Síða 1 af 1
Buggy minni?
Sent: Sun 18. Nóv 2007 20:28
af appel
Keyrði memtest86+ því ég hef verið að fá fullt af mismunandi bláskjám, og þetta var niðurstaðan:
Er með Corsair TWIN2X2048-6400C4 (2x1gig =2gig minni)
Sent: Sun 18. Nóv 2007 21:23
af GuðjónR
Þú ert með tvo kubba...prófaðu að keyra einn í einu...
Þá sérðu hvor þeirra er gallaður, þ.e. ef annar hvor þeirra er það.
Ef báðir eru í lagi (prófaðir í sitthvoru lagi) prófaðu þá annan þeirra í mismunandi slots.
Verður að finna út hvort þeir séu gallaðir eða móbóið sé gallað...
Ogg...voru þeir "paraðir" ? Stundum virkar bara ekki 2 gallalausir kubbar saman, en virka svo með einhverjum öðrum.
Þú verður að nota útilokunaraðferðina.
Sent: Sun 18. Nóv 2007 21:37
af appel
Ég fékk svar á MSI foruminu, þeir sögðu mér að breyta mem voltage úr manual og í 2.1. Gerði það og held að þetta sé betra, get a.m.k. installerað forritum sem ég gat ekki áður. Keyri memtest á eftir
takk.
Sent: Sun 18. Nóv 2007 21:46
af GuðjónR
Rosalega er þetta memtest86 slow...myndin þín sýnir 19% á 2klst og 15 mín...
Ég ætla að prófa að láta tölvuna mína keyra þetta í nótt...
Sent: Sun 18. Nóv 2007 22:24
af appel
GuðjónR skrifaði:Rosalega er þetta memtest86 slow...myndin þín sýnir 19% á 2klst og 15 mín...
Ég ætla að prófa að láta tölvuna mína keyra þetta í nótt...
Hún var reyndar búin að fara yfir 100% ... lét hana keyra í 2 tíma og var í burtu á meðan, þannig að ég veit ekki hversu oft hún fór yfir 100%.
Sent: Sun 18. Nóv 2007 23:27
af Yank
appel skrifaði:GuðjónR skrifaði:Rosalega er þetta memtest86 slow...myndin þín sýnir 19% á 2klst og 15 mín...
Ég ætla að prófa að láta tölvuna mína keyra þetta í nótt...
Hún var reyndar búin að fara yfir 100% ... lét hana keyra í 2 tíma og var í burtu á meðan, þannig að ég veit ekki hversu oft hún fór yfir 100%.
Man ekki betur en það standi þarna pass 6. Þannig búið að fara x6 í gegnum þetta.
Sent: Mán 19. Nóv 2007 00:24
af appel
Ok, ég breytti memory voltage í 2.1 og það virðist svínvirka. Kerfið ekki krassað so far, og allt virðist MJÖG stabílt!!!

awesome!!!!!!
Sent: Mán 19. Nóv 2007 01:52
af GuðjónR
Jæja, loksins!! Til hamingju
