Síða 1 af 3

ati radeon skjákort

Sent: Sun 03. Jún 2007 15:10
af HemmiR
ég er að spá i að fá mér nytt skjákort i sumar.. ég er að spá hvort það komi ekki ný ati radeon sería af skjákortum i sumar? og hvenar þá? :lol:

Sent: Sun 03. Jún 2007 16:15
af Yank
AMD/ATI er nýlega loksins búið að senda frá sér DX10 kort X2900XT sem átti upphaflega að keppa við Nvidia 8800GTX en gerir það ekki. Er svipað öflugt og GTS. Þetta kort kom ca 8 mánuðum og seint á markað og hefur valdið þó nokkrum vonbrigðum. Hef ekki séð það í neinni verslun hér á landi enn.

Þannig hörðustu ATI aðdáendur, ég með talin hafa flestir snúið sér að Nvidia í bili.

Nvidia 8800GTS 320MB eru bestu kaup price/performance lega séð og verða það líklega næstu mánuði. Ef þú ætlar að fara að spila leiki í meira en 1600X1200 þá er hægt að réttlæta kaup á 8800GTS 640MB eða 8800GTX.

Sent: Sun 03. Jún 2007 17:18
af ManiO
8 mánuðum of seint? Af því að svo mikil þörf er búin að vera á DX10 kortum? :roll:

En flest reviews sem maður hefur verið að lesa þá tala flestir um að þetta sé rekla vandamál. Og svo ekki gleyma að X2900XT er mun ódýrara en 8800GTX kortin.

Sent: Sun 03. Jún 2007 17:41
af machinehead
4x0n skrifaði:Og svo ekki gleyma að X2900XT er mun ódýrara en 8800GTX kortin.


Enda jafnast 2900XT ekki á við 8800GTX í afköstum!

Sent: Sun 03. Jún 2007 17:51
af HemmiR
kk ég hef verið að spá i að færa mig aftur úr nvidia i ati radeon þarsem ég hef verið að fá graphic galla i wow á nvidia sem á vist að vera þekkt vandamál i wow á nvidia kortum :roll: og égbuinn að skipta um kælingu og alles og ekkert virkar :cry:

Sent: Sun 03. Jún 2007 18:16
af Yank
4x0n skrifaði:8 mánuðum of seint? Af því að svo mikil þörf er búin að vera á DX10 kortum? :roll:

En flest reviews sem maður hefur verið að lesa þá tala flestir um að þetta sé rekla vandamál. Og svo ekki gleyma að X2900XT er mun ódýrara en 8800GTX kortin.


Mikið ertu elskulegur :wink:

8800GTX kom út í nóv 2006 = enginn samkeppni frá AMD/ATI síðan þá, og í raun enn lítil sammkeppni.

LOL @ reklavandamál. AMD/ATI að fara leika sama leik og Nvidia var með varðandi 5800 línuna þegar 9800 var með yfirhöndina. Næsti driver frá nvidia átti alltaf að laga performance muninn, en gerði aldrei og svona gekk það mánuð eftir mánuð. Ég spái sama varðandi X2900TX.

Sent: Sun 03. Jún 2007 18:26
af ManiO
Já, er ekki að segja að 2900XT sé betra kort en 8800GTX, en þegar það munar um 150$ á kortunum, og ef kortið skánar með nýrri og betri reklum þá er erfitt að sannfæra sig. Þ.e.a.s. nema maður vilja það besta, og þá fer maður í Ultra útgáfuna sem er svo yfir $300+ dýrara en 2900XT.

Og svo myndi maður halda að örgjörvinn hans Hemma myndi vera smá flöskuháls með þessum kortum.

Sent: Sun 03. Jún 2007 19:06
af gnarr
2.4GHz DualCore Athlon64 örgjörvi flöskuháls? Drekkur þú úr tunnum eða hvað? :shock:

Sent: Sun 03. Jún 2007 22:34
af TechHead
Yank skrifaði:AMD/ATI er .......
............ Hef ekki séð það í neinni verslun hér á landi enn. ........


Það er lent á klakanum -> X2900XT

Sent: Sun 03. Jún 2007 23:05
af Yank
TechHead skrifaði:
Yank skrifaði:AMD/ATI er .......
............ Hef ekki séð það í neinni verslun hér á landi enn. ........


