Síða 1 af 1

E6750 eða q6600 með ddr minni?

Sent: Fim 08. Nóv 2007 02:44
af sibbsibb
Ég er að fara skella nýjum örgjörva í tölvuna hjá mér og er að velta því fyrir mér hvort það mun hafa mikil áhrif á q6600 ef ég er með ddr en ekki ddr2 minni?
Hvort það sé að hægja á honum og hvort það borgi sig kannski fyirr mig að fá mér frekar e6750 þa bara?

Sent: Fim 08. Nóv 2007 11:37
af Gúrú
Googlaðu þetta bara eða leitaðu að reviews.

Sent: Fös 09. Nóv 2007 11:32
af sibbsibb
já er búinn að reyna það fann takmarkað með minnið. Hélt kannski að það væri eitthver snjall hérna sem gæti frætt mig um þetta.

Sent: Fös 09. Nóv 2007 11:49
af TechHead
Það eru ekki til móðurborð með stuðning fyrir Q6600 og DDR minni.

Með öðrum orðum, þá er ekki séns í helvíti að þú getir notað DDR minni
með Q6600 örgjörva.

Ef þú ert með DDR minni í tölvunni núna og ert að "fara að skella nýjum
örgjörva" í tölvuna þína þá geturu líka gleymt því að kubbasett móðurborðsins
sem þú ert með styðji Q6600 örgjörva.

Þú hefur ekkert val. Þú bara verður að nota DDR2 minni með ÖLLUM
Core 2 Duo og Core 2 Quad örgjörvunum.