TD hver er munurinn á 128-bit og 256-bit og 384-bit ?
Sent: Fös 06. Júl 2007 16:48
af Viktor
Hversu "stórt" vinnsluminnið á skjákortinu er. Því hærri tala, því fleiri bita getur skjákortið geymt án þess að þurfa að skipta út bitum, sem gerir það að vissu leiti hraðvirkara í sumum tilvikum.
Sent: Fös 06. Júl 2007 16:50
af TechHead
eerrrr..... nei.
Í þessu tilfelli stendur BIT fyrir minnisbandvíddar Breidd.
Með öðrum orðum stendur það fyrir hversu mörgum bitum minnið getur
þröngvað niður minnispípuna per minnisklukku.
Sent: Fös 06. Júl 2007 17:46
af dadik
Hugsaðu þetta sem akreinar á hraðbraut
128 bit samsvarar einni akrein
256 bit samsvarar tveimur o.s.fr.
Því fleiri akreinar því hraðari verða samskipti örgjörvans á skjákortinu (GPU) við minnið á skjákortinu - sem skilar sér í því að skjákortið getur teiknað fleiri ramma á sekúndu -> leikirnir verða meira smooth.