Síða 1 af 1

Hjálp við að clona hdd system disk yfir á nýjan hdd

Sent: Fim 21. Jún 2007 20:32
af hsm
Var að fá mér nýjan 160Gb fartölvu disk vantar að taka allt ( Windows líka ) af gamla 60Gb fartölvu disknum yfir á nýja.
Getið þið bent mér á hvaða forrit á ég að nota til að clona diskin.
Er með utaná liggjandi hísingu fyrir 2.5 diska.
Get ég ekki búið til img eða búið til backup af 60Gb yfir á heimilistölvuna og sett það svo inn á nýja 160Gb og sett hann svo í fartölvuna ?
Bíð spentur eftir öllum snillingum. :8)

Kv Hlynur :)

Sent: Fim 21. Jún 2007 20:52
af CendenZ
það eru til nokkur brúkuð Ghost forrit.

flest þeirra styðja driver updates/installs ETC..

norton ghost, acronis true image, driveimage.

northon ghost 10 var með þennan eiginlega, og það er komið 12.

Tortnearðu :P

Sent: Fös 22. Jún 2007 09:12
af dadik
acronis true image (Y)

Hef notað þetta tvisvar. Ákaflega vesenislaust, engir bootdiskar eða álíka leiðindi (hver á floppydrif?!?).

Sent: Fös 22. Jún 2007 15:48
af DoRi-
nota oft Casper XP
það er reyndar ekki til á boot disk(sem ég hef fundið)
rosalega fínt forrit

Sent: Lau 23. Jún 2007 16:34
af hsm
Prufaði DriveImage XML
og allt virtist ganga vel þangað til ég setti nýja diskin í fartölvuna
þá segir tölvan no system disk :(
Jæja prufa eitthvað annað og takk fyrir svörin og hjálpina.

Kv hsm

Sent: Lau 23. Jún 2007 17:02
af Heliowin
Það getur hugsast að MBR (Master Boot Record) sé á hidden partition eða semsagt þar sem recovery image frá framleiðandanum er og DriveImage XML hafi ekki imagað þá partition.

Ef þetta er eitthvað sem gæti hugsast þá getur þú reynt að finna disksneiðina og reynt aftur með því að taka líka image af henni í leiðinni. Þetta er venjulega bara nokkra gigabæta partition sem væri eflaust hægt að sjá í DriveImage.

Sent: Lau 23. Jún 2007 17:27
af hsm
Ég gleymdi að setja (Active) á nýja diskin :8) en er búinn að því og allt virðist virka fínt núna :D
Takk kærlega.

Sent: Fim 19. Júl 2007 10:03
af kbg
Ég mæli með xxclone, alveg svínvirkar:

http://www.xxclone.com

Auðvelt að klóna t.d diskinn yfir á stærri disk, einn aukakostur sem enginn önnur svona forrit virðast hafa er að það er sjálfkrafa defraggað í leiðinni þar sem þetta forrit afritar skrárnar en ekki diskinn beint eins og önnur forrit.

Sent: Fim 19. Júl 2007 17:03
af Revenant
dd if=/dev/hda of=/dev/hdb