Síða 1 af 1

Twinpack vinnsluminni

Sent: Mið 16. Maí 2007 17:26
af sleykurinn
Ég keypti mér íhluti í tölvu um daginn og lét Tölvuvirkni setja hana saman fyrir mig. Ég fékk mér svona http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... R2_2G_800T
vinnsluminni.

Eiga svona minni ekki að vera svona "hlið við hlið" í raufunum svo þau vinni betur saman?, af því að fólkið í tölvuvirkni setti þau í raufarnar þannig að það er ein auð rauf á milli.

Á ég að færa annað minnið yfir þannig að þau séu hlið við hlið?

Sent: Mið 16. Maí 2007 17:33
af ManiO
Hvernig móðurborð ertu með?

Það fer algerlega eftir því. T.d. á mínu móðurborði DFI UT LANPARTY CFX-3200 er það í víxluðum raufum.

Oft er einhver litakóði og þá eiga minnin að vera í sama lit.

svona er tölvan

Sent: Þri 22. Maí 2007 15:25
af sleykurinn
Kassi - Coolermaster Centurion 5 400Wött
Móðurborð - Intel - 775 - Foxvonn - P9657AA-8ekrs2h
Örgjövi - LGA775- Inter Core 2 Duo E6400 2.13GHz 1066FSB 2MB cache
Kæling - Örgjörvavifta- Arctic cooling Freezer 7- PRO fyrir Socket 77
Harða Diskur - 3,5" - S-ATA2 - Seagate Barrecuda 7200.10 320 gb 7200 1
Geisladrif - DVD Skrifari - DVD+og - Samsung Svartur 18xR/8xW+-/Dual L
Skjákort - PCI-E- Navidia Sparkle Geforce 8600GTS 256 MB GDDR3 PCI-1
Skjár- LCD - 19 tommu Neovo F-419 4 MS VGA og DVI
Hugbúnaður - Stýrikerfi - windos vista Home Premium 32- bita OEM
Lyklaborð - Logitech Elite Margmiðlunarlyklaborð Svart
Mús - Logiteach G5 2000dpi Leikja Laser Mús
Minni DDR2 minni 00MHz - MDT Twinpacks 2048MB CL5 2x1024

Sent: Þri 22. Maí 2007 15:31
af ManiO
Af myndinni að dæma (á heimasíðu Foxconn), myndi ég segja að minnin ættu að vera eins og þau eru. Er reyndar að sækja manualinn, þannig að ég skal segja þér með fullri vissu eftir smá.

EDIT: Segir ekkert í bæklingnum, en ég er þó nokkuð viss um að þetta sé rétt eins og er.

Sent: Þri 22. Maí 2007 17:01
af Stebet
Eiginlega öll Dual Channel móðurborð eru með raufarnar paraðar með litakóða og oftast er ein auð rauf á milli para þannig að ég er nokkuð viss um að þetta sé rétt hjá þeim.

Sent: Þri 22. Maí 2007 18:30
af kristjanm
Þú getur náð í forrit sem heitir cpu-z, það segir þér hvort að minnið sé að keyra í dual channel eða ekki.

Sent: Þri 22. Maí 2007 19:27
af Yank
Intel 965 móðurborð eru með lausa rauf á milli ef keyra á Dual Channel. Þ.e.a.s. ef það eru 2x kubbar.

Nvidia kubbasett hafa aftur á móti hin háttin á. Þ.e. minninn eru hlið við hlið til að keyra Dual Channel.

Þú ert með 965 kubbasett þannig..............