Síða 1 af 1

Fjöldi harða diska í vélum

Sent: Lau 10. Nóv 2007 20:39
af IL2
Ég var að velta því fyrir mér eftir að hafa verið að taka til á leikjavélinni.

Hefur það áhrif hversu marga harða diska ég er með í henni. Núna er ég með 4. Einn 76GB Raptor sem er með XP og leikina (skipt í tvennt ) og 3 Sata diska.

Sent: Lau 10. Nóv 2007 21:09
af appel
Hmm...

Það held ég ekki!

Ef þú ert að spila leiki, nei.

En auðvitað taka harðir diskar rafmagn, og af aflgjafinn þinn er á mörkunum þá gæti það skipt máli ef skjákortið þarf rafmagn.

Sent: Lau 10. Nóv 2007 22:26
af IL2
Nei ekert svoleiðis. Með of stóran aflgjafa frekar en hitt. Bara hugleiðingar:

Sent: Lau 10. Nóv 2007 22:34
af appel
Það er í raun betra að vera með a.m.k. 2 diska upp á hraða, þannig getur þú t.d. sett windows page file á annan disk en system diskinn, notað d: diskinn í scratch og c: í að keyra forrit og svona. Dreifir álaginu og eykur afköst.

Sent: Lau 10. Nóv 2007 22:39
af Selurinn
En ef þú ert með einn Raptor 150gb 10.000 rpm disk og annan SATAII sm er 7200rpm, er þá samt betra að hafa page fileinn á Sata diskinn og systemið á Raptorinn?

Eða er betra að hafa allt á Raptor?

Sent: Lau 10. Nóv 2007 23:00
af appel
Þori ekki að fullyrða það, en ég held að svo sé já. Sennilega leiðréttir einhver mig bara ef ég hef rangt fyrir mér.

Harður diskur er bara harður diskur fyrir mér :D en held að þessi "raptor" er ekki mikið frábrugðinn öðrum diskum, les+skrif er mikið overhead.