Síða 1 af 2

Ný tölva (ekki búinn að kaupa hana)

Sent: Mán 13. Ágú 2007 17:07
af tommi77
- Intel Core 2 Duo E6600 2.4GHz, 1066FSB - 17.850 kr.
- http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2466

PARAÐ MINNI - Aeneon, STT, gerð DDR2-800, 2 GB (2x1 GB) CL5 Dual Channel
- http://www.computer.is/vorur/5203

PCI-E - NVIDIA - Sparkle Geforce 8800GTS 320 MB GDDR3 PCI-E 26860 kr
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... P_8800GTS1

SATA 2 Western Digital 500 GB Serial ATA 2 7200 sn/mín 16 MB cache. -9.200 kr.
- http://www.computer.is/vorur/5867

Gigabyte S775 GA-P35-S3 móðurborð - 11.900 kr.
- http://www.tolvutek.is/product_info.php ... ts_id=6204

Aspire X-plorer svartur ATX án aflgjafa. - 7.000 KR.
- http://www.kisildalur.is/?p=2&id=47

550 W Low Noise, aflgjafi. - 9.405 kr.
- http://www.computer.is/vorur/6711

Samsung S203B SATA svartur
- http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3954

Samtals
------------------
17.850 kr.
6.500 kr.
26.860 kr.
9.200 kr.
11.900 kr.
7.000 kr.
9.405 kr.
---------
92075 kr.



Ég væri aðallega í leikjum, vafra á netinu og svo örsjaldan í excel og því löguðu.
Mig langar eigilega ekki að eyða meira en 80k í nýja tölvu

þarf samt reyndar að kaupa drive líka því ég ætla að selja hina á 10-20k svo ég get ekkinotað úr gömlu tölvunni.

Svo ég ætlaði að spurja hvort vélin fyrir ofan sé ekki bara frekar góð eða kannski alltof dýr fyrir leiki eins og Call of Duty og WoW. Eða hvort það sé eitthvað hægt að bæta hana.

Ég eyði frekar miklum tíma í tölvunni en ég veit ekkert um tölvur svo mig vantar hjálp :)

Sent: Mán 13. Ágú 2007 20:44
af Yank
E6600 er öflugri og ódýrari
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2466

Svo eru þessir linkar eitthvað skrýtnir hjá þér, m.v. lýsingar sem þú gefur.

Sent: Þri 14. Ágú 2007 10:22
af tommi77
ok ég er búinn að laga linkana sry

en já afhverju ekki að kaupa E6600 ef hann er öflugri og ódýrari

Sent: Þri 14. Ágú 2007 10:32
af °°gummi°°
Eitt sem ég tek eftir hjá þér er að móðurborðið er lítið micro atx borð með innbyggðu Intel skjákorti og frekar gömlu kubbasetti.
Þú getur áreiðanlega fundið ódýrt móðurborð sem hentar þér betur:
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... ts_id=6204
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=450

Sent: Þri 14. Ágú 2007 10:44
af tommi77
seinna móðurborðið sem þú ert með, styður það ekki core duo eða er ég bara of blindur til að sjá það ? :)

Sent: Þri 14. Ágú 2007 10:53
af °°gummi°°
tommi77 skrifaði:seinna móðurborðið sem þú ert með, styður það ekki core duo eða er ég bara of blindur til að sjá það ? :)
Þú segir nokkuð! Þetta fór alveg fram hjá mér - fann review um þetta borð og þar er sagt "The Intel 975X chipset and LGA 775 provide support all current Socket 775 processors up to the Pentium D 965 series. The AW8D does not support the new Conroe processors."
http://www.cluboverclocker.com/reviews/ ... /index.htm

Svo ekki kaupa þetta borð!
En efra borðið ætti að vera fínt.

Sent: Þri 14. Ágú 2007 11:29
af tommi77
ok takk, svo ef ég myndi bara skipta E6400 fyrir E6600 sem er odýrari og svo í þetta móðurborð væri tölvan þá ekki bara helvíti fín ?

Sent: Þri 14. Ágú 2007 19:41
af Holy Smoke
Tölvan er fín fyrir utan þetta 8600GTS skjákort, en öll 8600-serían er hálfgert rusl. Ef þú ert með LCD skjá sem er 19" eða stærri (s.s. 1280x1024 eða yfir) myndi ég gleyma því og taka 8800GTS, jafnvel þó það kosti meira. Ef þess þarf með myndi ég frekar taka ódýrari örgjörva til að hafa efni á því.

BTW, þú ert með vitlaust skjákort í verðtalningunni, þannig að þú myndir hvort eð er ná þessu fyrir 80þús kall.

Sent: Þri 14. Ágú 2007 22:03
af tommi77
Hvap haldiði að ég gæti selt medion v6 tölvu á með 1g vinnsluminni og með 6600 GT skjákort.
Pabbi minn ætlar að kaupa hana af mér fyrir litla bróðir minn og væri því fínt að fá svona sanngjarnt verð svo að maður sé nú ekki að láta kallinn borga offjár fyrir hana

Sent: Þri 14. Ágú 2007 23:58
af GuðjónR
Mér finnst menn allt of oft klikka á móðurborðunum.
Kaupa kannski besta örrann...yfirfylla vélina af RAM, kaupa skjákort sem kostar meira en allir hinir hlutirnir til samans...og skella þessu öllu á ódýrt lélegt móðurborð með úreltu kubbasetti...

