Vesen með gamalt Aztech hljóðkort [LEYST!]
Sent: Mán 26. Nóv 2007 20:14
Ég er að setja saman eina gamla tölvu með íhlutum úr mörgum öðrum vélum og þegar kom að hljóðkortinu þá lenti ég í smá veseni
Málið er að ég er með 3 hljóðkort, öll Aztech kort, og ég ákvað að byrja að finna rekla fyrir þau og líka kannski athuga í leiðinni hvert þeirra væri best. Ég var ekki lengi að finna þessa síðu sem ætti að hafa rekla fyrir öll kortin og það kort sem ég ákvað að nota heitir Aztech SC 128-3D og það var frekar auðvelt að finna reklana fyrir það á þessari síðu sem eiga víst að virka í Windows 9x en Windows 98 neitar samt að leyfa mér að nota reklana og segir mér bara að þeir innihaldi engar upplýsingar um þetta kort sem er bara fáránlegt
Einhver sem veit hvað ég get gert?
Edit: ég er búinn að leysa þetta vandamál
reklaskrárnar höfðu víst ekki alveg unzippast rétt
Er með ZipGenius og það er ekki alveg að standa sig. Notaði dos útgáfu af rar og þá var þetta ekkert mál 
Einhver sem veit hvað ég get gert?
Edit: ég er búinn að leysa þetta vandamál