Jæja... nú eru nokkur ár síðan þessi tölva "dó" skyndilega einn daginn og hef ég hingað til aldrei fundið út hvað fór úrskeðis og nokkrum sinnum prófað að fikta í henni, hef prófað öll skjákort sem passa í hana (ISA og agp), hef prófað öll minni líka en aldrei dottið í hug að prófa annan örgjörva þar sem ég átti engan annan auka. Það breyttist hins vegar fyrir 2 árum eða svo þegar ég fékk gefins gamla druslu en ég fattaði það fyrst núna í kvöld að í henni var örgjörvi sem passaði í þá biluðu
Þá tók við smá ævintýri því þrátt fyrir að ég hef einstaka sinnum sett örgjörva á móðurborð þá hef ég aldrei flutt örgjörva frá einni tölvu yfir í aðra

svo þetta var svoldið spes fyrir mig persónulega
Örrinn í biluðu tölvunni var 450mhz Pentium 3 en í druslunni var 233mhz Pentium 2

Ég fór voða varlega í verknaðinn þar sem ég taldi nokkuð víst að móðurborð með Pentium 3 örgjörva tæki örugglega ekki við Pentium 2 en viti menn, samkvæmt manual þá tekur það við þannig örgjörva og svo eru þeir líka báðir svona slot örgjörvar (sjá mynd ef einhver er ekki að fatta...) svo ég prófaði að setja hann í. Svo tengdi ég draslið og nei sko... virkar ekki vélin þá bara!

Aldeilis magnað!
Nú er ég annars að spá, ég finn að kassinn er svoldið rafmagnaður stundum þegar ég snerti hann. Ég fæ ekki stuð en ég finn svona smá rafmagnaðan fiðring við snertingu. Er þetta eðlilegt? Ég finn mest fyrir þessu þegar það er slökkt á tölvunni en ég er svosem ekki mikið að snerta kassan þegar hún er í gangi.
Svo er það smá spurning varðandi þennan eldri örgjörva (P2). Sá yngri (P3) er með lítið heatsink og litla viftu en sá eldri er bara með stórt heatsink og enga viftu en í kassanum sem hann var í þar var svona hosa (eða vindgöng) með þykkri viftu innaní til að soga það litla heita loft sem kæmi frá örranum útúr kassanum. Þarf ég þá viftu fyrir örran á nýja staðnum eða? Það er nú ekki eins og það sé auðvelt að koma viftu þarna fyrir

Sá reyndar á netinu einhverstaðar talað um það að þessir eldri örgjörvar, eins og akkúrat þessi P2 slot örri, þyrftu nú litla sem enga aukakælingu þar sem heatsink-ið væri nógu stórt og fínt fyrir þá en ég vil vera viss, sérstaklega þar sem það var nú sér viftugöng fyrir örrann í hinum kassanum

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]