Síða 1 af 1

að kaupa af ebay

Sent: Mið 17. Okt 2007 00:43
af mambos
Kvöldið

Var að spá í hvort að það væri eitthvað vit í því að kaupa samansetta tölvu af ebay.co.uk

Þekkir einhver til þess hvort að það sé í raun ódýrara (hverjir eru tollar?)
Mér sýnist margir af þeim sem eru að selja vera með nokkuð gott reputation.

Ég hef verið með lappa í nokkurn tíma og var að spá í fá mér einn turn svona aukalega. Er því í rauninni ekki að leita eftir því hvað henntar mér heldur hitt hvort að það borgi sig að kaupa þetta að utan.

Hérna er dæmi um samsettar tölvur
http://computers.listings.ebay.co.uk/De ... ngItemList

Sent: Mið 17. Okt 2007 08:12
af ÓmarSmith
Held að þú getur gleymt þessu. Það má enginn einn hlutur kosta meira en 23.000 sirka og þú myndir lenda í því að borga handlegg í Tollgjöld af öllu þessu dóti.


Það er alveg fínt að kaupa einstaka hluti af ebay eins og skjákort eða minniseiningar.

Annað myndi ég bara versla í búðum hérna heima.

Sent: Mið 17. Okt 2007 11:44
af CendenZ
athugaðu hvort þú fáir skjákort eitthvað ódýrara, annars er flest jafn dýrt á íslandi.

mundu bara að það leggst ofan á þetta ca 30 %

Sent: Mið 17. Okt 2007 13:14
af ÓmarSmith
Stemmir, það leggst ofan á þetta VSK sem er 24.5% og fer á heildarverðið með sendingarkostnaði !!!