Síða 1 af 1

PCI-E 1.0a móðurborð og PCI-E 2.0 skjákort (8800GT)

Sent: Þri 13. Nóv 2007 04:21
af appel
Fyrir þá sem eru að hugsa um að kaupa nýjustu 8800GT kortin þá hef ég tekið eftir að mörg þeirra eru PCI-E 2.0 (compatible).

Ég vildi aðeins skoða hvað þetta þýðir, þar sem ég er að fara kaupa mér móðurborð og vildi ganga úr skugga um að 8800GT kortið sem ég ætla að kaupa virki með móðurborðinu.

Þá kom í ljós að móðurborðið sem ég hafði valið, P35 móðurborð og er mjög nýlegt, er aðeins með PCI-E 1.0a!

Þannig að ég vildi vita hvort PCI-E 2.0 skjákortið virkaði í PCI-E 1.0a rauf, en svo er ekki! :shock:

PCI-E 2.0 kort eru einungis backwards compatible með PCI-E 1.1 raufum (og uppúr)!



Þetta er a.m.k. það sem ég hef lesið. Það er möguleiki að þetta séu rangar upplýsingar, og 2.0 sé backwards compatible með 1.0a. En ég myndi vilja fá skoðanir ykkar á þessu.

Sent: Þri 13. Nóv 2007 10:53
af TechHead
PCI-E 2.0 skjákort gengur i allar Gerðir af 8x og 16x PCI-E rásir.

Semsé PCI-E 2.0 kort gengur í PCI-E 1.0, 1.1 og 2.0.

Sent: Þri 13. Nóv 2007 10:54
af appel
Þú segir 1.0, hver er munurinn á 1.0 og 1.0a?

Sent: Þri 13. Nóv 2007 11:03
af appel
http://support.asus.com/faq/faq.aspx?no=DE05A01F-3A3B-A859-177B-6A668A2D6982&SLanguage=en-us

The PCIEX16_1 slot has been designed based on PCI express 1.1 specification, while PCIEX16_2 slots adopts PCI express 1.0/1.0a specification.
As PCI express 1.0/1.0a standard is not compatible with PCI express 2.0 specification, installing PCI express 2.0 cards onto PCIEX16_2 slot will result in system fail to detect expension cards installed on both PCIEX16_1 and PCIEX16_2 slot.

Note: The above limitation does not apply when installing PCI express 2.0 cards onto PCIEX16_1 slot, as PCI express 2.0 is backward compatible with PCI express 1.1 standard.

Sent: Þri 13. Nóv 2007 11:16
af Gúrú
Hmm? Ég er að fara að kaupa Intel leikjaturninn hjá Kísildal, þar sem að þeir nota Gigabyte GA-P35-DS3 móbo, og í þeirri tölvu er akkúrat 8800 GT 512mb, svo að það móðurborð ætti allavega að virka með kortinu, svo er netið eitthvað að baila svo að ég get ekki fundið út hvort þetta móðurborð er 1,1 1,0 eða 2,0.

Varla lemja þeir þetta ofan í?

Sent: Þri 13. Nóv 2007 11:31
af appel
Gúrú skrifaði:Hmm? Ég er að fara að kaupa Intel leikjaturninn hjá Kísildal, þar sem að þeir nota Gigabyte GA-P35-DS3 móbo, og í þeirri tölvu er akkúrat 8800 GT 512mb, svo að það móðurborð ætti allavega að virka með kortinu, svo er netið eitthvað að baila svo að ég get ekki fundið út hvort þetta móðurborð er 1,1 1,0 eða 2,0.

Varla lemja þeir þetta ofan í?


Er búinn að vera googla sama kort, og er ekkert að finna upplýsingar um pci-e versionið.

8800GT kortin eru reyndar bæði pci-e 2.0 og pci-e 1.x, bara veltur á framleiðanda. XFX og evga virðast bara vera með fyrir pci-e 2.0.

edit:
Gæjinn í tölvutækni sagði mér að 8800GT (pci2.0) virkaði í GA-P35-DS3R móbóin.

Sent: Þri 13. Nóv 2007 12:09
af Yank
Er ekki bara X38 kubbasettið sem styður PCI Express 2.0 s.s. 16GB bandvídd eins og er.

2.0 er sama rauf og eldir PCI Express, þetta er bara spurning um bandvídd.

Sent: Þri 13. Nóv 2007 12:12
af appel
Yank skrifaði:Er ekki bara X38 kubbasettið sem styður PCI Express 2.0 s.s. 16GB bandvídd eins og er.


