Síða 1 af 1

Hugmynd að uppfærslu fyrir vin minn

Sent: Mán 26. Nóv 2007 16:46
af wixor
Þannig er að vinur minn ætlar að fá sér uppfærslu/nýja tölvu og mig langaði að spyrja ykkur fyrst aðeins um eftirfarandi hugmynd að tölvu. Einfaldlega vegna þess þessi síða er snilld og fólkið sem er hérna er svo
glaðlegt og alltaf tilbúið að rétta fram sína hjálparhönd þegar þess þarf.

Hann var að hugsa sér eftirfarandi tölvu.
(lyklaborð, kassi og mús fylgir að sjálfsögðu með þessu tilboði.)

Móðurborð: IX38 QUAD.
Örgjörvinn: E6850.
Tvírása DDR2, 800. (2GB)
Sata2: 2x 500 GB Seagate.
Geisladrif: SONY DVD skrifari 20x8, DVD-RW.
Skjár: AG Neovo skjár. "22 (E-W22)
Skjákortið: NV8600GT.
Straumbreytir: 480W.

Hann spilar lítið sem enga leiki enn langar kannski stundum til þess.
Ef ekki NV8600GT kortið. Hvaða kort gæti komið í staðinn og hvers vegna?
Og lýst ykkur vel á þessa uppfærslu (nýju tölvu) sem honum langar í?

Ef þið hafið hugmynd að betri tölvu má alveg taka það fram í leiðinni.

Sent: Mán 26. Nóv 2007 18:04
af Yank
Þetta er svo "elskulega" sett upp þannig ég stenst ekki mátið við að reyna að hjálpa. :)

Vantar meiri upplýsingar!

Það er augljóst að setja á saman nokkuð dýra vél. Þ.e. X38 móðurborð eru dýr og sömuleiðis E6850.
- Hvað má vélin kosta?
- í hvað er hún helst notuð?
- Hvaða kröfur eru gerðar þegar spila á leiki? Í bestu gæðum, allra nýjstu leiki, á að halda möguleikanum opunum að hægt sé að spila nýrri leiki næsta árið í bestu gæðum eða bara þolanlegum?
-Hvaða hlutir verða tengdir við vélina, mörg USB, eSATA diskar, osfv.
-Skjár? Val á honum fer mest eftir því hvernig myndvinnslu vélin er notuð í, photoshop, DVD kvikmynd gláp, HD-DVD eða Blu-Ray osfv.

Edit. Er þetta frá Hugver ?

Sent: Mán 26. Nóv 2007 22:05
af wixor
Sæll Meistari og takk kærlega fyrir hjálpina!

- Það er öllum frjálst að koma með athugasemdir.

Hér er kominn önnur hugmynd.

1 x Core 2 Quad Q6600 (G0 stepping)
1 x GeIL 2GB Value PC2-6400 DC
1 x Inno3D GeForce 8600GT-X
2 x Samsung Spinpoint 500GB SATA2
1 x Lite-On 18X DL DVD-skrifari Retail
1 x Gigabyte GA-P35C-DS3R
1 x Dynamic V1 450W 120mm vifta

Hin vélin var frá Hugver, var að hugsa um AG Neovo skjá 22" hann er á 44.900,- minnir mig. Hún verður notuð sem heimilistölva og vinnutölva enn verður ekkert notuð við 3D grafík og heldur ekki neitt þungt í vinnslu. Það þarf að vera hægt að taka í leik annað slagið, verður þó notuð lítið í leiki. Enn verður þó að vera hægt að spila leiki annað slagið til skemmtunar.
Hvor tölvan er betri og hvers vegna? Er einhvernveginn meira farinn að hallast að þessari uppfærslu sem ég er að koma með hér að ofanverðu.

Sent: Mán 26. Nóv 2007 23:06
af Yank
M.v. þær takmörkuðu upplýsingar sem þú gefur þá eru báðar vélar algjört overkill. Þ.e. þær eru feikilega nægjanlega öflugar í það sem þær verða notaðar.

Skjákortið er þó frekar slappt í allra nýjustu leiki, en skiptir kannski ekki máli í þessu tilfelli. Kort sem eru töluvert öflugri þannig að taki að eltast við það kosta tæplega helmingi meira.

Ég tæki neðri vélina vegna þess að hún yrði keypt í verslun sem ég hef aldrei heyrt neitt slæmt um.