Það er lent á klakanum -> X2900XT


Frábært mig klæjar í fingurnar að prófa :D

Sent: Sun 03. Jún 2007 23:32
af HemmiR
hehe, en ég er að spá ef ég fæ mér nytt stöff einsog örgjörva,minni,móðurborð.. hvað mæliði með einsog er ? helst sem ódyrast s.s soldið budget dót en samt gott fyrir peningin timi ekkert mikið i tölvuna :shock:

Sent: Mán 04. Jún 2007 00:17
af kristjanm
4x0n skrifaði:Já, er ekki að segja að 2900XT sé betra kort en 8800GTX, en þegar það munar um 150$ á kortunum, og ef kortið skánar með nýrri og betri reklum þá er erfitt að sannfæra sig. Þ.e.a.s. nema maður vilja það besta, og þá fer maður í Ultra útgáfuna sem er svo yfir $300+ dýrara en 2900XT.

Og svo myndi maður halda að örgjörvinn hans Hemma myndi vera smá flöskuháls með þessum kortum.


Reyndu bara að sætta þig við það að 2900XT er lélegt og alveg sama hvað þú segir þá muntu ekki breyta því.

Sent: Mán 04. Jún 2007 00:29
af ÓmarSmith
Ertu alltaf neikvæður og í vondu skapi og þarft nauðsynlega að nokkurnveginn nöldra yfir öllu ?

:?


fyrir utan að það er engin reynsla af þessu korti og þó að einstaka bench hafi sýnt fram á la la score þá vilja þeir samt meina að driverar séu ekki fullmótaðir. Miðað við specs á þessum kortum þá bendir allt til að þau eigi að slá 8800 við en það er bara reynslan sem vantar upp á.

Ég er nokkuð viss á því að ATI eiga eftir að bóna kortið almennilega og sýna hvað býr að baki.

Sent: Mán 04. Jún 2007 00:55
af gnarr
leiðin sem ATi fóru með 2900 línuna er svolítið tvíeggja sverð.

2900xt er með 320 SP, en hinsvegar er hönnunin þannig að í versta falli getur kiortið bara keyrt 64 þræði í einu, en í besta falli 320 í einu. Á móti því að 8800GTX er með 128 SP og getur alltaf keyrt 128 þræði í einu.

Ef ATi eru heppnir, þá munu koma út leikir sem að hitta þannig á að kortið getur notað nálægt 320 þráðum á öllum stundum, og þá mun kortið virkilega rokka. En miðað við hvernig staðan er í dag, þá er það kannski frekar ólíklegt.

Hinsvegar býður þessi hönnun uppá það að það er mögulegt að græða mikla nýtingu í ákveðnum leikjum með því að optimize-a rekkla.

Við verðum bara að bíða og vona. Það er líka aldrei að vita nema að 2900xtx sé svona seint vegna þess að ATi hafi uppgötvað að þessi leið var ekki alveg nógu sniðug hjá þeim og að þeir séu eitthvað að reyna að redda þessu á síðustu stundu.

Sent: Mán 04. Jún 2007 01:29
af kristjanm
Það verður aldrei neitt úr 2900XTX þar sem það væri afskaplega tilgangslaust fyrir ATI að gefa út kort sem notar 240W af rafmagni og er í besta lagi samkeppnishæft við 8800GTS.

Það mun koma út 65nm útgáfa, R650, sem á vonandi eftir að verða eitthvað betri.

Annars verðið þið bara að sætta ykkur við það að ATI tapaði þessari lotu, og það feitt. Gangi þeim betur næst.

Sent: Mán 04. Jún 2007 03:36
af Taxi
Ég er ekki sammála því Yank,að driverar breyti engu.

8800 kortin eru fín sönnun á því,virkuðu mjög illa á fyrstu driverum en löguðust mikið í hvert sinn sem það kom nýr driver.
Vantar bara aðeins uppá með Vista support.

X2900 kortið eru mikið betri kaup en 8800GTX og ég spái að þessi kort verði með mjög svipað performance þegar upp er staðið.

það munar ekki svo miklu á þeim samkvæmt þessari grein á X-bit
http://www.xbitlabs.com/articles/video/ ... games.html

Sent: Mán 04. Jún 2007 06:31
af kristjanm
Taxi skrifaði:Ég er ekki sammála því Yank,að driverar breyti engu.

8800 kortin eru fín sönnun á því,virkuðu mjög illa á fyrstu driverum en löguðust mikið í hvert sinn sem það kom nýr driver.
Vantar bara aðeins uppá með Vista support.

X2900 kortið eru mikið betri kaup en 8800GTX og ég spái að þessi kort verði með mjög svipað performance þegar upp er staðið.

það munar ekki svo miklu á þeim samkvæmt þessari grein á X-bit
http://www.xbitlabs.com/articles/video/ ... games.html


HD2900 er ekki að keppa við 8800GTX heldur 8800GTS, ATI hafa bara ekki neitt til að keppa við 8800GTX, þó svo að þeir séu búnir að lofsama hið ókomna kort í marga mánuði og fullt af fólki búið að bíða í marga mánuði eftir því.

