Síða 1 af 1

Álit á tölvu- og skjákaupum

Sent: Mán 25. Jún 2007 19:26
af Xen0litH
Ekkert rosalega íbyggin eða skemmtilegur þráður ég veit, en ég vidi bara fá smá review á eftirfarandi kaup:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1849

&

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3699


Fyrirfram þökk.

Sent: Mán 25. Jún 2007 22:59
af Heliowin
Tölvan er allt í lagi held ég.

Örgjörvinn er fínn og tekur P4 3GHz örgjörva í bakaríið segir einn með báða.

Móðurborðið er ódýrt og með frekar gamalt chipset en getur tekið nýju Core 2 Duo 1066FSB örgjörvana eins og þann sem fylgir með pakkanum. Hef heyrt að sumir setji út á yfirklukkunarhæfni móðurborðsins þegar notast er við 1066FSB örgjörva, veit ekki hvað er til í því. Borðið virðist styðja mest 667MHz brautarhraða á vinnsluminni (gæti stutt meira,veit ekki) svo það er ekki alveg það splunkunýjasta en slæmt er það endilega ekki.

Vinnnsluminnið er með þokkalegan brautarhraða (667MHz) og ekkert út á það að setja.

Og ég held að innbyggða hljóðkortið á borðinu sé allt í lagi. Það er allavega ekki slæmt eða gamaldags.

Skjákortið er alveg ágætt og er miðlungskort í nýrri góðri GeForce korta línu.