LCD sem ræður við HD


Höfundur
Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

LCD sem ræður við HD

Pósturaf Olli » Mán 16. Júl 2007 22:16

Ég er að pæla í að festa kaup á svona 22-24" widescreen skjá (ekki flatsjónvarpi, heldur tölvuskjá).

* Hann verður að ráða við a.m.k 1920*1200 pixla upplausn, semsagt hann verður að ráða við High Definition.
* Verð -100.000 helst í kringum 75.000 ef ekki ódýrari.
* Hann mun örugglega mikið fara í kvikmyndaáhorf en minna ef einhvað í tölvuleiki.
* Ég mun hugsa mikið um útlitið, vil helst silvraðan skjá og ekkert LG eða svipað merki.
* Upplausnin, verðið og útlitið skiptir mestu máli en auðvitað er allt annað plús svo sem birtustig, svartími o.s.frv.
* Það er einnig stór plús að hafa mikið af tengimöguleikum, sérstaklega ef HDMI(er það ekki rétt stafað?) tengi er á honum.

Ég hef ekki fundið skjá sem hentar mér betur en þennan: Samsung 244T.


.. Er einhver þarna með mikið betra vit á þessu en ég og er fús til þess að benda mér á einhvern skjá?
takk, Olli




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mán 16. Júl 2007 23:04

Menn hafa almennt veirð mjööög ánægðir með Samsung 244T skjáinn. Ég veit um allavega tvo félaga mína sem mæla mikið með honum. Veit að það eru fleiri Vaktarar sem eiga svona, um að gera að þeir komi með sín álit líka :)




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Þri 17. Júl 2007 15:13

Ef þú ert ekki að hugsa um leiki þá er sennilega 244T málið fyrir þig; hann er með alveg bjútífúl mynd. Það er samt eitt sem þú vilt kannski hafa á bakvið eyrað, og það er að hann er með svolítið input lag. Það þýðir að til að lækka responseið í skjánum keyrir hann svolítið af post-processum, sem tekur tíma, og þýðir að myndin á skjánum hreyfist örlítið seinna að signalið er sent.

Fyrir mörgum, ef ekki flestum, er þetta ekkert issjú. En þegar ég skoðaði skjáinn fannst mér það samt of mikið; þegar ég hreyfði músina leið kannski ca. 1/4 úr sekúndu áður en bendillinn fór af stað. Þú myndir sjálfsagt ekki taka neitt eftir því við að horfa á myndir, en ef þú ert eitthvað að hugsa um nákvæmnisvinnu með músinni gæti það samt verið eitthvað sem þú tekur eftir. Ég myndi bara fara á staðinn og tékka hvort þetta er eitthvað sem böggar þig áður en þú ákveður að kaupa hann.




TestType
Fiktari
Póstar: 60
Skráði sig: Sun 11. Júl 2004 15:35
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf TestType » Þri 17. Júl 2007 15:42

Eins og HolySmoke segir þá er Samsung 244T líklegast ideal fyrir þig.
Hann er 24", hefur fengið góða dóma fyrir myndgæði og er með góða LCD panel týpu, hefur frábært úrval tengimöguleika (DVI, VGA, Component, Composite, S-video) og kostar 75.000 krónur.

En án þess þó að hafa skoðað þennan skjá sjálfur og með fullri virðingu fyrir HolySmoke þá leyfi ég mér að efast um að það sé eitthvað input lag á þessum skjá. Ég veit að öll LCD sjónvörp keyra myndina í gegnum image enhancement og þau hafa haft vandamál með lag (og í kjölfarið hafa komið "game mode" stillingar á þau mörg til að slökkva á image enhancements) en oftast kemur það ekki að sök á sjónvörpum því flestir nota það bara í videogláp. Hef aldrei heyrt talað um image processing tölvuskjái, enda er þannig lag dauðadómar yfir tölvuskjá að mínu mati og ég hef ekki lesið neitt slíkt um þennan skjá í þeim nokkrum review-um sem ég hef lesið.
Það er eiginlega bara ómögulegt annað en að eitthvað annað hafi valdið þessu en skjárinn sjálfur.




