Síða 1 af 1

Skjákorts hugleiðingar yfir bjór

Sent: Fös 14. Sep 2007 22:34
af viggib
Sælir.
Ég á lappa með nvidia 8600gt og borðtölvu með ati x1900xt korti.
Spurningin er sú hvað teljið þið vera öflugra kort ?
Ps sett upp á lappann og náði medium upplausn. ? (Oblivion),sett á borðtölvu max upplausn 1280x1024.

Sent: Fös 14. Sep 2007 22:43
af Yank
Það er enginn spurning X1900XT í borðtölvu er öflugra.

Það er sjaldan sem Laptop skjákort eru jafn öflug og borðtölvu skjákort.
Þ.e. 8600GT í laptop er yfirleitt lakara í afli en 8600GT í borðtölvu.

Að auki er 8600GT ekki eins öflugt og X1900XT hvort sem það er í laptop eða borðtölvu.

Á gröfunum þarna sérðu að 8600GT er aldrei öflugra en 7900GTO sem er niðurklukkað 7900GTX kort en X1900XT er svipað í afli 7900GTX.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14575

Sent: Fös 14. Sep 2007 22:53
af viggib
Sæll.
það var þetta sem mig grunaði.!
Ps.ég er að spá í x2900xt kortinu,það virðist vera ágætis díll ?

Sent: Fös 14. Sep 2007 23:09
af ÓmarSmith
Taktu frekar 8800GTX

ekki spurning.

Nvidia vs Ati

Sent: Fös 14. Sep 2007 23:18
af viggib
Sæll.
Er það öflugra kort,eða eru það bara driverar?

Sent: Lau 15. Sep 2007 02:55
af Harvest
Töluvert betra kort bara.

Þyrftir alveg 2 2900 kort til að toppa 8800 :P