Síða 1 af 1

Tölva vill ekki startast og ég stend á gati, hjálp?

Sent: Fim 01. Nóv 2007 02:44
af Omerta
Svo er nú mál með vexti (uhhh...).

Félagi minn var að uppfæra og skipti út Radeon 1900 GT (já... GT) kortinu sínu og keypti sér loksins almennilega örgjörvaviftu. Eftirfarandi verslaði hann;
Inno3d GeForce 8800GT - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=577
Thermalright Ultra Extreme 120 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=510
Sharkoon SE 2000 "Golf Ball" 120mm (fyrir örran) - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=511
Í vélini er P5NSLi ASUS móðurborð og 680w aflgjafi ásamt Intel Duo E6600 örri.

Þegar heim var komið var viftuni skellt á, ásamt nánast allri þessari risa túbu af kælikremi sem fylgdi með, ef það var þá ekki of mikið. Reyndar var mælt með alveg subbulega vel smurðu yfirborði svo samkvæmt beiðni manualsins var þetta ekkert of mikið. Viftuni reddað og skjákortinu skellt í.

Þá er það vandamálið;
Í miðju verki var kveikt á tölvuni í sekúndu til að athuga hvert viftan blés (*hóst*) en hún lifði ekki í sekúndu, mögulega hálfa sekúndu. En þar sem ekkert skjákort var í og einungis powersnúran tengd var ég ekki að hafa áhyggjur á þeirri stundu. Svo þegar verkinu var lokið og átti að ræsa gripinn gerist þetta aftur. Hún vill einfaldlega ekki fara í gang nema í svosem hálfa sekúndu. Svo slekkur hún bara á sér.

Fyrir utan nokkra nýja hluti í vélinni er allt alveg eins og áður. Nema reyndar minnir mig að ATX 12v snúran hafi verið tengd í tengið á móðurborðinu (er það ekki bara nauðsinlegt ef maður er með tvö kort í SLi?) en svo er bara engin slík snúra í kassanum svo ég hlýt bara að vera eitthvað að trippa (gawd ég man eftir að hafa séð þetta þarna).

Ég er búinn að prufa að fjarlægja batteríið á borðinu (og setja aftur í...) svo þetta er ekki cmos eða bios vandamál.

Það fer allt í gang sem hægt er að sjá. Allar viftur og ljós, en bara í hálfa sekúndu áður en hún slekkur á sér. Svipað vandamál átti sér stað í gömlu tölvuni minni eftir að ég setti betri örgjörva og betra skjákort í hana (var líka 680w powersupply þar) en það kom alltaf rautt ljós á móbóinu í smá tíma. Svo varð það grænt eftir 1 mín til tvær og þá gat ég startað henni. Nýr eigandi þeirrar vélar er víst með freeekar slapt rafmagn hjá sér og hefur þurft að bíða allt að hálftíma.
Aftur á móti kveikir hún á sér þessi vél sem ég var að fikta í svo ég veit ekki hvort þetta sé sama vandamál. Hún verður látin standa í nótt (tengd ofc) og tékkað hvort hún ræsi sig í fyramálið (eftir 3 tíma þegar þetta er skrifað.

Ég hef þó ekki mikla trú á að þetta se vandamálið og þótt þetta væri vandamálið, þá er þetta samt ömurlegt og þyrfti að laga.
Ég hef þó meiri áhyggjur af örgjörvanum. Getur verið að eitthvað sé of stíft hjá mér? Of mikið kælikrem?

Öll hjálp væri vel þegin.

Btw, kannski tengt vandamál, veit ekki. Fyrir nokkrum mánuðum var verslað í sömu vél Nvidia 8800GTX Sparkle kort. Tölvan startaði sér alveg með það en sama hvert farið var með hana í viðgerð gat enginn skilið afhverju það kæmi engin mynd á skjáinn eða bara errors þegar reynt var að spila leiki. Sama kortið var prufað í öðrum vélum og var í topp standi.

Sent: Fim 01. Nóv 2007 07:25
af Selurinn
Fubar PCI-E rauf :S

Sent: Fim 01. Nóv 2007 07:32
af Omerta
Gamla skjákortið virkaði nú alltaf fínt í henni. Annars sé ég ekki hvernig skjákortið gæti orsakað að hún geri þetta núna. Kortið fer alveg af stað. Svo kveikti tölvan allavega á sér þegar GTX kortið var í.

Sent: Fim 01. Nóv 2007 10:01
af ErectuZ
Ertu viss um að þið hafið snúið örgjörvakælingunni rétt? Kom svipað fyrir hjá mér fyrir nokkru, fór í gang í einhverjar sek og síðan drap hún á sér. Setti kælinguna rétt á og allt virkaði :8)

Sent: Fim 01. Nóv 2007 11:41
af Xyron
já , hef líka lent í því.. snúa henni öfugt =) hljómar fyrir að vera það sem er að...

