Síða 1 af 1

Aflgjafinn gallaður?

Sent: Sun 09. Sep 2007 13:55
af Pandemic
Ég var að versla nýja tölvu fyrir bróðir minn og samsetningin gekk eins og í sögu... og ég installaði öllu þessu nauðsynlega en síðan allt í einu í gærkveldi s.s svona 4 tímum eftir að ég var búin að boota henni í fyrsta skiptið þá slökkti hún bara á sér... engir error kódar ekki neitt.

Ekkert virkaði ef ég ýtti á powerswitchinn þá hreyfist ekki einu sinni vifta... Síðan nokkrum klukkutímum seinna þá ítti ég á power takkann og volla hún bootar, en deyr síðan eftir nokkrar mínútur...

Ég prófa að grípa til þess ráðs að juða í on/off switchinum aftan á PSU on/off/on/off/on/off/on og ítti síðan á power takkann á vélinni og þá fer hún aftur í gang en deyr síðan eftir skamma stund.

Hvað haldiði er powersupplyið gallað?


OCZ StealthXStream 600W

Sent: Sun 09. Sep 2007 16:26
af Yank
Gæti verið áttu annan aflgjafa til að prufa?

Gæti líka verið eitthvað annað, t.d. móðurborð.
Svo virkar líka "ótrúlega" oft að rífa allt í sundur og setja saman aftur.

Sent: Sun 09. Sep 2007 17:05
af Pandemic
Ekkert sem keyrir þetta, er með einn 430W Antec Truepower en hann er ekki með nauðsynleg tengi.

var aðeins að leita á google hvort fleiru hefðu lent í svipuðu veseni og sá einn þráð þar sem strákurinn sagði að þetta on/off trick hefði virkað í nokkur skipti síðan hefði bara heyrst "poff" í aflgjafanum og tölvan alveg dáið, hann skipti út aflgjafanum og allt virkaði fínt. Þannig ég ætla að fara með hann aftur og kannski prófa ég hann í kvöld í minni vél.

Sent: Sun 09. Sep 2007 17:12
af ManiO
Farðu frekar með aflgjafann beint í búðina. Óþarfi að hætta fleiri tölvum með gallaðan aflgjafa :wink: