Síða 1 af 1

Að slökkva á hörðum disk

Sent: Fös 14. Sep 2007 18:08
af gunnargolf
Ég er með 3 disk í vélinni minni. Ég vil geta slökkt á tveimur þeirra þegar ég er ekki að nota þá.

Er einhver leið til þess?

Sent: Fös 14. Sep 2007 18:31
af Arnarr
eru þetta sata eða ata diskar?

Sent: Fös 14. Sep 2007 18:36
af gunnargolf
Einn IDE og einn SATA.

Sent: Lau 15. Sep 2007 02:58
af Harvest
Ég er búinn að bíða heillengi eftir svari :P

Langar virkilega að vita þetta.

Sent: Lau 15. Sep 2007 11:26
af Arnarr
ég HELD að þá ætti að vera hægt að taka barasta sata diskinn úr sambandi þótt að það sé kveikt á tölvuni og setja hann aftur í samband þegar að þú vilt... en allt fer í rugl ef maður tekur úr sambandi ata disk þegar að tölvan er í gangi...

Sent: Lau 15. Sep 2007 15:47
af gunnargolf
Er ekki til eitthvað forrit sem leyfir manni að slökkva á ákveðnum diskum?

Sent: Lau 15. Sep 2007 18:46
af IL2
Er þetta ekki hægt í gegnum BIOS?

Sent: Sun 16. Sep 2007 20:45
af TechHead
Well, diskarnir fara sjálfkrafa í gang þegar 12v er hleypt á þá þannig að það
er ekkert hægt að gera á hugbúnaðar-level til að slökkva á diskunum.
(nema þú sért með SAS tengda SCSI diska, en nýrri stýringar styðja að
slökkva á diskum í hugbúnaðarstýringu)

Hinsvegar væri hægt að setja breaker Rofa á kaplana sem liggja í Sata
diskana úr PSU til að slökkva á þeim svo framarlega sem það er ekki stýrikerfisdiskur
eða diskur sem inniheldur Page-file´inn. En þar sem IDE diskar styðja ekki
hotswap þá er lítið hægt að gera í þeim málum nema að fá sér máski
HotSwap skúffu í 5 1/4" bay og franhjá tengja breaker-rofa í þá stýringu?

Thoughts anyone?

Sent: Sun 16. Sep 2007 21:00
af ManiO
Úff, minnir mig á "tilboð" sem var hjá Dell í BNA um daginn, SAS diskar, 147 gig 10.000rpm á 18 dollara. Sumir hafa sennilega misst starfið þann dag :lol: Og það besta var að þeir sendu út þó nokkur eintök á þessu verði.

Sent: Sun 16. Sep 2007 21:26
af Harvest
4x0n skrifaði:Úff, minnir mig á "tilboð" sem var hjá Dell í BNA um daginn, SAS diskar, 147 gig 10.000rpm á 18 dollara. Sumir hafa sennilega misst starfið þann dag :lol: Og það besta var að þeir sendu út þó nokkur eintök á þessu verði.


Dell.... so bright xD

Sent: Sun 16. Sep 2007 22:45
af IL2

Re: Að slökkva á hörðum disk

Sent: Mán 17. Sep 2007 03:26
af Demon
gunnargolf skrifaði:Ég er með 3 disk í vélinni minni. Ég vil geta slökkt á tveimur þeirra þegar ég er ekki að nota þá.

Er einhver leið til þess?


Um, já...Vista slekkur á HD eftir 20 min á default power stillingu.

Re: Að slökkva á hörðum disk

Sent: Mán 17. Sep 2007 08:25
af Harvest
Demon skrifaði:
gunnargolf skrifaði:Ég er með 3 disk í vélinni minni. Ég vil geta slökkt á tveimur þeirra þegar ég er ekki að nota þá.

Er einhver leið til þess?


Um, já...Vista slekkur á HD eftir 20 min á default power stillingu.


Einhver leið að gera þetta manually?

Já, by the way.. Vista sucks

Sent: Mán 17. Sep 2007 11:12
af corflame
Control Panel -> Power Options -> Power Schemes -> Turn off hard disks after (3min til 5klst, eða aldrei).

Þetta er búið að vera til lengi ;)

Sent: Mán 17. Sep 2007 11:44
af Birkir
Ég er nokkuð viss um að þetta sé ekkert svo sniðugt.

Það minnkar endinguna (að ég held) að vera alltaf að kveikja og slökkva á diskunum, mun betra að hafa bara kveikt á þeim.

Sent: Mán 17. Sep 2007 12:30
af Demon
Tekur undir það. Hugsa að það slíti disknum meira að vera alltaf að spinna sig upp aftur og aftur.

Sent: Mán 17. Sep 2007 13:33
af Harvest
corflame skrifaði:Control Panel -> Power Options -> Power Schemes -> Turn off hard disks after (3min til 5klst, eða aldrei).

Þetta er búið að vera til lengi ;)


Þá slekkurðu á vélinni þannig séð. Held hann sé bara að tala um að slökkva á eitthverjum ákveðnum diskum en geta verið að vélina (ss. windows diskinn) áfram.

Sennilega til að losna við hávaða/hita.

Sent: Mán 17. Sep 2007 15:25
af corflame
Harvest skrifaði:
corflame skrifaði:Control Panel -> Power Options -> Power Schemes -> Turn off hard disks after (3min til 5klst, eða aldrei).

Þetta er búið að vera til lengi ;)


Þá slekkurðu á vélinni þannig séð. Held hann sé bara að tala um að slökkva á eitthverjum ákveðnum diskum en geta verið að vélina (ss. windows diskinn) áfram.

Sennilega til að losna við hávaða/hita.


Nei, einmitt ekki, þetta er bara fyrir diskana, svo geturðu stillt þetta fyrir vélina eða skjáinn líka.