Síða 1 af 1
Abit Fatal1ty vs Gigabyte
Sent: Fim 11. Okt 2007 18:13
af MuGGz
Halló,
ég er að fara versla mér Antec Fusion Media Center kassa og er að velta því fyrir mér hvort borðið ég ætti að taka..
ABIT Fatal1ty F-I90H
vs
Gigabyte G33M-S2H
Hérna er svo kassinn:
Antec Fusion
Ef þið hafið einhverja reynslu af þessum borðum, endilega deilið eða þá hvort borðið ykkur lýst betur á

Sent: Fim 11. Okt 2007 19:12
af GuðjónR
Gigabyte over Abit anytime!!
Sent: Fim 11. Okt 2007 19:21
af Pandemic
GuðjónR skrifaði:Gigabyte over Abit anytime!!
Við skulum ekkert vera að ljúga hérna Guðjón, Abit over Gigabyte anytime
Öll abit borð sem ég hef átt, notað hafa staðið sig prýðilega.
Sent: Fim 11. Okt 2007 19:24
af MuGGz
Enn svona ef við skoðum speccana á þeim og annað
hvort borðið mynduð þið persónulega taka ? ekki bara vegna þess að þau heita abit eða gigabyte

Sent: Fim 11. Okt 2007 19:38
af urban
ég persónulega tæki gigabyte borðið útaf e-sata og firewire
munurinn á þeim er annars takmarkaður, jú chipsettin eru náttúrulega ekki þau sömu, en ég hef ekki mikla trú á því að það skipti máli í vél sem að á bara að vera media center
Sent: Fim 11. Okt 2007 19:52
af MuGGz
Núna er ég að spá í hljóðkortunum á borðunum, eiga að vera með HD stuðning, er eins og Xfi Xtrememusic ekki með það eða ?
bara spá hvort ég ætti að nota frekar xfi kortið mitt eða nota bara onboard ..
Sent: Fim 11. Okt 2007 23:39
af ÓmarSmith
Afhverju færðu þér ekki Shuttle frekar í Mediacenter ?
Kaupir Shuttle í Tölvuvirkni með LCD skjá að framan á e-n 35.000 kall og kaupir restina hjá Tölvutækni
Ert kominn með MCE vél á e-n 50 kall sirka.
Sent: Fös 12. Okt 2007 09:20
af MuGGz
ÓmarSmith skrifaði:Afhverju færðu þér ekki Shuttle frekar í Mediacenter ?
Kaupir Shuttle í Tölvuvirkni með LCD skjá að framan á e-n 35.000 kall og kaupir restina hjá Tölvutækni

Ert kominn með MCE vél á e-n 50 kall sirka.
hvernig færðu það út að það sé ódýrara enn það sem ég er að pæla ?
þú segir shuttle á einhvern 35kall = kassi, móðurborð og aflgjafi
Antec Fusion + móðurborð = ca 38k =kassi, móðurborð og aflgjafi
Mig vantar nákvæmlega sömu hlutina í shuttle eins og Antec Fusion
og að auki finnst mér Antec Fusion kassinn vera 10x flottari sem media center inní stofu heldur enn shuttle

Sent: Fös 12. Okt 2007 09:34
af ÓmarSmith
MuGGz skrifaði:ÓmarSmith skrifaði:Afhverju færðu þér ekki Shuttle frekar í Mediacenter ?
Kaupir Shuttle í Tölvuvirkni með LCD skjá að framan á e-n 35.000 kall og kaupir restina hjá Tölvutækni

Ert kominn með MCE vél á e-n 50 kall sirka.
hvernig færðu það út að það sé ódýrara enn það sem ég er að pæla ?
þú segir shuttle á einhvern 35kall = kassi, móðurborð og aflgjafi
Antec Fusion + móðurborð = ca 38k =kassi, móðurborð og aflgjafi
Mig vantar nákvæmlega sömu hlutina í shuttle eins og Antec Fusion
og að auki finnst mér Antec Fusion kassinn vera 10x flottari sem media center inní stofu heldur enn shuttle

Ég sagði aldrei að það væri ódýrara, bara flottara að mínu mati og mikið meðfærilegra.
Sá svona vél sem Fletch fékk sér um daginn og varð mjög heillaður af henni. Lítil svört með LCD skjá að framan.
Sent: Fös 12. Okt 2007 09:37
af MuGGz
ertu með týpuna ?
sé hana ekki á heimasíðunni hjá tölvutækni
Sent: Fös 12. Okt 2007 09:42
af MuGGz
nevermind, sá að þetta var í tölvuvirkni
Sent: Fös 12. Okt 2007 12:53
af ÓmarSmith

góður.
Ekki það að ég er að fíla líka þennan Antec Fusion kassa hjá Tölvutækni alveg í tætlur. Hann virkar líka bara svo flott mubla í stofuna
Fellur kannski betur inn í græju samstæðuna.
Svo getur þú bara fengið þér ódýrasta HDMI móðurborðið sem þeir eru með á móti og þá ertu í flottum málum.
Sent: Fös 12. Okt 2007 22:09
af daremo
Ég fékk mér bara Antec p150 fyrir sjónvarpstölvuna. Alveg sama hvernig þetta lítur út.
Ég get lagt eyrað upp að kassanum og heyri ekki RASSGAT. Svo er nóg af diskaplássi í honum
Annars er nú Antec Fusion helvíti flottur. Myndi örugglega kjósa hann yfir Shuttle ef ég væri að velja útlit.
Sent: Lau 13. Okt 2007 03:27
af MuGGz
Antec Fusion mættur í hús með Gigabyte móðurborði og fjarstýringu
verður raðað í kassann á morgun og sett upp ásamt Vista Ultimate
