Síða 1 af 1

Dvico Tvix m-3100U vandamál

Sent: Fim 19. Júl 2007 06:20
af barabinni
Ég fékk mér 3100 í gær og ákvað að skella mér á einn WD 320 gb gellu til að geta haft allt inná honum. En það gékk allt til að byrja með. Ég Formattaði og soddann. Ætlaði svo bara að aftengja usb-ið og skella í sjónvarpið. Ennnn það vildi ekki virka.

Fyrst slekk ég bara á tvixinu. En þá festist hann í "loading" okay ég endurræsi bara þar sem ég býst við að hann sé frosinn. Þá kveikir hann á sér með þeim kúnstum að loading kemur á skjáinn og ljósin á spilaranum blikka nokkrum sinnum. Svo heldur hann bara áfram í "loading"

Ég komst aldrei á þann punkt að geta gert setup. Veit að tv-outið virkar þar sem það kemur mynd á sjónvarpið þegar ég tek diskinn í flakkaranm úr sambandi. Virðist vera að spilarinn og diskurinn vilja ekki vera vinir. Ég er bara ekki alveg viss hvernig ég get umturnarð því á einhvern hátt ef ekkert vil virka og ég hef svosem ekkert gert við diskinn nema að formata og gera prime partition.

Sent: Fim 19. Júl 2007 08:30
af TechHead
Það er þekkt vandamál með Tvix 3100 Spilarann að nokkrar tegundir af WD
diskum virka ekki í flakkaranum.

Lausn: Annað brand af hörðum disk.

Sent: Fim 19. Júl 2007 09:45
af barabinni
Æðislegt hvað ég lendi alltaf í svona fjöri. :lol:

Keypti þennann disk spes fyrir tvixið... en jæææææja !

Sent: Fim 19. Júl 2007 12:54
af Harvest
Hentu þessu bara í þá og segðu að þetta virki ekki...

Þú varst aldrei látinn vitia að eitthverjir diskar virkuðu ekki í þessum flakkara.

Sent: Fös 20. Júl 2007 17:58
af audiophile
Ég er með Seagate í mínum og hann virkar flott, að mestu leyti.

Hef nýlega verið að lenda í að ýmsar myndir virkir ekki á spilaranum þó þær virki í tölvunni.

Einvher sem mælir með betri flakkara en þennan Tvix?

Sent: Fös 20. Júl 2007 18:22
af Harvest
audiophile skrifaði:Ég er með Seagate í mínum og hann virkar flott, að mestu leyti.

Hef nýlega verið að lenda í að ýmsar myndir virkir ekki á spilaranum þó þær virki í tölvunni.

Einvher sem mælir með betri flakkara en þennan Tvix?


Hann styður auðvita ekki öll formöt... svo eru þeir studnum í vandræðum með að spila "broken" .avi fæla.