Ég keypti G15 lyklaborð með US layouti um daginn án þess að átta mig á því að það vantaði "<|>" takkann á það. Það er náttúrulega ekki alveg nógu gott, sérstaklega þar sem ég forrita mikið og hann er jú eiginlega ómissandi við það. Ég komst hinsvegar að ágætri lausn á þessu vandamáli.
Ef þið eruð að nota Windows getið þið sótt
Microsoft Keyboard Layout Creator. Farið svo í File->Load Existing Keyboard og veljið Icelandic. Þá eruð þið komnir með uppsetninguna á venjulegu íslensku lyklaborði, og getið sett < og > þar sem þið viljið. Ég valdi t.d. AltGr (right alt) og setti þá á "," og "." takkana. Þið gætuð líka sett þetta á alt+3 og alt+4, eða ctrl + eitthvað, bara eftir því hvað ykkur finnst þægilegast og hvaða takkar eru lausir. Munið svo líka eftir að setja "|" takkann einhvert. Farið svo í Project->Build DLL and Setup Package, skýrið þetta t.d. IS-101 og Icelandic (101) og keyrið svo .msi skrána sem á við tölvuna ykkar (i386 ef þið eruð með 32 bita windows, annars amd64 eða ia64 eftir því hvort þið eruð með intel eða amd). Svo á bara eftir að fara í Control Panel->Regional and Language Options->Languages->Details og breyta Default input language í Icelandic - Icelandic (101). Það þarf væntanlega að restarta tölvunni til að þetta breytist, en það er líka hægt að nota language bar til að skipta á milli.
Ef þetta misheppnast hjá ykkur eða þið viljið breyta þessu getið þið bara uninstallað því í Add/remove programs og gert þetta upp á nýtt.
Annars er ég mjög sáttur við G15 lyklaborðið. Ég er samt aðeins að ruglast út af auka tökkunum vinstra megin og enter takkanum (ekki vandamál með danska layoutinu), en maður venst þessu voða fljótt. Lenti reyndar í smá veseni því það virkaði ekki í biosnum (þótt ég kveikti á usb keyboard support í honum), en það leystist með því að flasha hann. Er með MSI 975X Platinum móðurborð, og mér skilst að þetta sé líka vesen í nokkrum öðrum MSI móðurborðum. Lausnin er bara að setja upp MSI Live Update, sem getur flashað móðurborðið meðan þú ert í Windows, ekkert vesen með diskettur eða að brenna geisladiska. Mjög auðvelt.
Þetta gekk ekki vandræðalaust fyrir sig hjá mér, en eftir þetta allt saman er ég bara ánægður með lyklaborðið.
