Síða 1 af 1
Tölvan restartaði sér
Sent: Sun 28. Okt 2007 18:18
af gunnargolf
Ég var að spila Crysis demo, og allt gekk vel. Ekkert lagg eða slíkt. Allt í einu tekur tölvan upp á a restarta. Ekkert bluescreen eða error message eða neitt. Hvað gæti þetta verið?
Sent: Sun 28. Okt 2007 19:05
af Selurinn
Þú verður að afhaka automatically restart on system failure.
Þá færðu BSOD
Hægri click proerties my computer advanced og startup & recovery minnir mig.
Sent: Sun 28. Okt 2007 19:41
af gunnargolf
Ok, þetta hefur samt bara einu sinni gerst. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?
Sent: Sun 28. Okt 2007 21:32
af cue
Ég mundi ekki hafa mikla áhyggjur.
Þetta gæti hafa verið hiti í örranum eða skjákortinu, það getur orsakað svona hluti. En ætti þá að endurtaka sig nokkuð reglulega.
Getur líka verið að þetta sé skemmt minni en þá ætti það sömuleiðis að birtast undir miklu álagi relgulega
Ég hef líka séð þetta gerast þegar harður diskur er kominn með villur.
Það eina sem þú getur virkilega testað fyrir er að keyra chkdsk á harða diskinn.
Hinar villurnar koma fram með notkun, þ.e ef þetta var ekki bara once in a ....
Sent: Mán 29. Okt 2007 07:50
af gunnargolf
Hvernig keyri ég checkdisk?
EDIT: Ég er nokkuð viss um að þatta var ekki hiti. Ég er að fá góðar tölur í speedfan, og var að bæta tveimur viftum við í tölvuna. Áður en ég bætti þeim við var ég ekki með nein hitavandamál.
Sent: Mán 29. Okt 2007 11:20
af cue
Ferð í my computer/keyrslu diskinn/hægri klikkar og ferð á properties/tools/check now
Hakaðu við báða möguleikana og endurræstu síðan tölvuna næst þegar þú ætlar ekkert að nota hana næstu 30-60mins.