Síða 1 af 1

Vandræði með Audigy SE hljóðkort - FPS drop

Sent: Mán 09. Júl 2007 17:12
af hallihg
Sælir.

Ég á í smá vanda. Vandamálin eru tvö, eitt verra en annað.

1. Til að losna við leiðindar suð sem fylgir oft þessum innbyggðu hljóðkortum á móbóum þá ákvað ég að kaupa Sound blaster Audigy SE hljóðkort til að leysa vandann. Ódýrt en gerir sitt hlutverk hafa menn sagt mér. Ég tengdi kortið, setti upp drivera og allt virkaði mjög smooth. En ekki löngu síðar sá ég að í þeim leikjum sem ég hef verið að spila, þá varð ég var við mikið FPS drop sem kom aldrei fyrir áður en ég setti Audigy SE kortið í vélina.

Meira að segja í auðveldum moddum fyrir Half-life gamla (Natural Selection) er ég að upplifa hlægilegt FPS drop í aðstæðum þar sem ég var með stable 100 áður fyrr.

Ef ég disable-a Audigy SE kortið í Device Manager og nota gamla innbyggða hljóðkortið, þá er ekkert FPS drop, svo það er enginn vafi hvert vandamálið er.

2. Annar vandi sem er þó heldur minni, en frekar hvimleiður, er að þegar ég er með eitthvað USB device tengt aftan á tölvunni, þá frýs tölvan þegar hún er að boota sér. Því þarf ég alltaf að kippa músinni úr sambandi og slökkva á flökkurunum þegar restarta eða kveiki á vélinni. Vélin frýs yfirleitt áður en Windows loadast.

Getur einhver aðstoðað mig með þessi tvö vandamál?

Speccarnir eru eftirfarandi:

Móðurborð: Abit KN9-SLI

Örgjörvi: Athlon64 X2 5600+ 2.8GHz 2x512KB L2

Vinnslu minni: 2GB GeIL DDR2-800 CL5

Harður diskur: 400GB Samsung Spinpoint 7200RPM SATA2

Geisladrif: 18x hraða Lite-On DVD-RW DL skrifari

Skjákort: Inno3d GeForce 8800GTS 320MB

Hljóðkort: Innbyggt 7.1 hljóðkort & Sound blaster Audigy SE

Aflgjafi: 480W Scorpio

Fyrirfram þökk!

Sent: Mán 09. Júl 2007 17:59
af TechHead
Það var þekkt vandamál með PCI businn á þessum móðurborðum

#1 = Uppfæra Bios

#2 = Disable´a Onboard hljóðkortið í BIOS [Finnur það undir integrated perephirals/ Onboard Devices]

#3 = Setja upp nýjustu NFORCE reklana fyrir móðurborðið.

#4 = Remova alla rekla fyrir Audigy kortið og hlaða þeim nýjust niður af
Creative heimasíðunni og setja þá upp aftur.

#5 = Ef ekkert af ofantöldu virkar þá myndi mig gruna FUD móðurborð.