Síða 1 af 1

Móðurborðsdriverar

Sent: Lau 08. Sep 2007 23:33
af dezeGno
Sælir.

Ég var með tölvuna í viðgerð hjá kísildal og svo virðist vera að þeir hafi gleymt að láta mig fá móðurborðsdiskinn með öllum driveronum fyrir það. Nú skapast það vandamál að mig vantar internet driver fyrir móðurborðið til að komast á netið, allt annað er komið. Móðurborðið sem ég er með er Asus P5N32-E SLI. Ef einhver hér veit hvar ég get fundið þennan driver endilega láta mig vita. Er búin að leita á http://www.asus.com síðunni án árangurs.

Takk fyrirfram!

Sent: Sun 09. Sep 2007 00:13
af Heliowin
Þetta hlýtur að vera driverinn ef þú velur Lan úr listanum og svo fyrir rétta stýrikerfið.

Sent: Sun 09. Sep 2007 00:36
af dezeGno
Er búin að reyna það en það virðist ekki virka :S

Sent: Sun 09. Sep 2007 00:44
af Heliowin
Hvaða stýrikerfi ertu með?

Sent: Sun 09. Sep 2007 02:02
af dezeGno
Windows Xp Home 32bit

Sent: Sun 09. Sep 2007 02:13
af Heliowin
Mér sýnist að þarna sé driver fyrir XP þó að hann sé líka tilgreindur sem 64 bita driver. Kannski er hann bara 64 bita og það sé ástæðan fyrir því að hann virki ekki. Mér þætti það skrítið að Asus væri ekki með driver fyrir þig. Ég hef ekki séð neitt á forum síðum Asus sem bendir til þess.

Sent: Sun 09. Sep 2007 06:58
af gnarr

Sent: Sun 09. Sep 2007 10:54
af dezeGno
Hvert á ég að installa þessu? Það er engin setup file í þessu :?

Sent: Sun 09. Sep 2007 16:55
af dezeGno
Einhver?

Sent: Sun 09. Sep 2007 18:10
af Taxi
dezeGno skrifaði:Einhver?

Ef þú ert með driverinn en ekki install-pakka þá hægri smellirðu á My Computer og velur Manage,síðan velur þú Device Manager úr listanum og þá færðu lista hægra megin sem er með Network adapters,þar ætti að vera gult spurningarmerki sem þú hægri smellir á og velur Update Driver.

Þá ætti tölvan að finna rétta driverinn og installa honum fyrir þig.