Síða 1 af 1

Vantar ráðleggingu fyrir Core Duo móðurborð og minni.

Sent: Lau 06. Okt 2007 20:54
af audiophile
Þá er kominn tími til að uppfæra úr gamla AMD s939 yfir í Core Duo og vænti þess að ég fái mér E6850. Kominn tími til að 8800 kortið mitt fái eitthvað betra til að tala við. :)

En ég er alveg grænn í Intel og hvaða móðurborð eru góð og hvaða minni virkar vel þannig að ég þarf ráðleggingar.

Ég er ekki að leita að einhverju súper yfirklukkunarborði heldur einhverju stabílu og góðu borði sem ég á ekki eftir að lenda í veseni með.

Hvað er stálið í dag? (verð er ekkert stórt mál)

Sent: Sun 07. Okt 2007 23:52
af audiophile
Enginn með ráðleggingar um móðurborð? Trúi þessu nú varla....... :roll:

Sent: Mán 08. Okt 2007 09:21
af ÓmarSmith
Gigabyte Borðin eru bæði á góðu verði og stabíl og reyndar eru þau einnig góð til yfirklukkunar.

Myndi mæla alveg klárlega með Nýja P35 DS3 borðinu.

Fæst í Tölvutækni
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=788

Svo myndi ég einnig taka Quad örgjörva því hann á eftir að nýtast þér lengur en E6850 þar sem að hann er 4 kjarna og t.d leikirnir sem eru að detta inn núna styðja við multiple cores.

Auðveldar alla physics vinnslu.

Sent: Mán 08. Okt 2007 11:14
af hagur
Audiophile:

Hvað viltu fá fyrir "AMD64 X2 4400+ S939" ?