Síða 1 af 1

Vantar ráðleggingar um dell vél

Sent: Mán 23. Apr 2007 12:00
af Palm
Er að leita að vinnuvél fyrir fyrirtæki sem er í hugbúnaðargerð - fengum tilboð í svona vel:

Intel Core 2 Duo örgjörvi E6400
2.13GHz, 1066MHz FSB, 2MB L2 cache, VT, EIST
2048MB 667MHz DDR2 vinnsluminni (2X1024MB)
2x 160GB (7,200 rpm) SATA II harður diskur
16x DVD+/-RW geisladrif með double layer
Innbyggt Broadcom 5754 Gigabit PXE/ASF 2.0 netkort
ATI Radeon X1300 Pro 256MB Dual Monitor skjákort
Innbyggt hljókort & hátalari
9 USB 2.0 (tvö að framan, eitt innbyggt)
1x Ethernet, 1x Serial, 1x Parallel
Íslenskt lyklaborð, Logitech mús
Microsoft Windows XP Professional
minitower 41.14cm x 18.96cm x 43.18cm
305W spennugjafi
3ja ára ábyrgð á verkstæði EJS

Hvað segja menn um það - hvað er gott / slæmt við þetta - hverju ætti að sleppa úr eða breyta til að gera þetta að góðri vél.

Palm

Sent: Mán 23. Apr 2007 12:51
af zedro
Þetta er fín vél sossum.

En aðal spurningin er hvað er verðið á henni?

Hef heyrt að EJS eiga til að vera rugl dýrir.
Gætuð eflaust fengið betri vél á sama prís hjá Kísildal.

Sent: Mán 23. Apr 2007 18:59
af Arnarr
Fá frekar tilboð frá att eða start... fengir betri vel fyrir minni pening þar...

Sent: Mán 23. Apr 2007 21:52
af zedro
Já sparaðu 50kr fyrir hvern íhlut :lol:

Færð allavega topp þjónustu hjá Kísildal veit nú ekki með @tt en í hver sinn sem ég hef farið þangað hefur afgreiðslugaurinn verið hundleiðinlegur :? og ekki er Start mikið skárri :?

Sent: Þri 24. Apr 2007 12:51
af ÓmarSmith
Kísildalur og Tölvutækni eru með 100% Topp Samkeppnishæf verð. Eru kannski 50-500kr dýrari en þú færð þa´ð MARGFALT til baka með þjónustu !!


Það er klárlega ekkert hægt að fá betri vörur verð og þjónustu en í þessum 2 búðum.

Með fullri virðingu fyrir hinum verslununum.

Sent: Þri 24. Apr 2007 13:16
af ManiO
Kaupir maður ekki bara svona pakka vélar eins og Dell, þegar maður er að kaupa í miklu magni, 20+?

Sent: Þri 24. Apr 2007 14:17
af Harvest
Ahh.. veit ekki

Finnst vanta örlítið betra skjákort þarna, 800Mzh minni og stærri aflgjafa.

Mundi svo hugsa um 2x320 gb sataII diska og raida þá eða einhvað slíkt.

Sent: Þri 24. Apr 2007 16:39
af Yank
Skiptir miklu hvað þessi vél verður notuð í ?

Sent: Þri 24. Apr 2007 17:25
af zedro
Yank skrifaði:Skiptir miklu hvað þessi vél verður notuð í ?

Palm skrifaði:Er að leita að vinnuvél fyrir fyrirtæki sem er í hugbúnaðargerð

Sent: Þri 24. Apr 2007 17:34
af Yank
Zedro skrifaði:
Yank skrifaði:Skiptir miklu hvað þessi vél verður notuð í ?

Palm skrifaði:Er að leita að vinnuvél fyrir fyrirtæki sem er í hugbúnaðargerð


Ég blindur. :lol:

Samt hvernig hugbúnaður, grafískur ? vef ? flóknir útreikningar ?
hugbúnaður sem gerir kröfur á hvaða hluta vélbúnaðar örgjörva, skjákort? Þessi Dell vél er fín office vél ja svona aðeins rúmlega það.

Sent: Fim 03. Maí 2007 21:21
af Palm
Takk fyrir öll þessi svör.

Vinna við forritun.

Sent: Fös 04. Maí 2007 14:30
af kristjanm
EJS er bölvuð okurbúlla, fáðu frekar tilboð frá einhverri ódýrari tölvuverslun.