Síða 1 af 1

MSI P35 Platinum

Sent: Fim 06. Sep 2007 16:16
af littel-jake
Væri skinsamlegt að skella sér á tilboðið á P35 móðurborðinu í Tölvulistanum. Er þetta eitthvað sem mundi endast

Re: MSI P35 Plarinum

Sent: Fös 07. Sep 2007 00:39
af Minuz1
littel-jake skrifaði:Væri skinsamlegt að skella sér á tilboðið á P35 móðurborðinu í Tölvulistanum. Er þetta eitthvað sem mundi endast


styður ekki SLI að ég held þannig að ég myndi nú mæla með að taka eitthvað annað.

Re: MSI P35 Plarinum

Sent: Fös 07. Sep 2007 08:00
af ManiO
Minuz1 skrifaði:styður ekki SLI að ég held þannig að ég myndi nú mæla með að taka eitthvað annað.


Nema að sjálfsögðu að menn ætla að fara að yfirklukka. Í því tilviki væri það heimska að taka ekki P35. Spurning um hvort X38 kubbasettið muni verða með SLI stuðning en þau borð eiga að toppa P35 í yfirklukkun.

Sent: Lau 08. Sep 2007 13:11
af emmi
Intel eru hættir að gefa út kubbasett sem styður SLI.

Sent: Þri 11. Sep 2007 08:21
af stjanij
emmi skrifaði:Intel eru hættir að gefa út kubbasett sem styður SLI.


hvernig rökstyður þú það?

Sent: Þri 11. Sep 2007 08:54
af emmi
Þetta var það sem einn ágætur maður í einni tölvubúð sagði mér. :)

Sent: Þri 11. Sep 2007 21:31
af Yank
Intel hlítur að fara að framleiða kubbasett sem styðja SLI. Það er víst nógu kjánaleg staða sem þeir eru í dag að framleiða aðeins kubbsett sem styðja einungis tví-skjákorta lausnir frá aðal samkeppnisaðila sínum.

Það eru einhverjar sögusagnir um að X38 komi til með að styðja SLI en ekkert official enn.

Sent: Þri 11. Sep 2007 21:33
af gnarr
Það eru nVidia sem skera úr um hvort kubbasettin þeirra fá að styðja SLI. nánast öll kubbasett á markaðnum eru tæknilega séð "capable" að keyra bæði SLI og CF