Síða 1 af 1

Hjálp væri gífurlega vel þeginn (einn þreyttur) kl: 1:53

Sent: Fim 04. Okt 2007 02:05
af wixor
Hæ snillingar,

Ég er þreyttur... vantar álit ykkar klukkann er 1:53 enn jæja best að byrja þetta mig langar að uppfæra tölvuna mína og ég er að hugsa um eftirfarandi: (En vill fá álit að sjálfsögðu) það sem mætti gera betur og svo framvegis. Ég spila sjaldan leiki, enn langar samt að hafa gott skjákort. (spila stundum c&c) :)

1. Gigabyte S775 GA-P35-DS4 móðurborð : 17.250,- kr.

2. Intel Core2 Duo E6750 örgjörvi, oem. 19.470,- kr.

02. Intel Quad Core Quad Core Q66CC 27.900,- kr.

3. Zalman kopar örgjörfarviftu. 4950,-kr.

4. 2x OCZ 1GB DDR2 667MHz Value Series vinnsluminni. 6900,- kr 2 stk.

5. Gigabyte 8600GT PCI-Ex16 skjákort 512MB GDDR2,
2xDVI

05. Microstar GeForce NX8600GTS (langar meira í þetta.) Endilega komið með hugmyndir. Bestu þakkir til ykkar hér.

6. 2x 500GB WD harðir diskar. 19.980,- kr.

7. Vantar líka aflgjafa bara spurning hvernig?

Svo langar mig að spyrja ykkur hvar er besta þjónustan, best að versla uppfærsluna?

Þannig þegar þú hefur tíma máttu endilega hjálpa mér. Kærar þakkir. Kl er núna 2:04 best að fara koma sér upp í rúm til konunnar áður enn hún tekur af mér hausinn :)

Verðhugmynd 100-120 þús.

Sent: Fim 04. Okt 2007 11:04
af ErectuZ
Eins og hefur komið fram í öðrum þræði hér einhvers staðar, þá er sniðugast að taka 8800GTS kortið frekar en 8600GT. Færð svo mikið meira úr því, og ég tala nú ekki um að ef þú ert að fara að fá þér Q6600 örrann þá lítur það nú betur út ef þú ert með skjákort í stíl :8)

Gengur nú varla í mínum augum að vera að fá sér einn af öflugustu örgjörvunum á markaðnum og síðan mediocre skjákort :?

Sent: Fim 04. Okt 2007 11:11
af Halli25
ErectuZ skrifaði:Eins og hefur komið fram í öðrum þræði hér einhvers staðar, þá er sniðugast að taka 8800GTS kortið frekar en 8600GT. Færð svo mikið meira úr því, og ég tala nú ekki um að ef þú ert að fara að fá þér Q6600 örrann þá lítur það nú betur út ef þú ert með skjákort í stíl :8)

Gengur nú varla í mínum augum að vera að fá sér einn af öflugustu örgjörvunum á markaðnum og síðan mediocre skjákort :?


alla vega fáðu þér 8600GTS en ekki 8600GT ef þú ert að hugsa um budgetið... 86000GT er bara ekki að skila því afli sem að forvera þeirra voru að gera... á þá við miðað við sína kynslóð :)

Sent: Fim 04. Okt 2007 11:36
af wixor
Ég var einmitt að hugsa um GTS kort í staðinn og vera með þetta í stíl eins og einn frægur sagði hérna, 8600 eða 8800 er
mikill munur og eitt í viðbót ef þið hafið tíma gætu þið pússlað
þessu saman fyrir mig hvernig góð tölva myndi líta vel út. (Budget 100-120 þús.) Má jafnvel vera aðeins meira. Og líka þess vegna aðeins minna spila ekki mikið af leikjum en kemur samt fyrir.

Sá eina á 114 þús hjá tölvutækni er beint á forsíðunni hjá þeim er hún að virka vel? betur? heldur enn það sem ég setti upp hér? Bara svona reyna finna lausn á þessu. Öll hjálp vel þeginn.

Ég var líka að hugsa á maður kannski ekkert að fara í þennan örgjörva og fara kannski í minni örgjörva hvað finnst ykkur? Takk kærlega fyrir alla hjálpina.

Sent: Fim 04. Okt 2007 12:23
af ErectuZ
wixor skrifaði:Ég var einmitt að hugsa um GTS kort í staðinn og vera með þetta í stíl eins og einn frægur sagði hérna, 8600 eða 8800 er
mikill munur og eitt í viðbót ef þið hafið tíma gætu þið pússlað
þessu saman fyrir mig hvernig góð tölva myndi líta vel út. (Budget 100-120 þús.) Má jafnvel vera aðeins meira. Og líka þess vegna aðeins minna spila ekki mikið af leikjum en kemur samt fyrir.