Það er backwards compatibility nefnilega, en mér sýnist hún ekki vera alveg 100%, þ.e. 1.0a ekki stutt heldur 1.1! (veit ekki hver munurinn er á 1.0a og 1.0, og svo 1.1)

Sent: Þri 13. Nóv 2007 13:30
af Selurinn
Arg, ég hélt það kæmi smá pása eftir að AGP dó út, en NEI!

Núna fara PCI-E raufarnar eitthvað að conflictast NOOOOOOOO!

Sent: Þri 13. Nóv 2007 13:31
af Halli25
Selurinn skrifaði:Arg, ég hélt það kæmi smá pása eftir að AGP dó út, en NEI!

Núna fara PCI-E raufarnar eitthvað að conflictast NOOOOOOOO!

var líka svona conflict með AGP raufanar í den

Sent: Þri 13. Nóv 2007 15:37
af appel
Miðað við það sem ég hef lesið þá geturu steikt nýja flotta 8800GT kortið þitt ef þú stingur því í PCI-E 1.0a rauf!

Hvur fja...

Ég er farinn í vélbúnaðarmótmælasvelti, þetta er meira ruglið á þessum vélbúnaðarframleiðendum.


Hvað þýðir þetta "a" í 1.0a eiginlega? Alpha?

Sent: Þri 13. Nóv 2007 16:05
af TechHead
appel skrifaði:Miðað við það sem ég hef lesið þá geturu steikt nýja flotta 8800GT kortið þitt ef þú stingur því í PCI-E 1.0a rauf!

Hvur fja...

Ég er farinn í vélbúnaðarmótmælasvelti, þetta er meira ruglið á þessum vélbúnaðarframleiðendum.


Hvað þýðir þetta "a" í 1.0a eiginlega? Alpha?


Vinsamlegast sendu mér link þar sem þú last að það gæti gerst :!:

Með þökk

Sent: Þri 13. Nóv 2007 17:45
af appel
Virðist vera mjög lítið af upplýsingum til, hérna er forum hjá evga:

http://www.evga.com/forums/tm.asp?m=158518

Svo þetta:
The cards draw power (from the slot). Tell me, does your mobo support an 8-pin plug in or a 4-pin plugin (power plugin that is)?

If it's 4-pin and your PCI-E 1.0a, then chances are it's not gonna work.

Sent: Þri 13. Nóv 2007 18:28
af appel

Sent: Þri 13. Nóv 2007 18:29
af Selurinn
Finn hvergi en hvernig rauf er á P35 DS4

Er ekki pottþétt 1.1?

Sent: Þri 13. Nóv 2007 18:51
af appel
Ég er orðinn gráhærður og fúll af þessu, búinn að eyða klukkustundum í að reyna finna útúr þessu!

Það eru mjög misvísandi upplýsingar á netinu um þetta, sumir segja að PCI-Express er backwards and forwards compatible, allt niður í 1.0(a) og upp í 2.0 (og lengra).

Svo les maður aðra grein þar sem kemur fram að PCI-E 2.0 kort séu ekki backwards compatible niður í 1.0a, en séu það niður í 1.1!

Svo er maður að lesa að SUM 1.0a móðurborð virki með 8800GT PCI-E 2.0 kortunum!!

:shock: :evil: :x

Sent: Þri 13. Nóv 2007 19:03
af Selurinn
Vá þetta verður mjööög fúlt fyrir marga.

Margir búnir að kaupa PCI-E móðurborð og gera þá ráð fyrir að seinna meir að fara í öflugri skjákort eins og 9800 en svo kemur í ljós að þeir séu með of gamalt PCI-E interface.

Góðn Daginn.....

Sent: Mið 14. Nóv 2007 16:47
af Yank
appel skrifaði:Ég er orðinn gráhærður og fúll af þessu, búinn að eyða klukkustundum í að reyna finna útúr þessu!

Það eru mjög misvísandi upplýsingar á netinu um þetta, sumir segja að PCI-Express er backwards and forwards compatible, allt niður í 1.0(a) og upp í 2.0 (og lengra).

Svo les maður aðra grein þar sem kemur fram að PCI-E 2.0 kort séu ekki backwards compatible niður í 1.0a, en séu það niður í 1.1!

Svo er maður að lesa að SUM 1.0a móðurborð virki með 8800GT PCI-E 2.0 kortunum!!

:shock: :evil: :x


Held að þú sért að hafa aðeins og miklar áhyggjur af þessu en þeir sem eru að lenda í vandræðum, eftir því sem ég hef séð, eru yfirleitt með "gömul" PCI Express móðurborð, jafnvel Nforce4. Öll borð síðan 965 kom á markað eiga að vera með PCI Express 1.1

En samt sem áður eru ekki öll kurl kominn til grafar enn, enda 8800GT ekkert nema pappírs markaðsetning en sem komið er. Þessi kort virðast illfáanleg eins og er.