Hvernig fær maður maximum performance?
Sent: Fös 19. Okt 2007 12:48
Get ég ekki still skjákortið mitt einhvernveginn þannig að ég fæi sem hæst fps í leikjum án þess að fórna gæðum?


Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://spjall.vaktin.is/

einzi skrifaði:Ég ætla að nota þráðinn þinn til að varpa fram eigin spurningum.
Mannsaugað sér sem samsvarar 25 fps. Þeas þegar mynd varpast á himnuna í auganu þá varir taugaboðið 1/25 úr sekúndu.
Gefum okkur að skjárinn sé með 60-75 hz refresh rate sem þá gæfi okkur max fps upp á 60-75. Með vertical sync myndi þá skjákortið samstilla fps við refresh rate á skjánum.
Er maður þá ekki að sjá 2,4-3 hvern ramma? Ef maður nær að halda fps yfir 25 þá sér maður ekki hökt? Hvernig halda menn þá fram að menn sjái hökt þegar fps fer yfir 25?
http://en.wikipedia.org/wiki/Frame_rate#Frame_rates_in_video_games
En með spurningu þína Andriante, er þetta ekki bara spurning um trial and error? Prófa stillingar þar til þú ert sáttur við bæði peformance og quality.
Holy Smoke skrifaði:Spurningin meikar ekki alveg sens... Því meiri gæði sem þú vilt þeim mun lægri performans færðu, þannig að í rauninni geturðu ekki fengið hærra FPS án þess að fórna gæðum. Fyrsta skrefið væri þó að lækka anti-aliasing í 2x eða off, en það er lang gráðugasta stillingin. En annars veltur þetta bara á því hvernig skjákort þú ert með og hvaða leiki þú spilar. Það er ekki til neitt 'rétt' svar sem gildir fyrir alla leiki, og 'Program Settings' flipinn á myndinni er ekki þarna að ástæðulausu því þú vilt hafa mismunandi stillingar fyrir mismunandi leiki.
Besta ráðið sem mér dettur í hug er að dánlóda FRAPS (sem sýnir þér hversu marga ramma á sekúndu þú ert að fá), og hækka stillingar þar til þú ert að fá svona 45-60 fps að meðaltali í hverjum leik fyrir sig.