Móðurborðið er mikilvægasti hluturinn í góðri tölvu. Það á ekki að spara í það.

Sent: Mið 15. Ágú 2007 10:21
af tommi77
er móðurborðið sem ég er með núna lélegt eða með úrlet kubbasett?, ef sv er gætiru bent mér á eitthvað nógu gott sem er samt ekki rándýrt ? væri vel þegið :)

Sent: Mið 15. Ágú 2007 15:23
af Yank
GuðjónR skrifaði:Mér finnst menn allt of oft klikka á móðurborðunum.
Kaupa kannski besta örrann...yfirfylla vélina af RAM, kaupa skjákort sem kostar meira en allir hinir hlutirnir til samans...og skella þessu öllu á ódýrt lélegt móðurborð með úreltu kubbasetti...

Móðurborðið er mikilvægasti hluturinn í góðri tölvu. Það á ekki að spara í það.


Þetta er að sjálsögðu rétt. En einungis út frá ákveðnum forsendum. Mikilvægasti hluti tölvu sem notðu er mest í leiki er að sjálfsögðu skákortið.

Á endanum þá eru öll móðurborð, hvort sem það er Nvidia 650, 680, Intel 975, 965, eða P35 að skila nánast sömu afköstum, þegar notast er við DDR2 800MHz minni og ekki er yfirklukkað. En verðmunurinn getur verið töluverður því slík borð kosta ca 10-35 þúsund.

Munurinn á afli þessara móðurborða er minni en svo að viðkomandi verði nokkurntíman var við hann. Því er eðlilegt að eyða meira í CPU, eða skákort því þann aflmun er líklegra að þú verðir meira var við.

Sent: Mið 15. Ágú 2007 16:39
af tommi77
svo er tölvan þá ekki bara góð eins og hún er núna ?

Sent: Mið 15. Ágú 2007 22:35
af Daz
Holy Smoke skrifaði:Tölvan er fín fyrir utan þetta 8600GTS skjákort, en öll 8600-serían er hálfgert rusl. Ef þú ert með LCD skjá sem er 19" eða stærri (s.s. 1280x1024 eða yfir) myndi ég gleyma því og taka 8800GTS, jafnvel þó það kosti meira. Ef þess þarf með myndi ég frekar taka ódýrari örgjörva til að hafa efni á því.

BTW, þú ert með vitlaust skjákort í verðtalningunni, þannig að þú myndir hvort eð er ná þessu fyrir 80þús kall.

Værirðu til að fara aðeins nánar út í afhverju 8600 serían er drasl? Inquiring minds want to know

Sent: Fim 16. Ágú 2007 00:25
af ÓmarSmith
Afköst-Gæði-Verð.

Það er ástæðan.

8600GTS er reyndar held ég allt í lagi kort.

en 8800GTS er bara svo marg margfalt betra að það skyggir bara mikið á 8600 línuna.

Sent: Fim 16. Ágú 2007 10:57
af Daz
Hvaða kort er þá betra (með tilliti til verðs m.a.) en t.d. þetta

Sent: Fim 16. Ágú 2007 11:44
af Yank
tommi77 skrifaði:svo er tölvan þá ekki bara góð eins og hún er núna ?


Hún er ágæt. Ég dáist af því hversu duglegur þú ætlar að vera að þvælast á milli verslana og safna saman hlutum.

Sent: Fim 16. Ágú 2007 11:59
af tommi77
takk fyrir það, en þegar þetta er tölva sem ég ætla að nota örugglega í langan tíma þá tími ég alveg að eyða tíma í að safna hlutunum saman

Sent: Fim 16. Ágú 2007 12:01
af tommi77
takk fyrir hjálpina ætli maður skelli sér ekki bara í að kaupa þessa tölvu.
hélt samt að hún væri betri en ágæt :lol:

Sent: Fim 16. Ágú 2007 15:02
af Holy Smoke
Fyrir peninginn sem þú ert að borga er hún meira en ágæt. Það eina þú gætir gert til að bæta hana myndi kosta þig töluvert meira, t.d. 10þús kalli dýrari örgjörvi og 20þús kalli dýrara skjákort. Ef þú ætlar að eiga tölvuna í meira en tvö ár (og þú hefur efni á því) gæti hugsanlega borgað sig fyrir þig að eyða þessum auka 10þús kalli í quad-core örgjörva, en annars er lítil ástæða fyrir þig að eyða meiru í þessa tölvu.

Sent: Fim 16. Ágú 2007 19:06
af tommi77
ah! gleymi ég alveg geisladrivinu og skrifara, það þarf ekkert að vera dýrt stöff er það ?

Sent: Fös 17. Ágú 2007 10:03
af °°gummi°°
Att selja Sata DVD skrifara á 3900 minnir mig

Sent: Fös 17. Ágú 2007 14:50
af tommi77
http://www.computer.is/vorur/6064

er þessi ekki bara fínn?

Sent: Fös 17. Ágú 2007 14:52
af Harvest
Þetta er alveg mjög gott leikja setup fyrir lítinn pening. Ert í rauninni að kaupa það besta fyrir það minnsta ef þú fattar hvað ég á við.

Mundi samt fá seagate hdd og annan kassa. Jafnvel spá í að taka 2x250 diska og skella þeim í raid0.

Sent: Fös 17. Ágú 2007 16:17
af tommi77
en eru einhverjir sérstök drif/skrifarar sem einhver mælir með, er þessi ekki alveg nógu góðir sem ég er með í póstinum fyrir ofan ?