Síða 1 af 1
LCD skjár fyrir tölvuleiki
Sent: Mið 02. Maí 2007 23:59
af machinehead
Ég er að fara að versla mér 1stk skjá á næstunni og hef eina spurningu.
Er mikið verra að kaupa bara t.d. 32" sjónvarp en ekki skjá, því þau eru mun ódýrari?
Hver er munurinn á sjónvarpi og skjá þegar að tölvuleikjaspilun kemur?
Sent: Fim 03. Maí 2007 00:24
af Pandemic

Verri upplausn.

Input Lag?

Lélegt Response time

Ekki hannaðir fyrir þetta
Sent: Fim 03. Maí 2007 00:50
af machinehead
Okay, þannig að það borgar sig að fá sér frekar 24" skjá þvó hann sé 8" minni og jafnvel dýrari?
Sent: Fim 03. Maí 2007 10:32
af ÓmarSmith
ef þú tengir tölvuna með DVI--->HDMI þá ertu að fá brilliant upplausn og þvílíka skemmtun í 32" LCD
En vissulega eru þessi , eða flest þessi LCD ekkert hönnuð fyrir tölvuleikjaspilun.
Ég myndi mæla með Samsung 226 22" LCD í Tölvutækni, eða 22 Acer Crystalbrite frá Tölvutek í dag.
Báðir þessir skjáir eru alveg hreint frábærir. Stór panell og 1680 x 1050 upplausn er alveg fjári gott.
Fyrir utan að þeir looka baðir alveg einstaklega vel.
Veit að Kísildalur er líka með Bellinea skjái sem fá alveg frábæra dóma, en ég sjálfur hef ekki prufað þá í leikjaspilun.
Sent: Fim 03. Maí 2007 14:51
af ICM
Pandemic skrifaði: 
Input Lag?

Lélegt Response time

Ekki hannaðir fyrir þetta
Hvaða BS er þetta spyr ég?

Þetta á við um sum léleg tæki en flest sjónvörp í dag eru fín hvað þetta varðar. Getur líka fengið þau með 1080p þá er það meiri upplausn en flestir tölvuskjáir, en þá ertu líka komin upp í sjónvarp sem kostar mun meira en tölvuskjáir...
Sent: Fim 03. Maí 2007 14:57
af ÓmarSmith
Tækið mitt styður upp í 1080i með Component eða HDMI, hef reyndar ekkert notað þetta ennþá.
En það er alveg ljómandi þetta litla sem ég hef prufað.
eina sem gæti verið er ghosting í leikjum.
Er alltaf á leiðinni að prufa BF2 í 32"
Sent: Fim 03. Maí 2007 15:57
af ICM
Ef það er Ghosting í leikjum hjá þér þá er það sjónvarpinu þínu að kenna enda Philips og það er frekar stutt síðan þeir tóki sig á í þeim málum.
Annars eru sjónvörp í dag með enn minna ghosting en margir tölvuskjáir 2-4ms response er ekkert til að kvarta yfir.
Sent: Fim 03. Maí 2007 16:51
af machinehead
Þá held ég að ég skelli mér bara á 32" sjónvarp, það er reyndar ekki nema 720p sem er ekkert ýkja há upplausn
Sent: Fim 03. Maí 2007 17:39
af ÓmarSmith
ekkert ýkja há ?
hvað ertu að rugla. Hefuru séð bíómynd í 720P HD ?
klárlega ekki því þú átt eftir að missa þvag
720P er alveg meira en klikkuð upplausn í dag. eina sem toppar það er 1080P
ekki halda að 1080i sé betri þú hún sé hærri þar sem að 1080i er Interlaced og þar af leiðir ertu að sjá aðra hverja línu kódaða en ekki allar eins og P stendur fyrir eða Progressive.
Ef ég er að gubba þessu ranglega út úr mér biðst ég afsökunar. En þetta er basic munurinn á 1080i og 720P
Sent: Fim 03. Maí 2007 18:14
af ICM
Passaðu þig ef þú færð þér ódýrt sjónvarp þá eru svörtu litirnir aðal vandamálið og margir tölvuleikir eru mjög dökkir...
Sent: Fim 03. Maí 2007 18:15
af machinehead
720p er samt ekki nema hvað 1340 x 720 pixlar... Það er ekkert miðað við 1600 x 1200.
Eða er ég eitthvað að rugla?
Sent: Fim 03. Maí 2007 18:30
af machinehead
ICM skrifaði:Passaðu þig ef þú færð þér ódýrt sjónvarp þá eru svörtu litirnir aðal vandamálið og margir tölvuleikir eru mjög dökkir...
Hvaða sjónvarpi mæliru með sem kostar innan við 100þ?
Sent: Fim 03. Maí 2007 19:23
af ICM
Fyrir það lítin pening mæli ég frekar með tölvuskjá.
1360x768 er fín upplausn, það er betra að vera með hærra FSAA, AF og góð gæði frekar en háa upplausn og léleg gæði, þú tekur líka minna eftir jaggies á sjónvarpi en tölvuskjá á sömu upplausn.
Sent: Fim 03. Maí 2007 21:23
af Pandemic
ICM skrifaði:Pandemic skrifaði: 
Input Lag?

Lélegt Response time

Ekki hannaðir fyrir þetta
Hvaða BS er þetta spyr ég?

Þetta á við um sum léleg tæki en flest sjónvörp í dag eru fín hvað þetta varðar. Getur líka fengið þau með 1080p þá er það meiri upplausn en flestir tölvuskjáir, en þá ertu líka komin upp í sjónvarp sem kostar mun meira en tölvuskjáir...
Enda tók ég bara toppinn á smjörinu þegar ég var að tala um þetta, flest sjónvörp eru með lélegt response time hingað til en reyndar hafa framleiðendur verið að bæta sig og eru núna sjónvörp að fara í 8-6ms
Ég setti spurningamerki við Input Lag en ég hef þó tekið smá eftir því á plasma monitorinum okkar, en það fer reyndar beint í gegnum dvd-skrifaran og þaðan í sjónvarpið sem gæti skapað þetta.
Sjónvarpsskjáir eru vissulega ekki hannaðir fyrir þetta en hafa þó þennan möguleika að geta tengt tölvuna í þá og notað sem monitor
Sent: Fim 03. Maí 2007 22:05
af ICM
SAMSUNG henta mjög vel í svona, sjónvörp eru að fara niður í 4ms með 1080p. Hljómar eins og þú sért að vinna hjá Arganglúp en þeir eru oftast með frekar gömul tæki og nær undantekningarlaust vitlaust tengd.
Tæki frá Philips eru t.d. með PixelPlus (bætir myndina) sem er hægt að slökkva á þar sem það getur skapað delay þar sem myndin er "unnin" með allskonar myndbætingu, ég vona að þú sért ekki að vinna í sjónvarpsdeild.
Þú ert með einn Plasma skjá? Og ákveður að það sé input lag á öllum skjáum útaf því
Það er svona ár ef ekki meira síðan felstir framleiðendur viðurkenndu að það var óásættanlegt delay í tölvuleikjum og flestir tóku sig á.
Sent: Fim 03. Maí 2007 22:39
af Pandemic
ICM skrifaði:SAMSUNG henta mjög vel í svona, sjónvörp eru að fara niður í 4ms með 1080p. Hljómar eins og þú sért að vinna hjá Arganglúp en þeir eru oftast með frekar gömul tæki og nær undantekningarlaust vitlaust tengd.
Tæki frá Philips eru t.d. með PixelPlus (bætir myndina) sem er hægt að slökkva á þar sem það getur skapað delay þar sem myndin er "unnin" með allskonar myndbætingu, ég vona að þú sért ekki að vinna í sjónvarpsdeild.
Þú ert með einn Plasma skjá? Og ákveður að það sé input lag á öllum skjáum útaf því
Það er svona ár ef ekki meira síðan felstir framleiðendur viðurkenndu að það var óásættanlegt delay í tölvuleikjum og flestir tóku sig á.
Voðalega ertu þver, þú talar eins og ég sé bara að ljúga uppá aumingja manninn hinu og þessu.
Hvernig ætlar þú að skýra réttan Response tíma á skjám? g2g eða TrTf ?
Í g2g mælingum er frekar tilgangslaust að taka mark á því sem framleiðendur segja þar sem þeir hafa greinilega mismunandi hugmyndir um það hvar eigi að byrja að mæla og hvar skuli stöðva í cycle.
Búðir hér á landi eru alls ekki alltaf að selja það nýjasta á markaðnum og sjónvörp sem eru low-budget koma oftar en ekki með engum "response time" mælingum og hvað á hann að gera þá? (hann nefndi hvergi að hann ætlaði að versla sér dýrt LCD sjónvarp/monitor)
Ég sagði aldrei að allir skjáir væru svona og þessvegna þarf maður að vara sig.
Hvar var ég að tala um myndbætingarhardware? Og ég veit það full vel að það er hægt að slökkva á þessu.
Ég talaði aldrei um að
öll sjónvörp hefðu þetta vandamál með input lagg og hvað ertu að hinta um að ég kunni ekki að tengja mín tæki? Ég er með Panasonic monitor með einu BNC component slotti og nota DVD-skrifara/spilara sem tuner og í það tengi ég Xbox, DÍ,Harman Kardon hljóðkerfi, tölvu, etc og það veldur þessu leiðinlega input laggi.
Sent: Fim 03. Maí 2007 22:44
af gutti
ég mæli með hiklaust 24 samsung frekar stórt miða mar er horfa á, Þarf helst vera á vegg til geta horfa

Sent: Fös 04. Maí 2007 08:23
af ÓmarSmith
Pandemic, svarið þitt í byrjun bauð bara upp á þetta.
Þar talaru eins og þverhaus og þylur upp ÓKOSTINA við að nota LCD TV frekar en Tölvuskjá.
Þú lést ekkert kné fylgja kvið í þeim pósti.
U had this one comming.
Sent: Fös 04. Maí 2007 11:29
af SolidFeather
Ég tengdi mína vél við 32" Palladine tæki (kostaði 99þús) og tók ekki eftir neinu input laggi né ghosting. 1:1 image ratio og allt, kom mér á óvart hve flott það kom út
Sent: Fös 04. Maí 2007 13:51
af Dr. Cryptic
Vá marr alltaf að rífast... Hvað um að fá sér þennan, er eitthvað varið í hann?
Acer AL2623 Widescreen:
26'' LCD - 1920x1200 - 1600:1 - 5MS - VGA/DVI - HDCP - TITANIUM - Office line
Link:
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... ts_id=2822
Á 89.900 í Tölvutek!
P.S. Svo er líka hægt að fá 24" Acer á 59.900-74.900!