Ég var að lenda í mjög furðulegu vandamáli. Þannig er mál með vexti að ég var með Shuttle tölvuna mína tengda með component kapli við sjónvarpið mitt og allt í góðu. Svo fór ég í gær og keypti mér "alvöru" heimabíómagnara til að nota sem audio/video hubb fyrir allt dótið þar sem ég var kominn í vandræði með tengingar. Anyhow ... þegar ég er að tengja allt draslið, þá kippi ég component snúrunum úr sjónvarpinu og smelli þeim í eitt af component-in tengjunum á magnaranum og svo component úr magnaranum í sjónvarpið. (Nota bene, var allan tíman með kveikt á tölvunni, kannski mistök)
Að öllum tengingum loknum ræsi ég allt draslið upp. Ég svissa yfir á tölvuna í magnaranum og þá kemur þessi líka fína græna mynd upp á skjáinn, þ.e eins og það vanti hreinlega bláa-componentinn í myndina. Ég hugsa með mér að ég hafi nú líklega bara tengd component snúruna vitlaust og kíki á það, en það var ekki málið. Ég jugga aðeins í snúrunni en ekkert gerist. Digital Ísland afruglarinn sem er líka tengdur með component kom hinsvegar alveg í lagi út á sjónvarpinu. Þá fór mig að gruna að þetta component input á magnaranum væri e.t.v gallað, þannig að ég svissa yfir á það þriðja, en sama sagan þar.
Nú, til að útiloka að magnarinn sé vandamálið, þá prufa ég einfaldlega að tengja þetta alveg eins og þetta var í upphafi, þ.e component snúru úr tölvunni beint í sjónvarpið og viti menn, ennþá græn mynd
Þá náttúrulega skellti ég skuldinni á component snúruna sem lá úr tölvunni og inní stofu, þannig að ég sæki tölvuna og prufa að tengja hana beint við sjónvarpið með annarri styttri component snúru sem ég hafði við höndina og það kemur ennþá græn mynd.
Úff, næsta skref er að fara með tölvuna inn í hjónaherbergi og prufa að tengja hana við LCD tækið sem er þar og grunaði ekki gvend, ennþá er græn mynd.
Þarna er ég semsagt búinn að útiloka að vandamálið liggi í nýja heimabíómagnaranum, sjónvarpinu í stofunni, sjónvarpinu í hjónaherberginu, og báðum component snúrunum sem ég er með.
Ég er búinn að skoða og fikta í NVidia control panelnum eins og óður maður, og búinn að kveikja og slökkva á vélinni nokkrum sinnum, en fæ þetta ekki rétt aftur. Alltaf er myndin úr tölvunni græn
Vandamálið hlýtur því að liggja annaðhvort í skjákortinu sjálfu, eða litla HDTV dongle-inu sem fylgir því. Ætli geti verið að ég hafi grillað eitthvað í skjákortinu þegar ég var að tengja þetta við magnarann meðan tölvan var í gangi, sem olli því að það sé eins og að blái liturinn í HDTV output sé hreinlega óvirkur?
Þetta er allt hið furðulegasta mál ....
Mig grunar sterklega að ég þurfi að fá mér nýtt skjákort í vélina til að redda þessu ... hvaða korti mynduð þið mæla með í staðinn fyrir 7900GT kortið sem ég er með? ATH, þetta verður að passa í Shuttle vél og matcha við power supply-ið sem er í henni. Svona leikjalega séð, þá vil ég ekki fara undir 7900GT performance ...