Sá eina á 114 þús hjá tölvutækni er beint á forsíðunni hjá þeim er hún að virka vel? betur? heldur enn það sem ég setti upp hér? Bara svona reyna finna lausn á þessu. Öll hjálp vel þeginn.

Ég var líka að hugsa á maður kannski ekkert að fara í þennan örgjörva og fara kannski í minni örgjörva hvað finnst ykkur? Takk kærlega fyrir alla hjálpina.


Þetta sem þú ert nú þegar búinn að velja er alveg nokkuð fínt. Mæli bara með því sem ég sagði áður, fá sér 8800GTS frekar ef þú vilt vera algjörlega future-proof næstu árin (Gerandi ráð fyrir að þú ert ekki beint hardcore gamer :8) ).

Síðan er það í rauninni smekksatriði hvort þú velur E6750 Duo örrann eða Q6600 örrann. Þeir eru að performa mjög svipað en E6750 örrinn er aðeins hærra klukkaður og ódýrari. Q6600 örrinn er aðeins lægra klukkaður en hefur helmingi fleiri kjarna. Lestu þetta til að auðvelda þér að ákveða :8)

Ef þú ert á budget þá myndi ég persónulega taka E6750 örrann og nota auka peninginn í að fá þér 8800GTS kortið, en ég mæli með að þú lesir þér um auka kosti quad core áður en þú ákveður hvort það borgi sig fyrir þína standards.

Og síðast en ekki síst, þá ætti 500w afgjafi frá einverju vel þekktu merki að vera alveg nóg. Meðal þekktra merkja sem ég mæli með er Thermaltake, Fortron og OCZ, og hugsanlega sumir Antec.

Er sjálfur að keyra Q6600, 8800GTS, 2x1GB Kingston kubba og 1x HDD á 500w Antec Earthwatts sem fylgdi með Antec Sonata kassanum :)

Gangi þér vel :wink:

Sent: Fim 04. Okt 2007 15:12
af wixor
Hef verið að skoða þetta og núna vantar mig álit.
Hvað á maður að taka af þessu og hvers vegna :)
Takk fyrir hjálpina.

1. Gigabyte S775 GA-P35-DS3R móðurborð
1. Samsung SH-S202GB DVD +/- skrifari, svartur.
1. 2x 500GB SATA2 Western Digital Harður diskur.
1. OCZ 2GB DDR2 800MHZ (2x1GB) Platinum Edition.
1. Intel Core 2 Q6600 örgjörvi, OEM.
1. OCZ Vindicator CPU Heatsink örgjörvakæling.
1. Antec Sonata 3 Quiet Mini með 500W spennugjafa, ATX.
1. XFX 8800 GTS PCI-Ex16 skjákort, 320MB DDR3, 2xDVI,oc.

Næsta:

1. Core 2 QUAD Q600,2,4Ghz,8MB L2 Cache með viftu
1. Asus P5N-E, NForce 650i, ATX, LGA775, PCI-Express, SLI.
1. GeIL PC2-6400 Value 2GB DDR2-800 CL5 (5-5-5-15)
1. 2x Samsung Pinpoint 500GB SATA2 7200RPM 16MB Buffer.
1. Lite-ON 18x Dual Layer DVD Brennari, Svartur.
1. Coolmax 550W aflgjafi ATX2.2 120mm kælivifta.
1. EZ-Cool H-60B
1. Inno3D GeForce 8800GTS 320MB GDDR3, PCI-Express.

Og seinasta:

1. Antec Sonata 3 með 500 W öflugum hljóðljátum aflgjafa.
1. Gigabyte P35-DS3R,s775, 4xDDR2, 8xSATA2, PCI-E, Core2Duo.
1. Intel Core 2 Quad Q6600 2.4GHZ, LGA775, 8MB Cache,
OEM.
1. Arctic Cooling Freezer 7 Pro hljóðlát kælivifta.
1. XFX NVIDIA GeForce 8800 GTS 320MB DDR3 Extreme.
1. SuperTalent 2GB kit(2x1GB) DDR2, 800MHz, CL5, PC6400.
1. 2x Samsung 500GB Serial-ATA 2, 16 MB cache, 7200sn.
1. SonyNEC AWQ-170 18x DVD+RW, skrifari ide svartur.

Hver hefur vinninginn og hvers vegna?

Sent: Fim 04. Okt 2007 19:36
af ErectuZ
Þessi efsta og þessi neðsta eru mjööööög svipaðar hjá þér. Þessi í miðjunni sýnist mér líka vera svipuð hinum.

Ætla að tala um efstu, miðju og neðstu sem A, B og C héreftir.

Mér sýnist A og C hafa það fram yfir B að þú færð aftermarket örgjörvakælingu (Þó stock sé alveg meira en nóg ef þú ert ekkert að fara út í einhverja yfirklukkun, hitinn hjá mér fer aldrei mikið yfir 45° með stock kælingu) og skjákortin eru overclocked eitthvað smá frá framleiðanda. Síðan finnst mér líka persónulega Sonata kassinn vera mega sexy :oops:

Munurinn á A og C er sá að með A færðu minni og örgjörvakælingu frá topp framleiðanda (OCZ) en hins vegar voru framleiðendur hörðu diskanna þekktir fyrir að gefa frá sér háværa og leiðinlega diska áður fyrr (Veit ekki hvort þeir séu búnir að bæta sig eitthvað, getur vel verið).

C er voðalega neutral eitthvað fyrir mér, enginn framleiðandi sem ég dýrka þar en samt hefur maður ekki heyrt neina slæma hluti af neinum þeirra heldur. Örgjörvakælingin er víst svolítið hávær með viftunni sem fylgir en það er hægt að laga með einhverri góðri Zalman 120mm viftu.

Mér finnst í rauninni öll þrjú tilboðin vera nokkuð góð og þú ættir ekki að vera svikinn af neinu þeirra. Ef þú ert á budget myndi ég bara skella mér á það sem þér er boðið ódýrast. Það er í rauninni voðalega lítill, ef einhver, munur á performance á þessum pökkum, kemur aðallega fram sem þetta factory overclock á skjákortunum, og jafnvel þá er enginn gífurlegur munur.

Sent: Fim 04. Okt 2007 22:55
af wixor
Kærar þakkir fyrir þetta.
Þætti vænt um það ef fleiri geta sagt skoðanir sínar. Er enn að hugsa þetta.

Sent: Fös 05. Okt 2007 08:35
af Halli25
ErectuZ skrifaði:Þessi efsta og þessi neðsta eru mjööööög svipaðar hjá þér. Þessi í miðjunni sýnist mér líka vera svipuð hinum.

Ætla að tala um efstu, miðju og neðstu sem A, B og C héreftir.

Mér sýnist A og C hafa það fram yfir B að þú færð aftermarket örgjörvakælingu (Þó stock sé alveg meira en nóg ef þú ert ekkert að fara út í einhverja yfirklukkun, hitinn hjá mér fer aldrei mikið yfir 45° með stock kælingu) og skjákortin eru overclocked eitthvað smá frá framleiðanda. Síðan finnst mér líka persónulega Sonata kassinn vera mega sexy :oops:

Munurinn á A og C er sá að með A færðu minni og örgjörvakælingu frá topp framleiðanda (OCZ) en hins vegar voru framleiðendur hörðu diskanna þekktir fyrir að gefa frá sér háværa og leiðinlega diska áður fyrr (Veit ekki hvort þeir séu búnir að bæta sig eitthvað, getur vel verið).

C er voðalega neutral eitthvað fyrir mér, enginn framleiðandi sem ég dýrka þar en samt hefur maður ekki heyrt neina slæma hluti af neinum þeirra heldur. Örgjörvakælingin er víst svolítið hávær með viftunni sem fylgir en það er hægt að laga með einhverri góðri Zalman 120mm viftu.

Mér finnst í rauninni öll þrjú tilboðin vera nokkuð góð og þú ættir ekki að vera svikinn af neinu þeirra. Ef þú ert á budget myndi ég bara skella mér á það sem þér er boðið ódýrast. Það er í rauninni voðalega lítill, ef einhver, munur á performance á þessum pökkum, kemur aðallega fram sem þetta factory overclock á skjákortunum, og jafnvel þá er enginn gífurlegur munur.

Ef þú ert að segja að WD harðdiskar gefi frá sér hávær hljóð þá ertu svo í fortíðinni að hálfa væri nóg. Seagate eru traktorar miðað við WD í dag.

Sent: Fös 05. Okt 2007 09:29
af ErectuZ
faraldur skrifaði:Ef þú ert að segja að WD harðdiskar gefi frá sér hávær hljóð þá ertu svo í fortíðinni að hálfa væri nóg. Seagate eru traktorar miðað við WD í dag.


Þá veit maður það, er bara nýkominn aftur inn í tölvubraskið síðan um svona 2004 svo mikið af því sem ég veit er svolítið outdated :lol: