Síða 1 af 1
Quad 6600+P35?
Sent: Fim 01. Nóv 2007 16:16
af littel-jake
Er að spá hvaða P35 ég ætti að fá mér móti Q6600. Er búinn að rekast á nokkrar típur. Þarf samt ekki að vera P35 ef menn vita um eitthvað betra/heppilegra.
Síðan var ég að pæla hvaða skjákort ég ætti að fá mér með þessu. Líst ekert á að halda gamla Radion 1600
Er ekki að hugsa um owerclock
Ps. Nægir 400W aflgjafi til að keira þetta?
Sent: Fös 02. Nóv 2007 00:05
af stjanij
ertu að fara nota þetta í leiki líka?
Sent: Fös 02. Nóv 2007 19:44
af littel-jake
Jamm. talsvert. Ætla til dæmis að spila Fallout3, sama hvernig hann kemur út. Hann á eftir að þurfa eitthavað öflugra en það sem ég er með núna. þótt að það sé "bara" vélin úr oblivion
Sent: Fös 02. Nóv 2007 20:54
af ManiO
Fílaðiru Fallout 1 og 2? Ef þú ert að vonast eftir svipuðum leik þá getur þú sleppt því.
Sent: Fös 02. Nóv 2007 23:20
af Yank
Fer eftir því hvað þú ætlar að eyða miklum pening og hverjar þarfir þínar eru. En svo ég vitni nú í sjálfan mig

.
"Þegar settur er saman innkaupalisti fyrir nýjan vélbúnað, er rétt að gefa sér góðan tíma. Mikilvægt er að allir hlutir passi vel saman. Það kemur nefnilega fyrir að vélbúnaður hreinlega virkar ekki í ákveðnum samsetningum. Þetta er sem betur fer sjaldgæft, en ráðlagt er að kynna sér vel lista yfir þann vélbúnað sem prufaður hefur verið með ákveðnum móðurborðum. Slíkan lista er að finna á flestum heimasíðum framleiðenda.
Þegar kemur að vali á móðurborði vandast oft valið. Móðurborðið er nefnilega einn mikilvægasti hluturinn á innkaupalistanum, enda er það móðurborðið sem tengir saman og “talar við” alla aðra hluti tölvunar. Gott er að byrja á því að gera sér grein fyrir hverjar þarfirnar eru. Þarfir eins og hversu marga harðdiska þarf að nota?, eða er möguleiki að notaðir verði í framtíðinni, hversu mörg USB tæki á að nota?, er þörf fyrir eSATA eða firewire? hvað á að nota margar PCI, PCI Express x16 eða PCI Express x1 raufar. Á að nota eitt skjákort eða tvö?, eða á bara að halda möguleikanum opnum þannig hægt sé að uppfæra í framtíðinni í tví-skjákortalausn með því að kaupa annað eins skjákort síðar? Á þá að nota tvö kort frá Nvidia í SLI eða tvö skjákort frá AMD/ATI í crossfire?. Og síðast en ekki síst á að yfirklukka?"
Úrvalið af móðurborðum er mjög fjölbreytilegt og þau koma í öllum mögulegum og ómögulegum útfærslum, verðlag er oftast í samræmi við búnað. Þegar þarfirnar sem taldir eru upp hér að ofan liggja fyrir er hægt að fara að þrengja niður hópinn og velja endanlega hvernig móðurborð á að fá sér"
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=15813
Foxconn borðið kom mjög vel út í prófunum í samanburði við borð sem kostaði tæplega helmingi meira.
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... _FC_P-35_S
En ef þú vilta það besta sem ég hef séð hingað til þá er það Gigabyte X38-DQ6 í augnablikinu.
Sent: Lau 03. Nóv 2007 01:41
af littel-jake
Var að skoða þetta Fox-borð og er að spá hvort að það stiðji nokkuð bara ATI kort því eins og stendur þarna einhverstaðar"two ATI graphics cards" en hvergi minst á Nvidia GeForce. Reyndar heur ATI kortið mitt reynst ágætilega en mig langar eginlega að skifta aftur í GeForce. Var með FX550 á sínum tíma og það mökkvirkaði
Sent: Lau 03. Nóv 2007 02:18
af Selurinn
littel-jake skrifaði:Var að skoða þetta Fox-borð og er að spá hvort að það stiðji nokkuð bara ATI kort því eins og stendur þarna einhverstaðar"two ATI graphics cards" en hvergi minst á Nvidia GeForce. Reyndar heur ATI kortið mitt reynst ágætilega en mig langar eginlega að skifta aftur í GeForce. Var með FX550 á sínum tíma og það mökkvirkaði
Jú, Crossfire borð en getur notað Geforce.
Bara uppá það að nota tvö ATI kort
Sent: Mán 05. Nóv 2007 17:02
af littel-jake
og hvað ætti það að geta tekið við góðu korti. 8600?
Sent: Mán 05. Nóv 2007 19:32
af Yank
littel-jake skrifaði:og hvað ætti það að geta tekið við góðu korti. 8600?
Hvaða PCI Express korti sem er...
Þ.m.t. 8600
Sent: Mán 05. Nóv 2007 20:12
af littel-jake
Flott Flott en það hefur engin þená sagt mér neitt um það hvort að aflgjafinn minn ráði við þetta.
400W í P35 móðurborð, Quad örgjörva , sirka 8600geforce skjákort og 2-3 harða diska
Sent: Mán 05. Nóv 2007 21:19
af Yank
Þessi vélbúnaður í prófi hjá mér tók í heldina 252 wött við max álag.
Q6600
Foxconn P35 móðurborð
MSI 7950GT skjákort
2x1GB OCZ DDR2 800MHz
WD Raptor 36GB
Þannig já 400w ættu að duga svo lengi sem hann þarf ekki að keyra mikið meira. Ég myndi þó mæla með að þú uppfærðir afgjafa einnig. Ef hann er gamal þá er hann líklega ekki af réttum ATX staðli fyrir þetta setup. Líklega einungis 20 pinna tengi og ekki 2x cpu tengi.
Sent: Þri 06. Nóv 2007 12:50
af littel-jake
Er ekki eitthvað forrit eins og Pc wizard sem getur sagt mér hvernig aflgjafa ég er með....held allavega að PC wizard sýni það ekki, er ekki að finna það
Sent: Þri 06. Nóv 2007 15:42
af corflame
Ekkert forrit getur sagt þér hvaða aflgjafa þú ert með í vélinni þinni.
Verður að opna kassann og lesa það sem stendur á aflgjafanum.
Sent: Fim 15. Nóv 2007 14:09
af Selurinn
Yank skrifaði:Þessi vélbúnaður í prófi hjá mér tók í heldina 252 wött við max álag.
Q6600
Foxconn P35 móðurborð
MSI 7950GT skjákort
2x1GB OCZ DDR2 800MHz
WD Raptor 36GB
Þannig já 400w ættu að duga svo lengi sem hann þarf ekki að keyra mikið meira. Ég myndi þó mæla með að þú uppfærðir afgjafa einnig. Ef hann er gamal þá er hann líklega ekki af réttum ATX staðli fyrir þetta setup. Líklega einungis 20 pinna tengi og ekki 2x cpu tengi.
Fræddu mig meira
Er það þessi auka fjögur tengi sem koma frá powerið sem fer á móðurborðið?