Sent: Þri 27. Nóv 2007 00:42
af hsm
Ef þú ætlar að taka vélina í Hugver þá vona ég bara að þið verðið ógeðslega "afsaka orðbragðið" heppnir,
og hún bili ALDREI nema þú sést tilbúinn að lenda í þrasi eða sem verra er,
borga þegjandi og hljóðlaust eins og alvöru kúguðum Íslendingi sæmir :8)

Sent: Þri 27. Nóv 2007 11:07
af wixor
Yank,

Hvaða skjákorti myndirðu frekar mæla með?

hsm,

Takk fyrir ábendinguna.

Yank og hsm,

Það eru misjafnar skoðanir á öllu, hef heyrt slæma hluti um báða staðina, reyndar verð ég þó að segja að ég vill frekar treysta kísildalmönnum. Enn hsm varðandi þjónustustig á Íslandi það er í molum, ætla samt ekki að fara dæma Hugver, hef keypt tölvu hjá þeim og hún var alveg í góðu lagi annars ÞRAS og LEIÐINDI, eru alltaf leiðinleg, gæti ekki verið meira sammála þér.

Sent: Þri 27. Nóv 2007 11:17
af ManiO
8800 GT eða 8800 GTS 640 MB eru góðir kostir.

Sent: Þri 27. Nóv 2007 12:42
af hsm
Ég veit að við sem kúnnar erum líklega oft erfiðir og viljum fá allt fyrir ekkert.
En það breytir því ekki að þjónustan er mjög misjöfn hér á klakanum.
mín persónulega skoðun og reynsla er þessi.

1. Tölvutækni (hef mjög góða reynslu af þeim, góð þjónusta og hef einnig lent í því að skila biluðum hlut.)

2. Kísildalur (hef ekki neina reynslu af þeim en af umtali hér á vaktini þá fær hún gott umtal.)

3. Tölvuvirkni (hef persónulega reynslu af þeim og hef ég alltaf verið ánægður.) reyndar ekki verslað við þá í um 1.ár

Þær búðir sem ég mundi ekki versla við er Hugver og computer.is en aðrir geta haft aðra skoðun á því.

Það fyndnasta sem ég hef lent í var að ég pantaði skjákort hjá computer.is og þegar það kom þá fékk ég annað kort en ég hafði pantað. Það var reyndar eins kort (sama kubbasett) og ég pantaði en annar framleiðandi og svo var það viftulaust en það sem ég pantaði var með viftu.
Þegar ég kom til þeirra og vildi skipta, þá var hitt kortið ekki til svo að ég vildi þá bara fá peningin til baka þá var það bara ekki hægt :?: því að þetta var komið inní kerfið en ég gat fengið að skipta því ef ég vildi í eitthvað annað :D
Ég skildi ekki hvernig það var mitt vandarmál, en ég var örugglega þarna inni í 30-40min að reyna að sannfæra þá um að þetta væru þeirra mistök og það tókst á endanum og ég fékk peninginn til baka.
En hvernig má það vera að það sé hægt að gera eitthvað sem þeir voru nýbúnir að segja að væri ekki hægt ?????
Þetta segir mér meira en ég kæri mig um að vita um þá verslun.

Sent: Mið 28. Nóv 2007 15:23
af wixor
Kærar þakkir fyrir hjálpina!

Þjónustan hjá mörgum fyrirtækjum á Íslandi er til háborinnar skammar.
Þetta á einnig við um stóru fyrirtækin.

Þú nefndir tölvutækni. Ég fór þangað um daginn og fékk mjög góða þjónustu!

Kísildalsmenn. Ég veit um viðskiptavin sem var ekki nógu ánægður með þá. Hinsvegar ætla ég mér að versla tölvuna mína hjá þeim í nánustu framtíð ef ekki hjá þeim þá hjá Tölvutækni. Þeir eru með mjög góða þjónustu, alveg til fyrirmyndar.

Hugver, hef heyrt að þeir séu dýrir og mörgum bara líkar ekki við þá.

Ég verð að vera sammála þér með computer.is ég versla ekki aftur við þá!

Enn takk kærlega fyrir hjálpina, vaktin.is rúlar! - það er ekkert flóknara.

Sent: Mið 28. Nóv 2007 17:42
af Pandemic
Mæli líka með Tölvutek, alveg frábærir

Sent: Mið 28. Nóv 2007 23:04
af wixor
Hvernig lýst ykkur á eftirfarandi uppfærslu hjá mér:
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?p=158281#158281

Ég vildi ekki vera tvípósta sömu upplýsingarnar, fannst appel vera svo hjálpsamur, reyndar yank, hsm o.f.l. hérna sem er sjálfsögðu fráábært!