Ef þú ert að keyra mjög þungan leik þá vegur þetta mjög mikið. Annað kortið er að keyra í raun helminginn af skjánum og hitt hinn helminginn.
Ert samt ekki að fá 100% meira afl, alls ekki misskilja þetta þannig. En með 2 8800GTS í SLI ættiru að vera með mikið meira en þú þarft amk út þetta ár ef ekki lengur ( Miðað við upplausn ekki hærri en 1600x1200 )
Ef þú ætlar að vera með ekki stærri skjá en 22" sem er 1680 x 1050 þá ætti GTS 320 kortið að vera alveg nóg þar sem að það skorar alveg jafn hátt og oftar hærra ( O.C útgáfan ) en 640mb kortið í ýmsu benchtestum sem finna má á t.d
http://www.anandtech.com
Í sambandi við minninn þá mæli ég sjálfur með Kingston HyperX PC6400 sem fæst á tilboði hjá Tölvutækni í dag á 18900 kr og er það 2 x 1GB.
Einnig geturu fengið GEIL minni hjá Kísildal og eru það klárlega mjög vönduð og góð minni og hennta vel í overclock. Ég myndi taka annaðhvort af þessum 2. Corsair minnin XMS eru frábær líka en þau eru soldið dýrari og ég held að þú sért ekkert að græða á þeim umfram hin nema geta sagst hafa borgað meira
Móðurborð: Gigabyte 965P DS3 er á um 15.000 kall hjá Tölvutækni og er það alveg frábært borð miðað við dóma og eiginleika. Það reyndar býður ekki upp á SLi sértu að spá í því.
Ég held að ég geti líka mælt með þessu borði í Kísildal :
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=412
Asus hafa iðulega skilað af sér vönduðum borðum og þetta fær amk flotta dóma all over. Sumsé gott í Overclock, stabílt, auðvelt að eiga við bios og fleira. Notendavænt borð væri líklegast gott orð.
Það er alltaf góður leikur líka að senda póst á þá félaga í Kísildal og Tölvutækni og láta þá setja saman e-n pakka handa þér. Getur gefið þeim verðhugmynd og sagt hvað þú ætlar að nota vélina í. Þá ættiru að fá e-n nasaþef af því hvað þeir eru að bjóða viðskiptavinum upp á.
Ástæða þess að ég nefni aðeins þessar 2 verslanir er einföld. Þarna eru einfaldlega topp vörur - topp þjónusta og topp verð.
Gangi þér vel með þetta.