Sent: Fim 01. Nóv 2007 11:47
af ManiO
Snúa örgjörvakælingunni öfugt? Hví sé ég þetta ekki fyrir mér?

Sent: Fim 01. Nóv 2007 12:09
af Klemmi
4x0n skrifaði:Snúa örgjörvakælingunni öfugt? Hví sé ég þetta ekki fyrir mér?


Já, viftan snýr niður og heatsinkið upp... nei veistu.

Sent: Fim 01. Nóv 2007 12:37
af ManiO
Erum við þá að tala um að snúa kælingunni hornrétt á útblásturs viftuna eða þá jafnvel með öfugt loftflæði við hana? Getur varla haft það slæm áhrif að tölvan drepst á innan við sekúndu.


Var móðurborðið tekið úr kassanum í þessu öllu saman?

Sent: Fim 01. Nóv 2007 13:11
af ÓmarSmith
AFhverju kaupi ég það ekki að þú getir snúið henni öfugt.. og ef þú fyrir SLYS myndir troða henni öfugt á þá ætti það aldrei að hafa áhrif á hvort vélin startar eða ekki.


Í versta falli ætti skjákortið að hitna duglega en ekkert annað.

Sent: Fim 01. Nóv 2007 14:54
af AngryMachine
Fyrir utan nokkra nýja hluti í vélinni er allt alveg eins og áður. Nema reyndar minnir mig að ATX 12v snúran hafi verið tengd í tengið á móðurborðinu (er það ekki bara nauðsinlegt ef maður er með tvö kort í SLi?) en svo er bara engin slík snúra í kassanum svo ég hlýt bara að vera eitthvað að trippa (gawd ég man eftir að hafa séð þetta þarna).


Ef að ATX 12v snúran er ekki í sambandi þarf engan að undra að vélin starti ekki.

Sent: Fös 02. Nóv 2007 12:42
af Omerta
Áhugavert subject um örgjörvaviftuna en viftan átti samkvæmt lélegum leiðbeiningum að blása niður í kassanum en ég lét hana vera á hlið fyrir betra loftflæði. Mér var svo með aðra svipaða viftu sagt að passa mig að hafa hana á hlið (s.s. ekki láta hana blása upp eða niður í kassanum, heldur í gegn) en á þeim AM2 sökkli var ekki hægt að hafa hana þannig. Þetta er reyndar Intel 775 sökkull sem ég er að díla við núna.

AngryMachine, hárrétt. Það skrítna var bara að snúran virðist einfaldlega hafa horfið. Við tókum allt úr sambandi og þræddum allar snúrur úr aflgjafanum í leit að þessu.

Sent: Fös 02. Nóv 2007 13:35
af TechHead
Well, snúrur hverfa bara ekkert sisona, held þetta sé meira svona PEBCAK dæmi.....

Sent: Fös 02. Nóv 2007 14:57
af beatmaster
TechHead skrifaði:Well, snúrur hverfa bara ekkert sisona, held þetta sé meira svona PEBCAK dæmi.....
Layer 8 kemur líka sterklega til greina...

Sent: Fös 02. Nóv 2007 15:41
af Omerta
Haha, mikið rétt. Við leituðum samt tveir að fjandans snúruni.

Sent: Fös 02. Nóv 2007 17:32
af Xyron
tcp ip layer 8 :D

Re: Tölva vill ekki startast og ég stend á gati, hjálp?

Sent: Fös 02. Nóv 2007 18:44
af Pandemic
Omerta skrifaði:Þegar heim var komið var viftuni skellt á, ásamt nánast allri þessari risa túbu af kælikremi sem fylgdi með, ef það var þá ekki of mikið. Reyndar var mælt með alveg subbulega vel smurðu yfirborði svo samkvæmt beiðni manualsins var þetta ekkert of mikið. Viftuni reddað og skjákortinu skellt í.


Sullaðiru ekki bara öllu kælikreminu yfir móðurborðið og það leiðir? efast það reyndar sjálfur en það á bara að setja kælikrem svo að það komi þunnt lag yfir allt yfirborð örgjörvans það á nánast ekki að sjást að það sé kælikrem bara svona 50/50 transparent þekja yfir. Magn kælikremsins bætir ekkert heldur gerir bara íllt verra ef of mikið er sett á,
því það eina sem því er ætlað er að fylla uppí ófullkomnu yfirborðin á kælingunni og örgjörvanum.


Tölvan fer heldur ekki í gang án P4 tengisins :)