Síða 1 af 1

Ráðleggingar varðandi kaup á skjákorti...

Sent: Mið 16. Maí 2007 21:42
af thalez
Sælir vaktarar.

Mágur minn hefur safnað sér fyrir nýju skjákorti (hann fékk X600 MSI PCI-E kortið að gjöf).

Hann er að hugsa um kort á bilinu 10.000-14.000 kr.

Skjárinn hans er hins vegar aðeins með VGA-tengi.

Við höfum verið að skoða þessi kort:

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=471

http://www.computer.is/vorur/6562

http://www.tolvulistinn.is/vara/5182

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=470 ... reyndar er þetta aðeins með 2XDVI tengi...

Það er ýmist talað um að þessi kort séu með GDDR2 eða 3... frekar ruglandi (villandi?)

Er eitthvað sem þið mælið með sem styður DX10 og er undir 14.000 kr?

Fyrirfram þakkir...

Sent: Mið 16. Maí 2007 21:52
af Pepsi
8600GT kortið er besti kosturinn af þessum!!

Sent: Mið 16. Maí 2007 22:10
af Taxi
það fylgir breytistykki úr VGA +i DVI með 8600GT kortinu.

Sent: Mið 16. Maí 2007 22:49
af Yank
8600GT er málið á þessu verðbili.
Er að gera review með 8500GT, 8600GT og 8600GTS. Þannig búinn að prófa öll þessi kubbasett.

Hér er t.d. 3DMark05 niðurstöður. Sýna vel muninn á 8500GT vs 8600GT


Mynd

Sent: Mið 16. Maí 2007 23:53
af thalez
Frábært... bara eitt... virka þessi breytistykki? Ég reyndi ítrekað að fá Neovo F-417 og 7600Gt kort til að virka saman með breytistykki en án árangurs.

Sent: Fim 17. Maí 2007 00:14
af Taxi
thalez skrifaði:Frábært... bara eitt... virka þessi breytistykki? Ég reyndi ítrekað að fá Neovo F-417 og 7600Gt kort til að virka saman með breytistykki en án árangurs.

Hérna held ég að lykilorðið sé "Neovo" í þessum vandræðum þínum.

Ég nota svona breytistykki daglega í vinnunni,á gamlar og nýja vélar sem ég er að gera við og hef ekki lent í þessu á 15" LCD skjánum sem ég vinn á. :shock:

Sent: Sun 20. Maí 2007 15:45
af thalez
Taxi skrifaði:
thalez skrifaði:Frábært... bara eitt... virka þessi breytistykki? Ég reyndi ítrekað að fá Neovo F-417 og 7600Gt kort til að virka saman með breytistykki en án árangurs.

Hérna held ég að lykilorðið sé "Neovo" í þessum vandræðum þínum.

Ég nota svona breytistykki daglega í vinnunni,á gamlar og nýja vélar sem ég er að gera við og hef ekki lent í þessu á 15" LCD skjánum sem ég vinn á. :shock:


Takk kærlega fyrir hjálpina. Vissulega var rétt að Neovo er vandamálið. Mágur minn keypti þetta skjákort http://www.kisildalur.is/?p=2&id=470 og er himinlifandi með það. Hann er með 400W PSU, AMD 939 3800 SingelCore, 1gb í vinnsluminni og þetta rigg tekur Oblivion í nefið.

Takk enn og aftur. :D