Síða 1 af 1

Hljóðkortsvandræði

Sent: Fös 21. Sep 2007 17:08
af Alcatraz
Sælir, núna lenti ég í því fyrir nokkrum mín. að hljóðið er hætt að virka hjá mér. Það sló út hjá mér og þegar ég kveikti á tölvunni er þetta eins og Soundblaster kortið mitt sé ekki í tölvunni... Ég er búinn að berjast eitthvað í þessu en ekkert gengur. Veit einhver hvað gæti virkað?

Kv. Alcatraz

Hljóðkort vesen

Sent: Fös 21. Sep 2007 18:00
af Gets
Ég hef lent í sama dæmi, ég tók kortið úr vélinni og smellti því aftur í.
Vélin fann ekki kortið og dæmdi ég það því ónýtt, fékk mér nýtt kort og allt í himnalagi eftir það.
Nokkru seinna skellti ég þessu hljóðkorti í aðra tölvu sem ég eignaðist og ekki fann hún heldur kortið og þá fékk það líka að fjúka í ruslið.
Prófaðu að kippa því úr og setja það aftur í, gæti komið inn.

Annað sem er að vísu svolítið langsótt, en það er spurning um að endursetja bíosin.

Sent: Fös 21. Sep 2007 18:38
af ÓmarSmith
búin að kíkja í Device manager ?

Sent: Fös 21. Sep 2007 20:24
af Alcatraz
Allt ok!

Ömm...

Sent: Fös 12. Okt 2007 14:24
af Hyper_Pinjata
prufaðu að taka kortið úr vélinni og setja það aftur í og alveg þessvegna setja það í aðra rauf

hentu (uninstallaðu) Driverunum fyrir hljóðkortið
restartaðu
ræstu vélina
sæktu driverana á netinu
installaðu driverana
restarta
og núna ætti hljóðkortið að virka...