Asrock uppfærsluspjald


Höfundur
Doct
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 24. Júl 2006 14:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Asrock uppfærsluspjald

Pósturaf Doct » Lau 25. Ágú 2007 02:09

Hæ,nokkrar sillý spurningar: ég er bara að spá í hvort að það sé einhver hérna inni sem hefur prufað þetta uppfærsluspjald sem að Kísildalur er að selja: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=321..

Ég er bara að spá í hvort að það sé ekki eitthvað sem tínist í hraða ef maður notar svona spjald.

Hvernig er að setja viftu á svona apparat, og kanski það sem skiptir mestu máli, í hvaða rauf er þetta sett?

Man ekki eftir fleiri spurningum í augnablikinu...



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Lau 25. Ágú 2007 11:58

Ef þú leggur ekki í að skipta um móðurborð í tölvunni og vilt spara þér 4-5 þúsund (af heildarpakka sem inniheldur bæði þetta spjald, örgjörva og minni, ca 15-20 þúsund?), þá er þetta örugglega fínt. Að því gefnu að þú sért með nákvæmlega svona móðurborð eins og þetta spjald þarf.
Spjaldinu er bara stungið í örgjörva sockettið á móðurborðinu og já þú tapar örugglega einhverjum hraða, kannski 5-10% (ágiskun út í loftið).



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Lau 25. Ágú 2007 12:18

Tjah, ég verð að segja að ég STÓR efast um að þetta fari í örgjörva socketið, kíktu aðeins betur á myndina. Þetta fer í spes port sem er á þessum 3 móðurborðum sem eru talin upp í vörulýsingunni, eins og sjá má á þessum link: http://www.ocinside.de/go_e.html?http:/ ... sata2.html

Portið heitir ASRock Future CPU Port.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Lau 25. Ágú 2007 12:50

4x0n skrifaði:Tjah, ég verð að segja að ég STÓR efast um að þetta fari í örgjörva socketið, kíktu aðeins betur á myndina. Þetta fer í spes port sem er á þessum 3 móðurborðum sem eru talin upp í vörulýsingunni, eins og sjá má á þessum link: http://www.ocinside.de/go_e.html?http:/ ... sata2.html

Portið heitir ASRock Future CPU Port.

That'll learn me!
Ég gerði bara ráð fyrir að þetta virkaði svipað og "slotketin" í gamla daga sem maður sett í PII móðurborðin.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Lau 25. Ágú 2007 17:24

Mannleg eru mistök :wink:


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Lau 25. Ágú 2007 19:22

Restin af því sem ég skrifaði stenst samt alveg, það eina sem er grætt þarna er sparnaður upp á 4-5 þúsund (af 15-20+) og að þurfa ekki að skipta um móðurborð.




Höfundur
Doct
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 24. Júl 2006 14:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Doct » Lau 25. Ágú 2007 19:49

Jamm ók... takk fyrir þessar upplýsingar.

Málið er náttúrulega að með þessu slepp ég við að uppfæra skjákortið í smátíma.. :oops:

Þá fór ég að spá í hvort að það sé ekki örugglega pláss fyrir grafíkkortið.. ég skoða þetta betur..



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1311
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf viddi » Sun 26. Ágú 2007 11:16

Doct skrifaði:Jamm ók... takk fyrir þessar upplýsingar.

Málið er náttúrulega að með þessu slepp ég við að uppfæra skjákortið í smátíma.. :oops:

Þá fór ég að spá í hvort að það sé ekki örugglega pláss fyrir grafíkkortið.. ég skoða þetta betur..


ætti að vera pláss fyrir skjákortið því að þetta spjald snýr þannig að örrinn snýr upp



A Magnificent Beast of PC Master Race