Sent: Mán 04. Jún 2007 08:21
af ManiO
Hvernig væri nú að þegja yfir þessu rugli þar til að DX10 leikur kemur (ekki demo) og kannski 4 reklar eru komnir hjá ATI. Ef fólk man rétt eins og bent var á fyrr í þræðinum þá voru Nvidia í erfiðleikum fyrst með 8800 kortin sín og rekla, kannski er þetta "fad" með DX10 kortin. En ég segi bíða í í 3 til 4 mánuði og þá er hægt að tala málefnalega um þetta.

Sent: Mán 04. Jún 2007 09:17
af Stutturdreki
Company of Heroes er orðin DX10 frá og með patchi 1.70 sem kom út 31. maí..

Sent: Mán 04. Jún 2007 09:19
af ÓmarSmith
Hann er að tala um útgefinn full blown DX10 leik.

Og ég er alveg sammála. Bíða og sjá hvernig ATI standa sig þar.


Það er ekkert að marka þetta ennþá meðan engir DX10 leikir eru í boði eða driverar orðnir rétt útfærðir.

Auk þess er það XTX sem keppir við GTX.

XT = GTS

Bara svo það sé á hreinu.

Sent: Mán 04. Jún 2007 09:24
af ManiO
Átti ekki XT að keppa við GTX og XTX við Ultra? En annars, ef að marka má verðin þá er XT í samkeppni við GTS.

Sent: Mán 04. Jún 2007 09:32
af ÓmarSmith
Nei, Nvidia kynntu Ultra soldið eftir að þeir frá Ati komu með Specca yfir XTX.

Nvidia voru eflaust í pínu panic mode þar sem að ATI hafa iðulega haft vinninginn.

En í þessu tilfelli þá er 8800GTX yfirburða kort ennþá í dag í DX9.

Verðum bara að gefa ATI smá séns og sjá hvað gerist í sumar.

Sent: Mán 04. Jún 2007 10:10
af ManiO
Ekki það að mér ætti ekki að vera skítsama, mun ekki uppfæra í ár eða 2 :lol:

En hlekkurinn sem Techhead benti á, http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... TI_X2900XT er með nokkuð fínu verði verð ég að lofa mér að segja. 38.860 kall, sem er nánast það sama og sambærileg GTS kort eru að kosta, en ATI kortið kemur með HL:EP2 og öllum þeim leikjum sem fylgja (TF2 og Portal) þannig að þar sparar maður sennilega 3.000 kall. Alls ekki slæmur díll.

Og allir þeir sem eiga ATI kort en ekki HL2: Lost Coast og HL2:Deathmatch geta nálgast þá frítt í gegnum Steam, http://www.steampowered.com/ati_offer1a/

Sent: Mán 04. Jún 2007 12:21
af ÓmarSmith
Hlakka bara til að sjá almennileg Review á X2900XT og XTX þegar DX 10 kikkar inn og Driverar verða ekki issue.

Sent: Mán 04. Jún 2007 12:32
af Yank
Taxi skrifaði:Ég er ekki sammála því Yank,að driverar breyti engu.

8800 kortin eru fín sönnun á því,virkuðu mjög illa á fyrstu driverum en löguðust mikið í hvert sinn sem það kom nýr driver.
Vantar bara aðeins uppá með Vista support.

X2900 kortið eru mikið betri kaup en 8800GTX og ég spái að þessi kort verði með mjög svipað performance þegar upp er staðið.

það munar ekki svo miklu á þeim samkvæmt þessari grein á X-bit
http://www.xbitlabs.com/articles/video/ ... games.html


Enn og aftur eru orð mín slitin úr samhengi.

Ég sagði aldrei að reklar skiptu engu :!:
Það sem ég sagði var að ég sjái ekki fram á það að nýir reklar fyrir ATI muni stuðla að því að X2900XT muni ná Nvidia 8800GTX í performance.

Svo er ég sammála því hjá þér að X2900 geti mögulega verið betri kaup en 8800GTX, en það er einungis vegna þess að 8800GTX eru að mínu mati mjög léleg kaup m.v. verð og performance. En svo er ég einnig á því að 8800GTS 640MB séu betri kaup heldur en 2900 kortið. Og 8800GTS 320MB séu bestu kaup sem þú getur gert í dag.

En fjandin hafi það þessi skoðun er byggð á umfjöllunum sem aðrir hafa gert. Ég geri vonandi mína eigin síðar.