Síða 1 af 1

Val á flakkara

Sent: Þri 19. Jún 2007 21:45
af zaiLex
Ég þarf SATA flakkara og þarf smá ráðleggingar,

Ég vil bara viftulausan ódýran flottann flakkara, ekki eitthvað drasl samt sem hættir að virka eftir ár. Eitthvað sérstakt sem þið vaktarar mælið með?

Sent: Mið 20. Jún 2007 00:07
af fallen
Vantec NEXSTAR-3
Er búinn að vera með 2 svona flakkara í gangi 24/7 síðan í desember 2005 og _aldrei_ neitt bras

Sent: Lau 30. Jún 2007 14:12
af Harvest
Flest allir þessara flakkara eru nú ágætir.

Mæli alveg með IcyBox, þar sem að hann er frekar opinn og leiðir þessvegna hitann vel út. Einnir er þægilegt að geta staflað fleiri en einu upp á hvorn annan.

Þeir eru líka ágætlega flottir. Fást t.d. hjá http://www.att.is