leikir looka betur á Xbox en Ps3 þar sem að sony kunna einfaldlega ekkert að nota aflið í vélinni og að leikjaframleiðendur eru oftar en ekki að framleiða leikina fyrir XBOX360 og svo er þeim PORTAÐ yfir í Ps3 og tapa þá e-ð gæðum á leiðinni. en þetta er bara mín skoðun .

Sambandi við skjáinn þá tæki ég klárlega 22" þar sem að mér finnst verðmunurinn ekki réttlætanlegur fyrir þessar 2". Og þú þarft þá mjööög gott skjákort.

"22 skjár og 8800GT eru klárlega alveg frábær kaup í dag og ég mæli HIKLAUST með Samsung skjánum á 36900. Ég er með þennan skjá og hann er alveg að reynast mér yndislega bæði í Leiki og videogláp sem og PHOTOSHOP vinnslu.

Þú verður aldrei svikinn af þessu settupi.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wixor » Sun 02. Des 2007 18:51

ÓmarSmith kærar þakkir fyrir góð ráð!

Þegar þú nefnir það er ég alveg sammála þér með Xbox360 VS PS3, Playstation3 "Launch-ið!" hjá Sony, klikkaði og það var bara ekki að virka!
Þannig XBox360 yrði fyrir valinu. Í sambandi við leiki fyrir PS3 og XBox360 þá er úrvalið miklu meira, alveg meiriháttar góður punktur hjá þér Ómar. Ég verð að játa að ég hafði ekki hugmynd um það, takk fyrir.

Ég er enn að hugsa með skjákaupin hvort ég eigi að taka 22" eða 24" held samt ég muni enda á því að taka 22", vegna þess þú, yank o.f.l. einfaldlega mæla með því, betri kaup og ekki slæmt að spara 20.000,- krónurnar.

Enn væri samt sem áður skemmtilegt að vita hvað fólki finnst? 22" vs 24"?

Kærar þakkir!



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf audiophile » Sun 02. Des 2007 19:49

Mín skoðun er að allt yfir 22" er bara orðið svo stórt að þú þarft virkilega öflugt skjákort til að keyra leiki í "native" upplausn skjássins.

Sjálfur á ég 20" Samsung skjá sem er ekki Widescreen og hefur því upplausn 1600x1200 sem er ekki ósvipað 1680x1050 sem er staðall widescreen skjáa. Í þeirri upplausn með 8800GTS kort keyri ég leiki súperflott með allt á hæsta en ég get alveg lofað því að kortið mitt fer að hiksta ef ég fer í hærri upplausn með sömu stillingum.

Ég vil frekar hafa öll möguleg gæði í leikjum en hærri upplausn.

Svo væri bara bjánalegt ef skjárinn minn væri stærri en sjónvarpið mitt....hehe.

Í stuttu máli, 8800GT og 22" er flottur pakki í langan tíma.


Have spacesuit. Will travel.


Höfundur
wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wixor » Sun 02. Des 2007 23:23

audiophile kærar þakkir fyrir þetta ég held ég sé kominn á þá skoðun að fá mér 22" Samsung einfaldlega vegna þess ég sá 24" áðan hjá vini mínum og mér fannst hann einhvernveginn alltof stór enn þó ekki stærri enn sjónvarpið
mitt. Þannig "22 verður örugglega málið og tek með þessu bara 30 þús skják.
Held það sé bara málið...