Síða 1 af 1

Media Center.

Sent: Mán 24. Sep 2007 20:44
af andrig
Góðan dag.
Ég er að spá í Media Center.
er mað bara með borðtölvu fyrir aftan sjónvarpið.
er að spá mun þetta kort: http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... uPP_150MCE
Mun þetta kort virka með Linux MCE, http://linuxmce.org ?

**edit**
eða er eitthvað annað kort sem þið mælið með?
**edit**

Sent: Mán 24. Sep 2007 21:22
af andrig
hver er t.d munurinn á þessum 2?

Sent: Mán 24. Sep 2007 21:31
af Yank
Ég er búinn að ganga í gegnum 3 kynslóðir af media center inní stofu.
Sú lausn sem ég er með núna er langbesta af þeim hingað til.

Það sem skiptir lang mestu finnst mér að þetta sé hljóðlátt. Og það þarf alvöru power í þetta því það að spila HD efni krefst afls af vélbúnaði.

Er núna með E6300, Gigabyte microATX 965 móðurborð, 2 GB corsair XMS DDR2 800MHz, Gigabyte silent 7600GS, Creative Audigy hljóðkokrt og þetta Sjónvarps kort sem þú likar.

Þessu er síðan komið fyrir í Antec Fusion kassa http://www.antec.com/us/productDetails.php?ProdID=15740
Ásamt Vista premium sem hefur innbyggt Media Center kemur þetta mjög vel út.

Þetta er ca 1 árs. Ef ég væri að taka í dag myndi ég hafa þetta mjög svipað nema með 8600GT silent korti og betra hjóðkort.

Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort betra væri að taka kassa sem myndi rúma ATX móðurborð og hef stundum rennt hýru auga á kassana sem Tölvuvirkni er að selja þeir eru með mjög flotta kassa m.a. með LCD snerti skjá en þeir kosta eftir því.

Sent: Þri 25. Sep 2007 10:06
af Dagur
hauppauge kortin eru langbest ef þú ætlar að nota linux.