Síða 1 af 1

Kaupa á einum stað?

Sent: Fös 10. Ágú 2007 17:23
af Arkidas
Ég stofnaði þráð hér um uppfærslu þar sem ég kaupi hluti í mismunandi búðum. Var þó að hugsa hvort að það væri betra að kaupa allt í einni búð og biðja um að slá af verðinu? Hef gert það tvisvar áður, en hvaða búð væri ákjósanlegust ef eitthvert vit er í þessu?

Takk.

Sent: Fös 17. Ágú 2007 15:04
af Harvest
Ég mæli með að kaupa þetta í sömu búðinni.

Þá eru þeir oftar til í að gefa smá afslátt eða t.d. ef þú lætur þá setja saman fyrir þig.

Oft líka gott að fara með blað til þeirra til að sýna hvað þú villt nokkurnveginn og spurja hvað þeir geta boðið... fara svo bara í svona 2-3 aðrar verslanir og reynt að láta þær toppa :P

Sent: Fös 17. Ágú 2007 15:48
af °°gummi°°
Ég myndi tékka á Tölvutek.
Ég var að fá mér tölvu og sendi póst á att að spyrja hvort þeir gerðu tilboð, þeir sögðu að bestu verðin þeirra væru á vefnum. Sem endaði með því að í staðinn fyrir að versla fyrir ~140þ hjá þeim þá verslaði ég fyrir tæp 70þ.
Ég nenni nefnilega alveg að fara í 2 auka búðir til að spara mér 6 þúsund kall :)