Síða 1 af 1

P31 vs. P35, og dual-channel minni!

Sent: Sun 11. Nóv 2007 17:46
af appel
HæHæ

Ég er að kaupa mér vél, og ætla að setja DDR2 800mhz minni í hana. Var búinn að finna 2gíg paired minni, og hefði haldið að það væri bara nóg að setja í slott 1 og 2.

En svo las ég í lýsingu á P31 móðurborði:

Attention:
P31 Neo supports dual channel memory technology. When using dual channel memory, the bandwidth of memory bus will be doubled.
P31 Neo has 4 DIMM memory slots. Each dual channel needs 2 slots.
They are:
Channel 0: DDRII 1, DDRII 2 (DIMM1and DIMM2)
Channel 1: DDRII 3, DDRII 4 (DIMM3 and DIMM4)
Due to the limitation of chipsets, if you want to activate dual channel technology, the following installation notes are necessary when installing memory modules.
1. It cannot be activated if you only install 1 or 3 memory modules.
2. If 2 or 4 memory modules are installed, we suggest that you use the same memory modules (it means same size, brand, and speed).
Please refer to the table 1 to activate dual channel memory technology.


"It cannot be activated if you only install 1 or 3 memory modules"
Ok, þetta skil ég, en:

"If 2 or 4 memory modules are installed"
Þýðir þetta að ég get í raun tekið tvo minniskubba og sett í slot 2 og 4, og það nýtir sér dual-channel?


Er þetta eins í P35 móðurborðunum?

Re: P31 vs. P35, og dual-channel minni!

Sent: Sun 11. Nóv 2007 18:01
af zedro
appel skrifaði:"If 2 or 4 memory modules are installed"

Þýðing: Ef tvær eða fjórar minniseiningar eru settar upp

Edit:

Þú ert greinilega ekki að skilja.
Þú getur ekki notað dual channel ef þú ert með 1 eða 3 minniseiningar verður að vera með 2 eða 4 minniseiningar til að nýta dual channel möguleikann.

Ef þú ert með 2 einingar geturu notað slot 1og2 eða slot 3og4
en þú getur ekki notað 1og3 og 2og4 you get my drift :wink:

Sent: Sun 11. Nóv 2007 18:08
af GuðjónR
Dual channel virkar alltaf í pörum, ef þú setur 2 eins kubba í tölvuna þá ertu með Dual channel.
Ef þú síðan kaupir 2 til viðbótar og ert með fjóra þá ertu ennþá með dual channel.
En ef þú kaupir einn til viðbótar, samtals 3 þá taparðu dual channel virkninni.

Sent: Sun 11. Nóv 2007 19:55
af appel
Það segir í lýsingunni

Channel 0: DDRII 1, DDRII 2 (DIMM1and DIMM2)
Channel 1: DDRII 3, DDRII 4 (DIMM3 and DIMM4)


Það sem ruglar mig í þessu er Channel 0 og Channel 1, og "dual-channel". Ég hefði haldið að "dual" þýddi í raun "báðir tveir", og til að nýta "dual-channel" þyrfti ég að vera með kubba í báðum channelum!

Ég skil þetta með að vera með 2 eða 4 kubba, og samstæða. Ég er bara að velta fyrir í hvaða dimm-slottum þeir þurfa að vera í.

Ef tveir, báðir í channel 0 eða þarf að setja annan í channel 0 og hinn í channel 1?
Semsagt, ef ég er með 1 gíg kubb í DIMM1 og annan 1 gíg kubb í DIMM2 (semsagt á Channel 0), þá er ég að nota dual-channel?

:)

Sent: Sun 11. Nóv 2007 22:34
af zedro
Channel 0: DDRII 1, DDRII 2 (DIMM1and DIMM2)
Channel 1: DDRII 3, DDRII 4 (DIMM3 and DIMM4)

Okey ætla reyna útskíra þú hefur möguleika á að vera með 2xdual-channel,
eða 2x channel (rásir) sem bjóða uppá samvinnu minniseininganna.

Þannig að Channel 0 (fyrsta rásin): minnisrauf 1 og minnisrauf 2
og Channel 1 (önnur rásin):minnisrauf 3 og minnisrauf 4

Sent: Sun 11. Nóv 2007 23:37
af appel
Ok,

Þannig að þetta ætti að vera:

Dual-Channel 1: DIMM1 and DIMM2
Dual-Channel 2: DIMM3 and DIMM4

En ekki: Channel1+Channel2 = Dual-Channel

:) Got it!