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Þri 17. Júl 2007 18:41

Það sem TestType segir er að flestu leyti rétt, en það er samt eitt sem vert að taka til greina hvað varðar þessi image enhancement sem er í sjónvörpum. Það er alls ekki það sama og er í gangi með þennan Samsung skjá, því input laggið sem einkennir hann er nokkuð sem einkennir alla svonefnda PVA panela og ágerist eftir því sem þeir verða stærri. 244T er auk þess með þeim verri á markaðnum hvað input lag varðar. LCD sjónvörp eru hins vegar flest töluvert dýrari en tölvuskjáir bæði hvað varðar upplausn og stærð. Það er að stóru leyti vegna þess að flest þeirra nota svokallaðan IPS panel, en þeir panelar þjást lítið sem ekkert af þessu input laggi sem einkenna PVA. Og þó þau keyri ýmsa image processing algoritma til að bæta myndina, þá er laggið í IPS skjám ekki nærri því jafn dramatískt og í PVA.

Ekki svo að skilja að ég sé að draga of mikið úr 244T, því myndgæðin eru mjög há (þó ekki jafn og í góðum IPS). En ég er ekki að ýkja það þegar ég segi að ég gæti aldrei notað þennan skjá fyrir desktop vinnslu... ég þurfti bókstaflega að færa músina innan við 5 cm til að finna það. Ég notaði LCD sjónvarpið mitt (með IPS) í 7 mánuði sem desktop, en ég fann þetta lagg í Samsung skjánum strax. Ég hélt sjálfur að þetta væri uppblásið vandamál, en samt tók það mig innan við 2 sekúndur að ákveða að kaupa hann ekki.

Edit: Ég er by the way ekki að segja að OP eigi ekki að kaupa skjáinn, bara að hann eigi að tékka á honum áður.




Harvest
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Mið 18. Júl 2007 23:05

Ekki er nú um auðugan garð að gresja í þessum stóru skjám.

Nýji 24" acerinn er nú sennilega ódýrsatur allra en ekki endilega sá besti.

Ég persónulega mæli mjög mikið með 244T þar sem ég á einn slíkan, svartan.

Það eru bestu kaup sem að ég hef nokkurtíma keipt varðandi tölvur og sé ekki eftir því að hafa keipt hann. Standurinn/fóturinn undir honum er jafn liðugur og fimleikadrotning. Hann fer upp og niður í hringi og getur snúið sér.

Spekkarnir eru ekki af verri endanum heldur en ég spila mjög mikið 1.pers skotleiki á honum (á netinu) og hef ekki fundið fyrir neinu input laggi.

Eini gallinn sem ég sé nú bara á mínum er að þéttingarnar á power dótinu eru ekki nægilega góðar svo það er svona ööörlítið hátíðnihljóð á honum stundum. Þetta er eitthvað sem ég ætla að láta þá athuga bara svo hann fari nú ekki að deyja frá mér :'( ...

En annars... allt gott að segja um ca 6 mánaða reynslu af þessu undratæki.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Harvest
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Mið 18. Júl 2007 23:06

Holy Smoke skrifaði:Ef þú ert ekki að hugsa um leiki þá er sennilega 244T málið fyrir þig; hann er með alveg bjútífúl mynd. Það er samt eitt sem þú vilt kannski hafa á bakvið eyrað, og það er að hann er með svolítið input lag. Það þýðir að til að lækka responseið í skjánum keyrir hann svolítið af post-processum, sem tekur tíma, og þýðir að myndin á skjánum hreyfist örlítið seinna að signalið er sent.

Fyrir mörgum, ef ekki flestum, er þetta ekkert issjú. En þegar ég skoðaði skjáinn fannst mér það samt of mikið; þegar ég hreyfði músina leið kannski ca. 1/4 úr sekúndu áður en bendillinn fór af stað. Þú myndir sjálfsagt ekki taka neitt eftir því við að horfa á myndir, en ef þú ert eitthvað að hugsa um nákvæmnisvinnu með músinni gæti það samt verið eitthvað sem þú tekur eftir. Ég myndi bara fara á staðinn og tékka hvort þetta er eitthvað sem böggar þig áður en þú ákveður að kaupa hann.


Ekkert þannig á mínum :O


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS