Síða 1 af 1
Sjónvarpskort
Sent: Fös 28. Sep 2007 11:39
af @Arinn@
Hvaða sjónvarpskort er að virka best með K!TV ? Þarf að fá mjög góð gæði útúr kortinu sem næst sjónvarpsgæðum. Ef það er hægt og semsagt þarf að virka með K!TV til að geta gert the thing....
- Arinn
Sent: Lau 29. Sep 2007 13:06
af @Arinn@
Eða vitiði hvað er besta BT878 kortið ? Eða besta kortið sem virkar með K!TV ? T.d þetta
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3768 vitði hvort þetta sé með 878 kubbasetti ?
Sent: Lau 29. Sep 2007 17:47
af hagur
Nei, Hauppauge notar ekki BT878.
Sent: Lau 29. Sep 2007 19:02
af @Arinn@
ok þá veit ég það... Ég er bara að leytast eftir mjög góðu korti sem virkar með K!TV
Sent: Lau 29. Sep 2007 20:25
af Yank
Sent: Lau 29. Sep 2007 21:57
af OverClocker
Alveg sama hvaða 878 kort þú ert með.. myndgæðin eru ekki góð á þeim... þetta eru löngu úrelt kort.
Mæli með að þú borgir fyrir Stöð2, og fáir þér td Hauppauge pvr-150 sem er með mjög skýra mynd.
KRAPP
Sent: Sun 30. Sep 2007 00:16
af Gets
Sammála, ég gafst fyrir löngu upp á þessu dæmi, búin að prófa allt í þessum efnum og gæðin alltaf algjört KRAPP.
PS. þá á ég við ef maður er að afrugla þetta sjálfur.
Sent: Sun 30. Sep 2007 01:39
af @Arinn@
en þetta Happauage PVR-350 ? Væri hægt að tengja það í gegnum digitalið og sjá stöð2 í gegnum það.. Er áskrifandi á þessu samt... langar bara að hafa þetta allt í tölvunni inní herbergi er að reyna að sleppa við að vera með sjónvarp og tölvu.. Bara einn skjá.
Sent: Sun 30. Sep 2007 13:42
af hagur
Já, það er minnsta málið. Ég er sjálfur með svona MCE-PVR150 kort. Er með það tengt við Digital Ísland móttakara með S-Video og RCA audio. Nota bene, ég er með upptökumyndlykilinn, hann býður uppá S-Video út.
Venjulegi Digital Ísland lykillinn er ekki með S-Video, en þá verður þú að notast við composite video (gula tengið) og RCA audio, sem veitir örlítið síðri myndgæði.
Ég er með dedicated HTPC vél undir þetta og keypti mér líka USB-UIRT infrared sendi/móttakara á netinu, þannig að HTPC vélin getur stýrt digital ísland afruglaranum sjálf, þ.e kveikt/slökkt, skipt um rásir og hvaðeina.
Svo er ég með SageTV server uppsettan á HTPC vélinni og með client á hinum tölvunum á heimilinu þannig að maður getur verið að vinna í tölvunni og stream-að sjónvarpið í leiðinni. Helvíti gaman að þessu.
Sent: Mán 01. Okt 2007 09:47
af Stebet
Getið líka keypt ykkur DVB-T kort með Conax CAM (til að seta smartkortið frá Digital Ísland í). Getið t.d. pantað það
héðan og þá getiði tekið á móti Digital Ísland útsendingunum

Sent: Mið 03. Okt 2007 00:53
af @Arinn@
Hvort þarf kortið að hafa PAL eða NTSC? Fatta ekki allveg hvað þetta er en gott að hafa þetta á hreinu þar sem ég er að kaupa þetta að utan og annað hver er svona megin munurinn á pvr-150 og pvr-350 ?
Sent: Mið 03. Okt 2007 10:29
af hagur
Hérna heima er notað PAL. NTSC er bandarískt kerfi.
Reyndar hélt ég að flest þessara sjónvarpskorta styddu bæði PAL og NTSC.
Ég þekki ekki alveg muninn á þessum kortum, en veit þó að PVR500 kortið er með Dual tuner, þannig að þú getur t.d horft á eina stöð og tekið upp aðra á meðan.
Hérna er ágætis samanburðartafla:
http://www.hauppauge.com/pages/compare/compare_pvr.html
Sent: Mið 03. Okt 2007 19:41
af IL2
500 kortið er í raun tvöfalt 150 kort . Haupage eru fín kort, 250 og 350 kortin eru eldri hönnun en 150.
Leadtek eru líka með fín kort.
Hér er ágætis spjallsvæði
http://www.tv-cards.com/index.php
Sent: Fim 04. Okt 2007 21:42
af @Arinn@
Er 150 kortið semsagt betra en 350 ? Hver er svona munurinn á þeim og Leadtek WinFast PVR2000 ?