Síða 1 af 1

Hvar finn ég gamla túbuskjái(CRT) LEYST!!

Sent: Þri 13. Nóv 2007 22:12
af einsiol
ATH:!!! Öllum skjám hefur verið reddað, ég þakka hjálpina :D

-----------------------------------------------------------------------------------
Ég er að leita af gömlum túbuskjám (CRT skjám), alla hvíta, til að nota við leiksett fyrir stuttmynd. Ég þarf um 30 skjái, og er nú þegar komin með 11 skjái.

Það er stórkostlega erfitt að fá þá hjá tölvufyrirtækjunum því þeir annað hvort eru löngu búnir að henda þeim, eða að þeir hentu þeim eftir að hafa lofað mér þeim.

Ég er ekki að leitast eftir að kaupa skjáanna, heldur að fá þá lánaða. Ef fólk við losna við þá og þeir virka verða þeir gefnir til Góða Hirðisins, sem selur þá fyrir Rauða Krossinn.

ég á mjög erfitt með að sækja staka skjái til einstaklinga því það tekur svo mikinn tíma af höndum mínum og ef fólk er ekki reiðubúið að koma með þá til okkar þá er best að finna einhverja sem eru með fleiri en 5 á staðnum. Tökur byrja mjög fljótt og tíminn er dýrmætur.

------------------------------------------------------------------------------

ATH:!!! Öllum skjám hefur verið reddað, ég þakka hjálpina :D

Sent: Þri 13. Nóv 2007 22:52
af elv
Nokkuð kröfuharður :roll:

Sent: Mið 14. Nóv 2007 10:44
af ErectuZ
Held að ég eigi einn gamlan hvítan, getur fengið hann lánaðan mín vegna :)

Sent: Mið 14. Nóv 2007 11:07
af GuðjónR
ErectuZ skrifaði:Held að ég eigi einn gamlan hvítan, getur fengið hann lánaðan mín vegna :)

:arrow: Vildirðu vera svo vænn að skutla honum til Hveragerðis?

Sent: Mið 14. Nóv 2007 11:54
af ErectuZ
GuðjónR skrifaði:
ErectuZ skrifaði:Held að ég eigi einn gamlan hvítan, getur fengið hann lánaðan mín vegna :)

:arrow: Vildirðu vera svo vænn að skutla honum til Hveragerðis?


:shock:

Er alveg til í það ef þið borgið bensín :lol:

Sent: Fim 15. Nóv 2007 14:01
af Amything
Er með 5 stk, er í miðbænum, þyrftir að sækja þá. Sendi þér símann í einkapósti.

Sent: Fim 15. Nóv 2007 14:03
af Selurinn
Þú verður bara að fara á LAN einhverstaðar og stela nokkrum stykkjum :)

Sent: Fim 15. Nóv 2007 14:31
af ÓmarSmith
Jesús ... Hættu að koma með fáránleg komment sem eiga engan veginn heima á svona þræði.

Sent: Fim 15. Nóv 2007 16:59
af Selurinn
Enginn vafi að þér líki yður illa við mér.....

My hands are not tied......I am unleashed

Sent: Fim 15. Nóv 2007 18:02
af Viktor
Sammála Elv... ekki sé ég hag minn í því að gefa einhverjum ókunnugum skjá + að skutla honum til hans. Fáránlegt að mínu mati.

Allt fyrir ekkert.

Sent: Fim 15. Nóv 2007 19:18
af Gets
Það eru 8 stykki 17” túbuskjáir í góða hirðinum í dag stykkið kostar 300 kr já þrjú hundruð krónur sem gerir 2.400 kr fyrir pakkann.

Þetta er kannski alveg óheyrilegur kostnaður fyrir fólk sem vill fá allt fyrir ekkert, og já það þarf að sækja þá sjálfur, þeir eru ekki með heimsendingarþjónustu.