Síða 1 af 1

Uppsetning á RAID

Sent: Lau 05. Maí 2007 15:53
af Rednex
Sælir

Nú er svo komið að annar diskurinn minn dó og í þetta skiptið með allri tónlistinni !

Ég ætla að fá mér RAID 1 að öllum líkindum en er samt frekar viltur í þessum málum því ég hef aldrei unnið með RAID áður. Er þetta allt frekar auðvelt, stilli einhverja jumpera, eða þarf að mixa mikið til að fá þetta til að virka.

Kemur stýrkierfið þessu eitthvað við ef ég fæ mér stýrispjald? Ég er með Gentoo server.

Var að hugsa um 2 320gb diska, sata eða ide skiptir mig ekki máli.

Sent: Lau 05. Maí 2007 21:56
af Xyron
mörg móðurborð eru með raid controller innbyggðan.. á mínu asus borði eru t.d. 2 controllerar

veit ekki alveg með hvernig þetta gengur fyrir sig á linux.. en á xp installi þá þurfti að installa raid driverinum í byrjun af floppy disk áður en stýrikerfið var sett upp, þegar ég náði í driverana á asus.com sá ég einhverja linux drivera.. svo þetta hlýtur að vera eitthvað svipað ferli

þarft bara að enabla raid stæðuna í biosinum og setja hana upp.. það var mjög einfalt í gegnum bæði nvraid og silicon raid controllerana sem fylgja með mínu móðurborði.. prófaði þá báða, en hélt mig við nvraid, þar sem það var þæginlegra forrit sem fylgdi með til að eiga við raid stæðuna í windows..

veit bara ekki alveg nógu vel hvernig þetta gengur fyrir sig á linux.. og með ata vs sata, þá setti ég mitt raid upp á sata.. örugglega svipað fyrirkomulag með það.. bara skilgreina í biosinum hvaða diskar eiga fara í raidið

Sent: Mán 07. Maí 2007 13:15
af Rednex
Í bræði minni fann ég IDE Raid kort á 2.000kr,notað, og keypti. Eftir að ég fór á heimasíðu framleiðandans komst ég að raun um að þetta væri ekki "ekta" raid heldur væri í raun bara "software raid" sem er einmitt ekki það sem ég var að leita að. Undir Linux hefði ég ekkert þurft að kaupa mér sér stýrispjald til að nota software raid heldur bara það sem var fyrir :evil:

Eftir slatta mikinn lestur komst ég að raun um að mjög mörg móðurborð sem segjast vera með raid er í raun bara software raid. Ætli maður verði ekki bara að fjárfesta í ekta korti fyrir þetta :?


p.s. varð að setja gremju mína einhvert :wink:

Sent: Mán 07. Maí 2007 13:44
af gnarr
hardware raid kosta yfirleitt tugi, ef ekki hundruð þúsunda. Ég hef ekki enþá séð móðurborð með hardware raid. Ekki einusinni server borð.

Sent: Þri 08. Maí 2007 14:40
af emmi
Þú getur fundið fínt hardware raid kort frá 3ware á netinu fyrir $400-600. Prófaðu að tala við EJS líka, þeir eru með einhver kort.

Sent: Þri 08. Maí 2007 19:40
af Xyron
er ekki búinn að kynna mér þetta nógu vel.. hver er helsti performance munurinn á hardware og software raidi?

never mind.. nennti ekki að láta einhvern segja mér að fara á google svo.. well

Kóði: Velja allt

Conclusion
Hardware RAID is a superior solution to software
RAID in a networked environment as is typical for
servers. Its benefits are even more significant when
running applications with high CPU utilization.


linkur

Sent: Sun 13. Maí 2007 18:09
af Rednex
Þar sem ég er það nískur þá mun ég helda inn í Software RAID frumskóginn.

Svo kemur spurning. Þurfa diskarnir að vera nákvæmlega eins? Má ekki alveg hafa 2 diska frá sitthvorum framleiðandanum, t.d. 2x320gb frá Samsung og WD, svo að líkurnar á að þeir bili á sama tíma minnki? Þar sem að diskarnir þurfa að gangast undir sama álag er þá ekki skynsamlegt að hafa þá frá sitthvorum framleiðandanum?