Sent: Sun 11. Nóv 2007 23:58
af GuðjónR
appel skrifaði:Ok,

Þannig að þetta ætti að vera:

Dual-Channel 1: DIMM1 and DIMM2
Dual-Channel 2: DIMM3 and DIMM4

En ekki: Channel1+Channel2 = Dual-Channel

:) Got it!

Þetta er þá í raun Quad-Channel....ehrmm

Sent: Mán 12. Nóv 2007 10:21
af ÓmarSmith
Nei Dual ;)

Minnið er ekki quad ..hehe

Sent: Mán 12. Nóv 2007 15:17
af gnarr
Zedro skrifaði:
Channel 0: DDRII 1, DDRII 2 (DIMM1and DIMM2)
Channel 1: DDRII 3, DDRII 4 (DIMM3 and DIMM4)

Okey ætla reyna útskíra þú hefur möguleika á að vera með 2xdual-channel,
eða 2x channel (rásir) sem bjóða uppá samvinnu minniseininganna.

Þannig að Channel 0 (fyrsta rásin): minnisrauf 1 og minnisrauf 2
og Channel 1 (önnur rásin):minnisrauf 3 og minnisrauf 4



Þetta er kolvitlaust hjá þér og rétt eins og appel skildi þetta. Til að nota "Dual Channel", þá á maður að nota 2 rásir

Raufar 1 og 2 eru fyrir rás 1 og raufar 3 og 4 fyrir rás 2.

Þannig að til að nota 2 rásir í einu, eða "Dual Channel", þá seturu minnin í rauf 1 og 3 eða 2 og 4.

alveg eins og apple sagði Channel1+Channel2 = Dual Channel.

Ef þú myndir svo setja kubba í allar raufar, þá ertu enþá bara að nota sömu 2 rásir semsagt rauf 1 og 2 í rás 1 og raufar 3 og 4 í rás 2.

Sent: Mán 12. Nóv 2007 15:23
af GuðjónR
ÓmarSmith skrifaði:Nei Dual ;)

Minnið er ekki quad ..hehe

:arrow: :arrow: :arrow: :arrow: ég veit :roll: :roll: :roll: :roll:

Sent: Mán 12. Nóv 2007 15:46
af ÓmarSmith
:arrow: :arrow: :arrow: :arrow: OK :!: :!: :!: :!:



:8)

Sent: Mán 12. Nóv 2007 16:20
af zedro
My bad :oops:

Sent: Mán 12. Nóv 2007 18:27
af appel
gnarr skrifaði:Þannig að til að nota 2 rásir í einu, eða "Dual Channel", þá seturu minnin í rauf 1 og 3 eða 2 og 4.


Ha? :) Nú ertu búinn að segja algjörlega andstæðuna við það sem ég hélt.

Á wikipedia segir:
"In order to achieve this (dual channel), two or more DDR/DDR2 SDRAM memory modules must be installed into matching banks, which are usually color coded on the motherboard. "
^ skil þetta ekki alveg 100%!

Þannig að ég googleraði smá, og fann þessa síðu:
http://www.devhardware.com/c/a/Memory/Dual-Channel/1/


These are in dual channel mode:
Mynd


These are not in dual channel mode.
Mynd


:roll:

Sent: Mán 12. Nóv 2007 20:32
af Xyron
þessar myndir eru réttar..

þar að segja fyrsta myndin sýnir dual channel, minnin eru í rás 1 og 3

á seinni myndini eru minnin í rásum 1 og 2, sem er ekki dual channel

Sent: Mán 12. Nóv 2007 20:46
af Revenant
Fara bara eftir litnum (það er mismunandi eftir framleiðundum hvort það á að setja í rauf 1 og 3 eða 1 og 2).

Sent: Mán 12. Nóv 2007 21:13
af appel
Revenant skrifaði:Fara bara eftir litnum (það er mismunandi eftir framleiðundum hvort það á að setja í rauf 1 og 3 eða 1 og 2).


Já, ég er farinn að skilja þetta núna :)

Sent: Þri 13. Nóv 2007 04:11
af gnarr
Að sýna dual channel sem einhverja ákveðna staðsetningu á minni er náttúrulega bara kjánalegt, þar sem að það er algjrölega breytilegt milli móurborða.
Ég hef meiraðsegja séð 2 MSI móðurborð, þar sem að maður ætti að setja í raufar 1 og 2 fyrir dual channel á örðu og 1 og 3 fyrri dual channel á hinu.

Sama á við um litina. Ég hef séð borð þar sem að samlitar raufar voru á sitthvorri rásinni, og þar sem að samlitar raufar voru á sömu rásinni.

Málið er bara að skoða bækklinginn með borðinu og fylgjast svo með í POST hvort það er tekið fram single eða dual channel