Síða 1 af 1

Nýr skjár

Sent: Fös 16. Nóv 2007 10:25
af Andriante
Ég er að pæla í að kaupa mér nýjan skjá.

Mig langar í skjá sem er helst 30 tommur og er hægt að tengja xbox við etc, hann þarf líka að vera nýr. Vil ekkert eldgamall rusl frá 2005 r sum á fullu verði ^^

Vitiði hvar er hægt að fá svoleiðis skjái?

Sent: Fös 16. Nóv 2007 11:19
af ManiO
Dell 30" Eitthvað að netverslun EJS í augnablikinu, en mig minnir að hann kosti um 160-180 þús. kr. En þú veist að hann er með 2560x1600 sem native upplausn, gæti ollið því að 720p og 1080p merki verði ekki jafn flott og þau eiga að vera. Svo er hann ekki með HDMI tengi, en hann er með DVI tengi sem styður HDCP þannig að þú myndir þurfa HDMI splitter snúru, er til frá MS ef ég man rétt. Hef séð svona skjá og hann er nokkuð nettur og er sjálfur með 24" skjáinn frá Dell og hef ekkert um hann að kvarta. Standurinn á skjánum er snilld, hægt að stilla hæð, halla og svo snúa skjánum ef þess þarf .

Svo er að sjálfsögðu Apple 30" skjárinn, en hann er ekki víst ekki jafn góður og Dell skjárinn (skv. reviews sem ég las fyrir nokkru, man þar af leiðandi ekki eftir linknum) og er dýrari og með færri tengimöguleikum.

Eru eflaust til aðrir 30" skjáir en veit ekki um neina sjálfur.

Til er 28" Viewsonic skjár hjá Kísildal, http://kisildalur.is/?p=2&id=520 , veit ekkert um þennan og get því hvorki mælt með né á móti honum, en hann er þó með HDMI tengi, en mig grunar að það sé bara eitt og ekkert DVI tengi er á honum svo þá gætiru þurft annað hvort splitter unit (dýrt og ljótt og oft lélegt signal úr þeim) eða skipt sjálfur. Talaðu bara við Kísildalsmenn sjálfur, þeir geta frætt þig um þennan grip betur.

Dettur ekkert annað í hug, vona að þetta hjálpi eitthvað.

Sent: Fös 16. Nóv 2007 13:47
af ÓmarSmith
Fáðu þér þá bara frekar 32" LCD Sjónvarp.

Ef þú ert í Xbox pælingum ertu alltaf í betri málum þar sem þau styðja betur 720P og í leiðinni þá scale-a þau tölvu upplausn líka frábærlega.

Er sjálfur að nota stundum 42" LCD Philips tækið mitt sem Skjá við tölvuna og það er bara magnað í alla staði.