Svo er annað. Er nauðsynlegt að nota allan diskinn undir þetta? Er ekki bara hægt að gera nákvæmlega 100gb partition á báðum diskunum og restin væri laus. Ég hafði einungis hugsað mér að geyma tónlist og ljósmyndir á Raid-inu.

Sent: Sun 13. Maí 2007 21:22
af urban
ég reyndar er með eina spurningu í kringum raid

er hægt að vera með rain 0 á 2 diskum (gefum okkur bara 2 x 74 GB raptor)

og taka síðan það raid og annan disk og gera raid 1 úr 2x 74 GB raptor og 1 x 74 GB raptor ?

semsagt vera með
raid 0 (2 hddar) + 1 hdd = raid 1

Sent: Sun 13. Maí 2007 22:27
af Bassi6
urban- skrifaði:ég reyndar er með eina spurningu í kringum raid

er hægt að vera með rain 0 á 2 diskum (gefum okkur bara 2 x 74 GB raptor)

og taka síðan það raid og annan disk og gera raid 1 úr 2x 74 GB raptor og 1 x 74 GB raptor ?

semsagt vera með
raid 0 (2 hddar) + 1 hdd = raid 1


Það gengur ekki en með 3 diska seturðu bara upp raid 5

Sent: Sun 13. Maí 2007 23:38
af Revenant
Rednex skrifaði:Þar sem ég er það nískur þá mun ég helda inn í Software RAID frumskóginn.

Svo kemur spurning. Þurfa diskarnir að vera nákvæmlega eins? Má ekki alveg hafa 2 diska frá sitthvorum framleiðandanum, t.d. 2x320gb frá Samsung og WD, svo að líkurnar á að þeir bili á sama tíma minnki? Þar sem að diskarnir þurfa að gangast undir sama álag er þá ekki skynsamlegt að hafa þá frá sitthvorum framleiðandanum?

Svo er annað. Er nauðsynlegt að nota allan diskinn undir þetta? Er ekki bara hægt að gera nákvæmlega 100gb partition á báðum diskunum og restin væri laus. Ég hafði einungis hugsað mér að geyma tónlist og ljósmyndir á Raid-inu.


Þetta fer eftir hvaða RAID þú notar:

RAID 1: Stærðin fer eftir minnsta disknum (þ.e. ef þú ert með 60GB og 200GB disk þá verður RAID-ið bara 60GB).

RAID 0: Það á víst ekki að skipta máli hversu stóra diska þú er með ef þú stripear þá.

Þetta fer samt mikið eftir því hvaða möguleika RAID controlerinn bjóði upp á. Ég tel það samt ólíklegt að þú getir speglað/stripe-að bara hluta af diski.

Sent: Þri 22. Maí 2007 03:27
af Minuz1
http://en.wikipedia.org/wiki/RAID

RAID 0(Þarft lámark 2 diska): verður aldrei öruggt.... gögnin skiptast milli disk a og disk b og ef annar skemmist þá eyðileggjast gögnin á báðum.

RAID 1(þarf 2 disk): Speglar gögninn milli diskana þannig að ef annar klikkar þá munt þú getað notað hinn diskinn án vandræða en þetta kostar dálítið mikinn pening þar sem þú þarft 2x diska fyrir hvert geymslupláss

RAID 5(3+diskar): gögnin geymd á lágmark 3 diskum sem notast við 1/3 af stærðinni til að reikna út hvað sé á hinum ef 1 klikkar.

Hardware Raid controllers eru orðnir staðalbúnaður í flestum 20+ þús kr móðurborðum í dag og líka hægt að kaupa sem PCI kort.

Dýrir RAID controllerar eru með hotswap og meira minni þannig að þeir nota ekki örgjörvan í tölvunni þinni til að vinna úr upplýsingunum.

Hotswap gerir þér kleift að skipta um bilaðan disk án þess að slökkva á tölvunni.